„Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. júlí 2025 12:18 Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla. vísir/egill Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir það hálfgerðan yfirgang af hendi forsvarsmanna líkamsræktarstöðvarinnar World Class að krefjast þess að hagsmunir rekstrarins gangi fram fyrir heilsu og menntun 450 grunnskólabarna. Greint var frá því í morgun að eigendur líkamsræktarstöðvarinnar World Class mótmæla framkvæmdum að skólaþorpi í laugardalnum á bílastæði við Laugardalsvöll harðlega. World Class hefur fengið afnot af bílastæðum þar gjaldfrjálst í rúm tuttugu ár. Vinna stendur nú þegar yfir við að fjarlægja 256 bílastæði þar sem þorpið skal rísa. Er því haldið fram í athugasemd í skipulagsgátt að stöðin eigi óbeinan eignarétt til stæðanna vegna viljayfirlýsingar sem var undirrituð árið 1999 og samninga við Reykjavíkurborg sem voru undirritaðir 2002 þar sem líkamsræktarstöðinni var veitt ótímabundin og endurgjaldslaus afnot af stæðunum. Málið fari þá leið sem það fer Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir að athugasemd World Class verði tekin til skoðunar. Liggur fyrir hvort þetta muni koma til álita hjá borgarlögmanni? „Ekki á þessari stundu. Ég er ekki búin að lesa þessar athugasemdir sjálf ég er nýkomin úr fríi. Það þarf ekkert að vera. Við erum með lögfræðinga innan umhverfis- og skipulagssviðs sem fara yfir athugasemdir sem okkur berast og skoða hvað sé réttmætt og hvað ekki. Ef að við erum ekki sammála um þetta, þá á það sína leið.“ Hálfgerður yfirgangur Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla sem hefur skilað jákvæðri athugasemd í skipulagsgátt, segir skólaþorpið gífurlega nauðsynlegt fyrir börn í hverfinu enda miklar framkvæmdir fram undan á skólum í Laugardal vegna myglu og annars konar viðhalds. Fyrst í Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. „Við erum náttúrulega ekkert sátt við hans nálgun á málinu. Þarna verðum við vonandi næstu árin, því eitthvert verðum við að fara. Það að vera innan hverfisins er nauðsynlegt fyrir okkur.“ Það megi líta á það sem yfirgang að krefjast þess að rekstur líkamsræktarstöðvar gangi framar en heilsa og hagsmunir 450 barna. „Þetta er náttúrulega einungis óbeinn eignarréttur. Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki. Fólk getur eignað sér hluti og alls konar ef sá gállinn er á fólki en ég get hvergi séð að hann eigi þessi bílastæði. Ég veit ekki hvort ég myndi segja frekja en kannski nálægt því.“ Heilsa og menntun barna ætti að ganga framar Hún segir það skjóta skökku við að láta svo mikið hagsmunamál fyrir hverfið stranda á bílastæðum. Þau séu varla nýtt að hennar mati nema þegar það eru tónleikar eða leikir á þjóðarleikvangnum. „Hann er bara með sinn rekstur og ég skil það en þetta eru bílastæði sem eru lengst frá hans fyrirtæki. Það sem við höfum séð af þessum bílastæðum þá eru þau mjög illa nýtt og sérstaklega á daginn og jafnvel á kvöldin líka. Að þetta tengist World Class að einhverju leyti er hæpið að mínu mati.“ Í athugasemdinni leggst World Class einnig gegn því að sunnanverðri innkeyrslu á umrætt bílastæði verði lokað eins og stendur til. Eyrún ítrekar mikilvægi þess að loka innkeyrslunni enda verði mikil umferð barna á svæðinu þegar að hundruð barna munu sækja skólann. „Það þarf að huga að umferðaröryggi barnanna þarna í hverfinu. Það er mjög mjög mikilvægt. Það er okkar aðalbarátta núna. Skólaþorpið mun rísa. Þau eru byrjuð að vinna í því og það í góður ferli. Við verðum að tryggja umferðaröryggi barna og starfsfólks á svæðinu.“ Deilur um skólahald í Laugardal Grunnskólar Líkamsræktarstöðvar Bílastæði Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir skólasamfélagið allt hafa barist fyrir að grunnskólar í Laugarneshverfi yrðu stækkaðir í stað þess að byggður yrði safnskóli fyrir unglingadeildir í hverfinu. Hún segir skólahverfið rótgróið og farsælt og skólasamfélagið vilji halda í þá skólagerð. 10. desember 2024 19:35 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Greint var frá því í morgun að eigendur líkamsræktarstöðvarinnar World Class mótmæla framkvæmdum að skólaþorpi í laugardalnum á bílastæði við Laugardalsvöll harðlega. World Class hefur fengið afnot af bílastæðum þar gjaldfrjálst í rúm tuttugu ár. Vinna stendur nú þegar yfir við að fjarlægja 256 bílastæði þar sem þorpið skal rísa. Er því haldið fram í athugasemd í skipulagsgátt að stöðin eigi óbeinan eignarétt til stæðanna vegna viljayfirlýsingar sem var undirrituð árið 1999 og samninga við Reykjavíkurborg sem voru undirritaðir 2002 þar sem líkamsræktarstöðinni var veitt ótímabundin og endurgjaldslaus afnot af stæðunum. Málið fari þá leið sem það fer Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir að athugasemd World Class verði tekin til skoðunar. Liggur fyrir hvort þetta muni koma til álita hjá borgarlögmanni? „Ekki á þessari stundu. Ég er ekki búin að lesa þessar athugasemdir sjálf ég er nýkomin úr fríi. Það þarf ekkert að vera. Við erum með lögfræðinga innan umhverfis- og skipulagssviðs sem fara yfir athugasemdir sem okkur berast og skoða hvað sé réttmætt og hvað ekki. Ef að við erum ekki sammála um þetta, þá á það sína leið.“ Hálfgerður yfirgangur Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla sem hefur skilað jákvæðri athugasemd í skipulagsgátt, segir skólaþorpið gífurlega nauðsynlegt fyrir börn í hverfinu enda miklar framkvæmdir fram undan á skólum í Laugardal vegna myglu og annars konar viðhalds. Fyrst í Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. „Við erum náttúrulega ekkert sátt við hans nálgun á málinu. Þarna verðum við vonandi næstu árin, því eitthvert verðum við að fara. Það að vera innan hverfisins er nauðsynlegt fyrir okkur.“ Það megi líta á það sem yfirgang að krefjast þess að rekstur líkamsræktarstöðvar gangi framar en heilsa og hagsmunir 450 barna. „Þetta er náttúrulega einungis óbeinn eignarréttur. Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki. Fólk getur eignað sér hluti og alls konar ef sá gállinn er á fólki en ég get hvergi séð að hann eigi þessi bílastæði. Ég veit ekki hvort ég myndi segja frekja en kannski nálægt því.“ Heilsa og menntun barna ætti að ganga framar Hún segir það skjóta skökku við að láta svo mikið hagsmunamál fyrir hverfið stranda á bílastæðum. Þau séu varla nýtt að hennar mati nema þegar það eru tónleikar eða leikir á þjóðarleikvangnum. „Hann er bara með sinn rekstur og ég skil það en þetta eru bílastæði sem eru lengst frá hans fyrirtæki. Það sem við höfum séð af þessum bílastæðum þá eru þau mjög illa nýtt og sérstaklega á daginn og jafnvel á kvöldin líka. Að þetta tengist World Class að einhverju leyti er hæpið að mínu mati.“ Í athugasemdinni leggst World Class einnig gegn því að sunnanverðri innkeyrslu á umrætt bílastæði verði lokað eins og stendur til. Eyrún ítrekar mikilvægi þess að loka innkeyrslunni enda verði mikil umferð barna á svæðinu þegar að hundruð barna munu sækja skólann. „Það þarf að huga að umferðaröryggi barnanna þarna í hverfinu. Það er mjög mjög mikilvægt. Það er okkar aðalbarátta núna. Skólaþorpið mun rísa. Þau eru byrjuð að vinna í því og það í góður ferli. Við verðum að tryggja umferðaröryggi barna og starfsfólks á svæðinu.“
Deilur um skólahald í Laugardal Grunnskólar Líkamsræktarstöðvar Bílastæði Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir skólasamfélagið allt hafa barist fyrir að grunnskólar í Laugarneshverfi yrðu stækkaðir í stað þess að byggður yrði safnskóli fyrir unglingadeildir í hverfinu. Hún segir skólahverfið rótgróið og farsælt og skólasamfélagið vilji halda í þá skólagerð. 10. desember 2024 19:35 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir skólasamfélagið allt hafa barist fyrir að grunnskólar í Laugarneshverfi yrðu stækkaðir í stað þess að byggður yrði safnskóli fyrir unglingadeildir í hverfinu. Hún segir skólahverfið rótgróið og farsælt og skólasamfélagið vilji halda í þá skólagerð. 10. desember 2024 19:35