„Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Jón Þór Stefánsson skrifar 11. júlí 2025 20:07 Guðrún og Sigmar ræddu málin í kvöldfréttum Sýnar. Vísir/Ívar Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, spáir því að þingmeirihlutinn muni á morgun leggja fram breytingar á veiðigjaldafrumvarpinu. Meirihlutinn muni gera það vegna þess að hann viti það innst inni í hjarta sér að frumvarpið sé ekki gott. Þetta var á meðal þess sem kom fram í Kvöldfréttum Sýnar, þar sem Guðrún og Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, ræddu þá ákvörðun að beita 71. grein þingskaparlaga og knýja fram atkvæðagreiðslu í Veiðigjaldfrumvarpinu, sem hefur nú verið rætt á Alþingi lengur en öll önnur mál. „Ég held að alvarlega fordæmið sem liggi fyrir okkur í þessu máli sé að það hafi verið fluttar um 3500 ræður í 160 klukkutíma. Hér hafa einstaka ræðumenn talað í næstum því 200 sinnum í þessu máli, og samt er verið að tala um að það sé verið að taka málfrelsi af þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Ég held að það sé nauðsynlegt að við komum okkur aðeins niður á jörðina með þetta,“ sagði Sigmar. „Þessi óbilgjarna krafa stjórnarandstöðunnar að þinglok séu á hennar forsendum, en ekki lýðræðislega kjörnum meirihluta þingsins, það er hin vonda fordæmi sem við tökum út úr þessum dögum.“ „Skömm þeirra er mikil“ Guðrún sagði það segja meira um Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra en nokkuð annað að hún sé fyrsti forsætisráðherrann í 66 ár sem ekki hafi tekist að semja um þinglok. „Þetta var engin venjuleg ákvörðun. Þetta var pólitísk stefnubreyting sem mun marka djúp spor í þingsögu þjóðarinnar.“ Skilur þú ekki þessa ákvörðun? Hvenær átti þetta að enda? „Ég get bara sagt það, og ég hef sagt það mjög oft: Þetta mál kom alltof seint til þingsins, það var illa unnið, það voru rangar forsendur í því, það var ekkert mat gert á áhrifum til dæmis fyrir sveitarfélögin, og vinnan í nefndinni gekk illa. Okkar nefndarmenn í minnihluta óskuðu ítrekað eftir því að fá umsagnaraðila til nefndarinnar, en það var ekki á neitt hlustað,“ sagði Guðrún. „Þegar svona umræða má ekki eiga sér stað um svona mál í nefnd, þá óhjákvæmilega færist sú umræða yfir í þingsal. Það var það sem gerðist og það er á ábyrgð ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur.“ Þessi ríkisstjórn var búin að segja: „Það er komið gott. Við munum ekki breyta. Við ætlum að samþykkja þetta frumvarp eins og það er.“ Er þá ekki bara kominn tími til að pakka og átta sig á því að meirihlutinn ræður? „Og vaða yfir minnihlutann með því að þagga niður í honum? Þetta er eins ólýðræðislegt í lýðræðisríki og hægt er að vera. Skömm þeirra er mikil, það mun sagan sýna.“ Frumvarpið „drasl“ Sigmar sagði stjórnarandstöðuna hafa hagað sér með andlýðræðislegum hætti. Hún hafi tekið þingið í gíslingu. Þá hafi verið erfitt að semja við minnihlutann um þinglok. „Á ekkert er hlustað og á einhverjum tímapunkti verður forseti þingsins að gæta að því að það er þingræði, það er lýðræðislega kjörinn meirihluti við stjórn. Þetta áttu ekki að vera viðræður eins og verið væri að mynda ríkisstjórn, en það var uppleggið af ykkar hálfu.“ Guðrún svaraði um hæl og kallaði veiðigjaldafrumvarpið „drasl“. „Þú þekkir það manna best Sigmar Guðmundsson að það eru alltaf þinglokasamningar. Þá er verið að leita málamiðlana til þess að leggja ýmis mál í jörð, en einnig að lagfæra mál. Það liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl,“ sagði Guðrún. „Ég held að það sé alveg fyrirséð, og ég spái því að á morgun muni meirihlutinn leggja fram breytingartillögu við þetta frumvarp vegna þess að þau vita það öll innst inni að þetta er meingallað frumvarp sem mun valda alvarlegum skaða á atvinnulífi Íslendinga.“ Sjálfstæðisflokkurinn hafi áður gagnrýnt málþófið mest Að sögn Sigmars gat stjórnarandstaðan ekki ætlast til þess að frumvarpið sem færi í gegn væri frá henni komið. „Það er ekki þannig að uppleggið geti verið þannig af hálfu stjórnarandstöðunnar að eina leiðin í þessu máli sé að það sé lagt fram mál frá stjórnarandstöðunni í staðinn fyrir stjórnarmálið. Þessi umræða er komin í svo miklar ógöngur. Það hafa svo alvarlegir hlutir gerst.“ Jafnframt sagði hann Sjálfstæðisflokkinn hafa gagnrýnt Miðflokkinn harðlega árið 2019, þegar Orkupakki 3 var ræddur á Alþingi. „Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýndi manna mest málþóf Miðflokksins á sínum tíma í þriðja orkupakkanum. Og benti þá ítrekað á að þetta væri einsdæmi í löndunum í kringum okkur að það væri hægt að beita málþófi til þess að koma í veg fyrir að mál færu í atkvæðagreiðslu,“ sagði Sigmar. „Það er lýðræðislegt að meirihlutinn á endanum, ber ábyrgð á sínum málum. Það er ekki minnihlutans að geta krafist þess að málum sé breytt þannig að hann verði að vera á græna takkanum.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram í Kvöldfréttum Sýnar, þar sem Guðrún og Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, ræddu þá ákvörðun að beita 71. grein þingskaparlaga og knýja fram atkvæðagreiðslu í Veiðigjaldfrumvarpinu, sem hefur nú verið rætt á Alþingi lengur en öll önnur mál. „Ég held að alvarlega fordæmið sem liggi fyrir okkur í þessu máli sé að það hafi verið fluttar um 3500 ræður í 160 klukkutíma. Hér hafa einstaka ræðumenn talað í næstum því 200 sinnum í þessu máli, og samt er verið að tala um að það sé verið að taka málfrelsi af þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Ég held að það sé nauðsynlegt að við komum okkur aðeins niður á jörðina með þetta,“ sagði Sigmar. „Þessi óbilgjarna krafa stjórnarandstöðunnar að þinglok séu á hennar forsendum, en ekki lýðræðislega kjörnum meirihluta þingsins, það er hin vonda fordæmi sem við tökum út úr þessum dögum.“ „Skömm þeirra er mikil“ Guðrún sagði það segja meira um Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra en nokkuð annað að hún sé fyrsti forsætisráðherrann í 66 ár sem ekki hafi tekist að semja um þinglok. „Þetta var engin venjuleg ákvörðun. Þetta var pólitísk stefnubreyting sem mun marka djúp spor í þingsögu þjóðarinnar.“ Skilur þú ekki þessa ákvörðun? Hvenær átti þetta að enda? „Ég get bara sagt það, og ég hef sagt það mjög oft: Þetta mál kom alltof seint til þingsins, það var illa unnið, það voru rangar forsendur í því, það var ekkert mat gert á áhrifum til dæmis fyrir sveitarfélögin, og vinnan í nefndinni gekk illa. Okkar nefndarmenn í minnihluta óskuðu ítrekað eftir því að fá umsagnaraðila til nefndarinnar, en það var ekki á neitt hlustað,“ sagði Guðrún. „Þegar svona umræða má ekki eiga sér stað um svona mál í nefnd, þá óhjákvæmilega færist sú umræða yfir í þingsal. Það var það sem gerðist og það er á ábyrgð ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur.“ Þessi ríkisstjórn var búin að segja: „Það er komið gott. Við munum ekki breyta. Við ætlum að samþykkja þetta frumvarp eins og það er.“ Er þá ekki bara kominn tími til að pakka og átta sig á því að meirihlutinn ræður? „Og vaða yfir minnihlutann með því að þagga niður í honum? Þetta er eins ólýðræðislegt í lýðræðisríki og hægt er að vera. Skömm þeirra er mikil, það mun sagan sýna.“ Frumvarpið „drasl“ Sigmar sagði stjórnarandstöðuna hafa hagað sér með andlýðræðislegum hætti. Hún hafi tekið þingið í gíslingu. Þá hafi verið erfitt að semja við minnihlutann um þinglok. „Á ekkert er hlustað og á einhverjum tímapunkti verður forseti þingsins að gæta að því að það er þingræði, það er lýðræðislega kjörinn meirihluti við stjórn. Þetta áttu ekki að vera viðræður eins og verið væri að mynda ríkisstjórn, en það var uppleggið af ykkar hálfu.“ Guðrún svaraði um hæl og kallaði veiðigjaldafrumvarpið „drasl“. „Þú þekkir það manna best Sigmar Guðmundsson að það eru alltaf þinglokasamningar. Þá er verið að leita málamiðlana til þess að leggja ýmis mál í jörð, en einnig að lagfæra mál. Það liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl,“ sagði Guðrún. „Ég held að það sé alveg fyrirséð, og ég spái því að á morgun muni meirihlutinn leggja fram breytingartillögu við þetta frumvarp vegna þess að þau vita það öll innst inni að þetta er meingallað frumvarp sem mun valda alvarlegum skaða á atvinnulífi Íslendinga.“ Sjálfstæðisflokkurinn hafi áður gagnrýnt málþófið mest Að sögn Sigmars gat stjórnarandstaðan ekki ætlast til þess að frumvarpið sem færi í gegn væri frá henni komið. „Það er ekki þannig að uppleggið geti verið þannig af hálfu stjórnarandstöðunnar að eina leiðin í þessu máli sé að það sé lagt fram mál frá stjórnarandstöðunni í staðinn fyrir stjórnarmálið. Þessi umræða er komin í svo miklar ógöngur. Það hafa svo alvarlegir hlutir gerst.“ Jafnframt sagði hann Sjálfstæðisflokkinn hafa gagnrýnt Miðflokkinn harðlega árið 2019, þegar Orkupakki 3 var ræddur á Alþingi. „Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýndi manna mest málþóf Miðflokksins á sínum tíma í þriðja orkupakkanum. Og benti þá ítrekað á að þetta væri einsdæmi í löndunum í kringum okkur að það væri hægt að beita málþófi til þess að koma í veg fyrir að mál færu í atkvæðagreiðslu,“ sagði Sigmar. „Það er lýðræðislegt að meirihlutinn á endanum, ber ábyrgð á sínum málum. Það er ekki minnihlutans að geta krafist þess að málum sé breytt þannig að hann verði að vera á græna takkanum.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira