Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. júlí 2025 20:05 Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar, Gísli Rúnar Gylfason spilar og syngur fyrir gesti laugarinnar reglulega og vekur alltaf jafn mikla lukku þegar hann mætir með gítarinn á sundlaugarsvæðið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar er ekki bara forstöðumaður því hann tekur oft gítarinn sinn með sér í vinnuna og spilar þá og syngur fyrir gesti laugarinnar. Mikil ánægja er með framtakið. Sundlaug Akureyrar er einn vinsælasti staður ferðamanna og heimamanna enda aðstaðan öll þar til fyrirmyndar fyrir unga, sem aldna. Hópur kvenna er þar til dæmis alla virka daga í sundleikfimi og svo er það gestirnir í pottunum og krakkarnir í rennibrautinni. Gísli Rúnar, sem býr á Dalvík er forstöðumaður sundlaugarinnar. Hann bregður oft á leik og spilar þá og syngur fyrir sundlaugagesti eins og engin sé morgundagurinn. „Já, við tökum stundum í gítarinn, þetta er til að hafa létta stemningu líka, það er bara gaman. Mér sýnist gestir laugarinnar hafa gaman af þessu, það hefur allavega ekki verið kvartað undan mér enn þá,“ segir Gísli Rúnar hlæjandi. Og ætlar þú að gera svolítið meira af þessu í sumar eða hvað? „Já, já, það er aldrei að vita þegar það er gott veður, aðeins að grípa í gítarinn og athuga hvort krakkarnir vilja ekki syngja með og svona, þetta er bara stemning.“ Og það er alltaf mikil aðsókn að lauginni en hvað koma margir gestir á degi yfir sumartímann? „Þetta geta verið svona tvö þúsund gestir á dag en yfir allt árið erum við að fá um 440 þúsund gesti“, segir Gísli Rúnar og bætir við. „Nú er bara að njóta góða veðursins og fara í sund en það getur verið smá bónus að fá söng en það er aðalmálið að koma í sund, það er svo holt og gott,“ segir Gísli Rúnar kampakátur. Þegar best er þá mæta um tvö þúsund manns í sund á Akureyri á dag, heimamenn og ferðamenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gestir sundlaugarinnar eru mjög ánægðir með framtak forstöðu mannsins. „Þetta er náttúrulega alveg geggjað, við viljum fá meira af þessu. Ég vissi ekki að þetta væri forstöðumaðurinn, ég þekki hann ekki svona mikið klæddan,” segir Aðalheiður K. Kjartansdóttir skellihlæjandi. Aðalheiður K. Kjartansdóttir, sundlaugargestur, sem er alsæl með framtak Gísla Rúnars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sundlaug Akureyrar, heimasíða Akureyri Menning Sundlaugar og baðlón Grín og gaman Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Sjá meira
Sundlaug Akureyrar er einn vinsælasti staður ferðamanna og heimamanna enda aðstaðan öll þar til fyrirmyndar fyrir unga, sem aldna. Hópur kvenna er þar til dæmis alla virka daga í sundleikfimi og svo er það gestirnir í pottunum og krakkarnir í rennibrautinni. Gísli Rúnar, sem býr á Dalvík er forstöðumaður sundlaugarinnar. Hann bregður oft á leik og spilar þá og syngur fyrir sundlaugagesti eins og engin sé morgundagurinn. „Já, við tökum stundum í gítarinn, þetta er til að hafa létta stemningu líka, það er bara gaman. Mér sýnist gestir laugarinnar hafa gaman af þessu, það hefur allavega ekki verið kvartað undan mér enn þá,“ segir Gísli Rúnar hlæjandi. Og ætlar þú að gera svolítið meira af þessu í sumar eða hvað? „Já, já, það er aldrei að vita þegar það er gott veður, aðeins að grípa í gítarinn og athuga hvort krakkarnir vilja ekki syngja með og svona, þetta er bara stemning.“ Og það er alltaf mikil aðsókn að lauginni en hvað koma margir gestir á degi yfir sumartímann? „Þetta geta verið svona tvö þúsund gestir á dag en yfir allt árið erum við að fá um 440 þúsund gesti“, segir Gísli Rúnar og bætir við. „Nú er bara að njóta góða veðursins og fara í sund en það getur verið smá bónus að fá söng en það er aðalmálið að koma í sund, það er svo holt og gott,“ segir Gísli Rúnar kampakátur. Þegar best er þá mæta um tvö þúsund manns í sund á Akureyri á dag, heimamenn og ferðamenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gestir sundlaugarinnar eru mjög ánægðir með framtak forstöðu mannsins. „Þetta er náttúrulega alveg geggjað, við viljum fá meira af þessu. Ég vissi ekki að þetta væri forstöðumaðurinn, ég þekki hann ekki svona mikið klæddan,” segir Aðalheiður K. Kjartansdóttir skellihlæjandi. Aðalheiður K. Kjartansdóttir, sundlaugargestur, sem er alsæl með framtak Gísla Rúnars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sundlaug Akureyrar, heimasíða
Akureyri Menning Sundlaugar og baðlón Grín og gaman Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Sjá meira