Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar 16. júlí 2025 09:02 Reykjavíkurflugvöllur uppfyllir öll þau skilyrði sem krafist er fyrir flugnám. Þeir sem hafa talað um að neyða flugnámið burt frá fllugvellinum þekkja ekki hvaða kröfur þarf að uppfylla skv. EASA - Evrópsku flugöryggisstofnuninni og hvaða skaða þeir valda með því að hrekja flugnámið burt. Þó svo að flugskólarnir yrðu hraktir í burtu myndi flugumferð lítið minnka um Reykjavíkurflugvöll því flugnemarnir þyrftu hvort eð er að fljúga til og frá vellinum í sínu einkaflugnámi og í blindflugsæfingum. Traustir innviðir sem nýtast allt árið skipta miklu máli Að fljúga frá öðrum flugvelli „einhvers staðar“ frá myndi auka kostnað nemenda töluvert og auka líkur á því að flugnemar færu erlendis. Eftir því sem réttindin aukast og námið þyngist, eins og t.d. með fjölhreyflaáritun og blindflugsáritun þá eru litlir flugvellir úti á landi ekki gerðir fyrir slíkt. Tveggja hreyfla flugvélar þurfa lengri flugbrautir, meira rými og blindaðflugsbúnað sem er aðeins að finna á áætlunarflugvöllum þar sem blindaðflug eru til að komast örugglega milli staða í takmörkuðu skyggni og skýjahæð. Þannig flug kallast blindflug. Þar er Reykjavíkurflugvöllur mjög mikilvægur fyrir allt flug í landinu sem varaflugvöllur fyrir hina áætlunarflugvellina. Þeir sem reka sjúkraflugið þurfa líka reglulega á nýjum flugmönnum að halda. Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur fyrir gæði flugnáms á Íslandi.Matthías Arngrímsson Hagfræðin í fluginu Flugskólarnir eru mikilvægir fyrir þjóðarbúið og því er nauðsynlegt að þeir fái að þrífast við góðar aðstæður og fái þann stuðning frá ráðuneytum, Samgöngustofu og Isavia svo starfsemin vaxi og dafni. Höfum í huga að fyrir hverja einustu krónu sem íslenska ríkið setur í flugið og innviði sem snertir þann málaflokk þá skilar það sér með hárri ávöxtun gegnum skatttekjur í störfum og rekstri í fluggeiranum. Til frekari fróðleiks, Í skýrslu um Félagshagfræðilega greiningu á framtíð áætlunarflugs innanlands, sem Innanríkisráðuneytið gaf út árið 2014 kemur fram að flugvallarkerfið er í heild sinni þjóðhagslega arðbært. Í niðurstöðum kostnaðar-/ábatagreiningar var ábati af innanlandsflugvallakerfinu á landsbyggðinni metinn um 70,8 milljarðar króna miðað við arðsemistímann 2013-2053. Þjóðhagslegur ávinningur samfélagsins af útgjaldakrónu hins opinbera til flugvallanna og flugsins í heild er 1,48 kr, þ.e. þjóðhagsleg arðsemi fjárfestingarinnar í flugvallakerfinu og fluginu á landsbyggðinni umfram útgjöld er 48%. Ætti það að teljast mjög ábyrg ráðstöfun á almannafé. Flug skiptir verulegu máli fyrir hagvöxt og atvinnusköpun landsins og er mikilvæg stoð í hagkerfinu. Það má einnig minna á skýrslu Oxford Economics frá árinu 2012 um flugstarfsemi á Islandi. Þar kemur fram að flugrekstur hefur veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf og stóð þá undir 6,6% af landsframleiðslu. Eftir mikinn vöxt síðustu ára má telja að framlagið sé nú að nálgast mun hærri prósentu miðað við sömu forsendur. Reiknað var með um 13% árið 2020. Í nálægum löndum liggur þetta hlutfall í kringum 2-3%. Til að tryggja flugnemum gott aðgengi að flugkennurum þarf líka að gera flugkennarnámið lánshæft, rétt eins og aðra kennaramenntun í landinu. Það tryggir nýliðun í stéttinni og hraðar „framleiðslu“ nýrra flugmanna. Flugkennararéttindi kosta 1,5 milljónir í dag. Enn ríkari ástæður til að efla flugkennslu í landinu og starfsemi grasrótarinnar. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Matthías Arngrímsson Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur uppfyllir öll þau skilyrði sem krafist er fyrir flugnám. Þeir sem hafa talað um að neyða flugnámið burt frá fllugvellinum þekkja ekki hvaða kröfur þarf að uppfylla skv. EASA - Evrópsku flugöryggisstofnuninni og hvaða skaða þeir valda með því að hrekja flugnámið burt. Þó svo að flugskólarnir yrðu hraktir í burtu myndi flugumferð lítið minnka um Reykjavíkurflugvöll því flugnemarnir þyrftu hvort eð er að fljúga til og frá vellinum í sínu einkaflugnámi og í blindflugsæfingum. Traustir innviðir sem nýtast allt árið skipta miklu máli Að fljúga frá öðrum flugvelli „einhvers staðar“ frá myndi auka kostnað nemenda töluvert og auka líkur á því að flugnemar færu erlendis. Eftir því sem réttindin aukast og námið þyngist, eins og t.d. með fjölhreyflaáritun og blindflugsáritun þá eru litlir flugvellir úti á landi ekki gerðir fyrir slíkt. Tveggja hreyfla flugvélar þurfa lengri flugbrautir, meira rými og blindaðflugsbúnað sem er aðeins að finna á áætlunarflugvöllum þar sem blindaðflug eru til að komast örugglega milli staða í takmörkuðu skyggni og skýjahæð. Þannig flug kallast blindflug. Þar er Reykjavíkurflugvöllur mjög mikilvægur fyrir allt flug í landinu sem varaflugvöllur fyrir hina áætlunarflugvellina. Þeir sem reka sjúkraflugið þurfa líka reglulega á nýjum flugmönnum að halda. Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur fyrir gæði flugnáms á Íslandi.Matthías Arngrímsson Hagfræðin í fluginu Flugskólarnir eru mikilvægir fyrir þjóðarbúið og því er nauðsynlegt að þeir fái að þrífast við góðar aðstæður og fái þann stuðning frá ráðuneytum, Samgöngustofu og Isavia svo starfsemin vaxi og dafni. Höfum í huga að fyrir hverja einustu krónu sem íslenska ríkið setur í flugið og innviði sem snertir þann málaflokk þá skilar það sér með hárri ávöxtun gegnum skatttekjur í störfum og rekstri í fluggeiranum. Til frekari fróðleiks, Í skýrslu um Félagshagfræðilega greiningu á framtíð áætlunarflugs innanlands, sem Innanríkisráðuneytið gaf út árið 2014 kemur fram að flugvallarkerfið er í heild sinni þjóðhagslega arðbært. Í niðurstöðum kostnaðar-/ábatagreiningar var ábati af innanlandsflugvallakerfinu á landsbyggðinni metinn um 70,8 milljarðar króna miðað við arðsemistímann 2013-2053. Þjóðhagslegur ávinningur samfélagsins af útgjaldakrónu hins opinbera til flugvallanna og flugsins í heild er 1,48 kr, þ.e. þjóðhagsleg arðsemi fjárfestingarinnar í flugvallakerfinu og fluginu á landsbyggðinni umfram útgjöld er 48%. Ætti það að teljast mjög ábyrg ráðstöfun á almannafé. Flug skiptir verulegu máli fyrir hagvöxt og atvinnusköpun landsins og er mikilvæg stoð í hagkerfinu. Það má einnig minna á skýrslu Oxford Economics frá árinu 2012 um flugstarfsemi á Islandi. Þar kemur fram að flugrekstur hefur veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf og stóð þá undir 6,6% af landsframleiðslu. Eftir mikinn vöxt síðustu ára má telja að framlagið sé nú að nálgast mun hærri prósentu miðað við sömu forsendur. Reiknað var með um 13% árið 2020. Í nálægum löndum liggur þetta hlutfall í kringum 2-3%. Til að tryggja flugnemum gott aðgengi að flugkennurum þarf líka að gera flugkennarnámið lánshæft, rétt eins og aðra kennaramenntun í landinu. Það tryggir nýliðun í stéttinni og hraðar „framleiðslu“ nýrra flugmanna. Flugkennararéttindi kosta 1,5 milljónir í dag. Enn ríkari ástæður til að efla flugkennslu í landinu og starfsemi grasrótarinnar. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun