Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Helga Þórðardóttir og Líf Magneudóttir skrifa 11. júlí 2025 13:01 Fyrir 140 dögum tók nýr meirihluti við stjórn Reykjavíkurborgar þegar fimm flokkar ákváðu að hefja nýtt samstarf. Markmið þeirra eru skýr: Að byggja borg fyrir fólk, styrkja grunnstoðir velferðar og efla samfélagið á grænum, sjálfbærum grunni. Á þessum tiltölulega stutta tíma hefur þessi nýi meirihluti komið fjölda verkefna á góðan skrið og í framkvæmd. Metnaðarfull uppbygging leikskóla Við höfum hafið metnaðarfulla uppbyggingu í leikskólamálum. Á næstu árum munum við bæta við 2.000 leikskólaplássum í öllum hverfum borgarinnar. Næsta haust verður fjöldi leikskólabarna í Reykjavík næstmesti frá hruni. Uppbygging í leikskólamálum snýst ekki eingöngu um byggingar heldur jafnframt um foreldra, starfsfólk og börnin sem njóta leik- og námsumhverfis sem leggur grunn að jafnrétti og framtíðarvelferð. Borgin sem heimili Í húsnæðismálum höfum við hrint af stað metnaðarfullri áætlun um 16.000 nýjar íbúðir til ársins 2034. Mjög fljótlega eftir að við tókum við, uppfærðum við húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar og jukum félagslegar og óhagnaðardrifnar áherslur um uppbyggingu nýs húsnæðis. Við viljum borg sem tryggir heimili fyrir ungt fólk, eldri borgara og þau sem þurfa stuðning. Borg sem stendur gegn þrýstingi markaðarins og kýs félagslegt réttlæti fram yfir skammtímahagnað. Borg sem býr til pláss fyrir öll. Með nýju húsnæðisáætluninni er jafnframt hafin undirbúningsvinna við að brjóta nýtt land í Reykjavík til að skapa ný hverfi. Velferð sem leiðarljós Velferð hefur verið okkur leiðarljós. Í Reykjavík er hlutfall félagslegra íbúða langt umfram það sem gerist annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum tryggja mannréttindi allra hópa í samfélaginu og jafnt aðgengi þeirra að borginni og þjónustu hennar. Við vitum þó að hér er verk að vinna. Að efla velferð og innviði borgarinnar er rauður þráður í okkar nálgun og vinnu. Ný hugsun í samgöngumálum Samgöngumálin bera merki nýs hugsunarháttar. Um græna og iðandi borg þar sem nærsamfélagið nýtur sín. Borgarlínan með forgangi strætó, undirbúningur Sæbrautarstokks og nýtt leiðakerfi almenningssamgangna eru allt hluti af því að skapa borg sem þróast og tengist. Við höfum markvisst aukið aðgengi og öryggi, svo að öll hvort sem þau ganga, hjóla, keyra eða ferðast með strætó komist leiðar sinnar með einföldum og öruggum hætti. Fjármál borgarinnar endurspegla þessa ábyrgðarfullu stefnu. Fjármál borgarinnar fara batnandi en nú er skuldahlutfall það næstlægsta á öllu höfuðborgarsvæðinu. Við munum tryggja að fjárfestingar nýtist þar sem þær skipta máli, í skólum, velferð og innviðum. Horft til framtíðar af bjartsýni Við í meirihlutasamstarfi borgarstjórnar horfum því til framtíðar af bjartsýni og festu. Við viljum borg sem dregur ungt fólk að og hlúir að eldri borgurum, borg sem verndar náttúruna og er fyrir öll, styrkir fjölskyldur og býður upp á iðandi menningarlíf. Borg sem er leiðandi í félagslegu réttlæti og loftlagsmálum. Við erum hins vegar aðeins rétt að byrja. Þetta eru fyrstu skrefin í lengri vegferð sem er leiðin að sanngjarnari, grænni og manneskjulegri Reykjavík. Nýlegar skoðanakannanir um fylgi flokka í Reykjavík staðfesta að við erum á réttri leið. Meirihlutinn heldur þar velli en við viljum halda áfram að láta verkin tala þar sem velferð, sjálfbærni og réttlæti verða í forgrunni fyrir fólkið sem hér býr og sækir okkur heim. Höfundar eru oddvitar meirhlutans í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Flokkur fólksins Píratar Vinstri græn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 140 dögum tók nýr meirihluti við stjórn Reykjavíkurborgar þegar fimm flokkar ákváðu að hefja nýtt samstarf. Markmið þeirra eru skýr: Að byggja borg fyrir fólk, styrkja grunnstoðir velferðar og efla samfélagið á grænum, sjálfbærum grunni. Á þessum tiltölulega stutta tíma hefur þessi nýi meirihluti komið fjölda verkefna á góðan skrið og í framkvæmd. Metnaðarfull uppbygging leikskóla Við höfum hafið metnaðarfulla uppbyggingu í leikskólamálum. Á næstu árum munum við bæta við 2.000 leikskólaplássum í öllum hverfum borgarinnar. Næsta haust verður fjöldi leikskólabarna í Reykjavík næstmesti frá hruni. Uppbygging í leikskólamálum snýst ekki eingöngu um byggingar heldur jafnframt um foreldra, starfsfólk og börnin sem njóta leik- og námsumhverfis sem leggur grunn að jafnrétti og framtíðarvelferð. Borgin sem heimili Í húsnæðismálum höfum við hrint af stað metnaðarfullri áætlun um 16.000 nýjar íbúðir til ársins 2034. Mjög fljótlega eftir að við tókum við, uppfærðum við húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar og jukum félagslegar og óhagnaðardrifnar áherslur um uppbyggingu nýs húsnæðis. Við viljum borg sem tryggir heimili fyrir ungt fólk, eldri borgara og þau sem þurfa stuðning. Borg sem stendur gegn þrýstingi markaðarins og kýs félagslegt réttlæti fram yfir skammtímahagnað. Borg sem býr til pláss fyrir öll. Með nýju húsnæðisáætluninni er jafnframt hafin undirbúningsvinna við að brjóta nýtt land í Reykjavík til að skapa ný hverfi. Velferð sem leiðarljós Velferð hefur verið okkur leiðarljós. Í Reykjavík er hlutfall félagslegra íbúða langt umfram það sem gerist annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum tryggja mannréttindi allra hópa í samfélaginu og jafnt aðgengi þeirra að borginni og þjónustu hennar. Við vitum þó að hér er verk að vinna. Að efla velferð og innviði borgarinnar er rauður þráður í okkar nálgun og vinnu. Ný hugsun í samgöngumálum Samgöngumálin bera merki nýs hugsunarháttar. Um græna og iðandi borg þar sem nærsamfélagið nýtur sín. Borgarlínan með forgangi strætó, undirbúningur Sæbrautarstokks og nýtt leiðakerfi almenningssamgangna eru allt hluti af því að skapa borg sem þróast og tengist. Við höfum markvisst aukið aðgengi og öryggi, svo að öll hvort sem þau ganga, hjóla, keyra eða ferðast með strætó komist leiðar sinnar með einföldum og öruggum hætti. Fjármál borgarinnar endurspegla þessa ábyrgðarfullu stefnu. Fjármál borgarinnar fara batnandi en nú er skuldahlutfall það næstlægsta á öllu höfuðborgarsvæðinu. Við munum tryggja að fjárfestingar nýtist þar sem þær skipta máli, í skólum, velferð og innviðum. Horft til framtíðar af bjartsýni Við í meirihlutasamstarfi borgarstjórnar horfum því til framtíðar af bjartsýni og festu. Við viljum borg sem dregur ungt fólk að og hlúir að eldri borgurum, borg sem verndar náttúruna og er fyrir öll, styrkir fjölskyldur og býður upp á iðandi menningarlíf. Borg sem er leiðandi í félagslegu réttlæti og loftlagsmálum. Við erum hins vegar aðeins rétt að byrja. Þetta eru fyrstu skrefin í lengri vegferð sem er leiðin að sanngjarnari, grænni og manneskjulegri Reykjavík. Nýlegar skoðanakannanir um fylgi flokka í Reykjavík staðfesta að við erum á réttri leið. Meirihlutinn heldur þar velli en við viljum halda áfram að láta verkin tala þar sem velferð, sjálfbærni og réttlæti verða í forgrunni fyrir fólkið sem hér býr og sækir okkur heim. Höfundar eru oddvitar meirhlutans í Reykjavík
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun