Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júlí 2025 18:19 Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Vísir Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafna því að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi lagt fram tillögur „í lokuðu umslagi yfir borðið“ í þinglokaviðræðum. Þeir segja óæskilegt að ræða um viðræðurnar, sem eigi að vera bundnar trúnaði, á opinberum vettvangi. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Hildur Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, Bergþórs Ólasonar, þingflokksformanns Miðflokksins og Ingibjargar Isaksen þingflokksformanns Framsóknar. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna funda nú þrír saman eftir að hlé var gert á fundi formanna flokkanna sem hófst síðdegis. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í dag minnihlutann hafa lagt fram eigið frumvarp í lokuðu umslagi og krafist þess að ríkisstjórnin legði það fram sem hennar eigið. „Þetta er alvarlegt ástand. Þjóðin hefur fylgst með málþófi minnihlutans. Það sem þjóðin þarf að fá að vita er hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin í þessum þinglokasamningum,“ sagði hún. Þar segja þau viðræður stjórnar og stjórnarandstöðu um þinglok eiga að vera háðar trúnaði. Óæskilegt sé að þær fari fram á opinberum vettvangi. Þau segja þær tillögur sem þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt á borð hafi allar verið lagðar fram með það að augnamiði að leysa þann hnút sem upp er kominn í þingstörfunum. Tillögurnar séu ekki settar fram sem afarkostir. „Þær eru heldur ekki afhentar „í lokuðu umslagi yfir borðið“ eins og forsætisráðherra komst að orði. Ráðherra sat ekki fundi þingflokksformanna og því óljóst hvaðan umrædd lýsing atburða er sprottin. Ummæli forsætisráðherra geta aðeins átt sér tvær skýringar; annað hvort veit hún ekki betur eða talar gegn betri vitund. Undirrituð hafa virt trúnað í hvívetna enda hafa þinglokaviðræður í áratugarás byggt slíkum trúnaði. Engu að síður er ástæða til þess nú að það komi skýrt fram að málavextir eins og þeim hefur verið haldið á lofti af forsætisráðherra og stjórnarliðum eru ekki sannleikanum samkvæmir,“ segir í yfirlýsingu, Hildar, Bergþórs og Ingibjargar. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Hildur Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, Bergþórs Ólasonar, þingflokksformanns Miðflokksins og Ingibjargar Isaksen þingflokksformanns Framsóknar. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna funda nú þrír saman eftir að hlé var gert á fundi formanna flokkanna sem hófst síðdegis. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í dag minnihlutann hafa lagt fram eigið frumvarp í lokuðu umslagi og krafist þess að ríkisstjórnin legði það fram sem hennar eigið. „Þetta er alvarlegt ástand. Þjóðin hefur fylgst með málþófi minnihlutans. Það sem þjóðin þarf að fá að vita er hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin í þessum þinglokasamningum,“ sagði hún. Þar segja þau viðræður stjórnar og stjórnarandstöðu um þinglok eiga að vera háðar trúnaði. Óæskilegt sé að þær fari fram á opinberum vettvangi. Þau segja þær tillögur sem þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt á borð hafi allar verið lagðar fram með það að augnamiði að leysa þann hnút sem upp er kominn í þingstörfunum. Tillögurnar séu ekki settar fram sem afarkostir. „Þær eru heldur ekki afhentar „í lokuðu umslagi yfir borðið“ eins og forsætisráðherra komst að orði. Ráðherra sat ekki fundi þingflokksformanna og því óljóst hvaðan umrædd lýsing atburða er sprottin. Ummæli forsætisráðherra geta aðeins átt sér tvær skýringar; annað hvort veit hún ekki betur eða talar gegn betri vitund. Undirrituð hafa virt trúnað í hvívetna enda hafa þinglokaviðræður í áratugarás byggt slíkum trúnaði. Engu að síður er ástæða til þess nú að það komi skýrt fram að málavextir eins og þeim hefur verið haldið á lofti af forsætisráðherra og stjórnarliðum eru ekki sannleikanum samkvæmir,“ segir í yfirlýsingu, Hildar, Bergþórs og Ingibjargar.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira