Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. júlí 2025 09:56 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kallaði Kristrúnu Frostadóttir forsætisráðherra nafni Bandaríkjaforseta, Trump, í ræðustól á Alþingi í gær. Mikið hefur gengið á þinginu undanfarna daga eftir að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskapalaga og lauk þar með annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. Þriðja umræða heldur áfram á þingfundi í dag en tókst í gær að semja um þinglok þann 14. júlí. Margir þingmenn tóku til máls undir liðnum fundarstjórn forseta í gær og ræddu meðal annars samningaviðræður og minnisblað sem starfsmenn Flokks fólksins óskuðu eftir. Sjá nánar: Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Sigmundur Davíð tók einnig til máls undir liðnum fundarstjórn forseta seinnipart gærdagsins. „Allt er þetta orðið hin mesta furða og verður sífellt fuðrulegri með hverjum deginum og raunar hverri klukkustundinni. Hæstvirtur forsætisráðherra tókst ekki að ljúka þingstörfum, tókst ekki að semja um þinglok líkt og forverar hennar hafa gert áratugum saman. Beitti því sem að stundum er kallað kjarnorkuákvæðinu til að binda enda á þingstörfin en það dugði ekki til,“ sagði hann. Þá líkti hann Kristrúnu saman við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem náði á dögunum „stóra og fallega“ frumvarpi sínu í gegnum bandaríska þingið. Sjá nánar: Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum „Hæstvirtur forsætisráðherra, Kristrúnu Frostadóttur, Trump okkar Íslendinga, tekst ekki enn að ljúka þingstörfum. Þó verð ég að gæta sanngirni gagnvart Bandaríkjaforseta. Hann er nýbúinn að koma í gegn stærsta frumvarpinu sínu en gerði það eftir marga sólarhringa af samtölum við þingmenn til að reyna að miðla málum og semja um framgang málsins. Því er ekki að fara fyrir hæstvirtum forsætsráðherra Íslands,“ sagði Sigmundur Davíð. Líkt og sjá má á myndskeiðinu var Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttir, varaforseti Alþingis, brugðið er Sigmundur lét samlíkinguna falla. Alþingi Donald Trump Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Mikið hefur gengið á þinginu undanfarna daga eftir að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskapalaga og lauk þar með annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. Þriðja umræða heldur áfram á þingfundi í dag en tókst í gær að semja um þinglok þann 14. júlí. Margir þingmenn tóku til máls undir liðnum fundarstjórn forseta í gær og ræddu meðal annars samningaviðræður og minnisblað sem starfsmenn Flokks fólksins óskuðu eftir. Sjá nánar: Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Sigmundur Davíð tók einnig til máls undir liðnum fundarstjórn forseta seinnipart gærdagsins. „Allt er þetta orðið hin mesta furða og verður sífellt fuðrulegri með hverjum deginum og raunar hverri klukkustundinni. Hæstvirtur forsætisráðherra tókst ekki að ljúka þingstörfum, tókst ekki að semja um þinglok líkt og forverar hennar hafa gert áratugum saman. Beitti því sem að stundum er kallað kjarnorkuákvæðinu til að binda enda á þingstörfin en það dugði ekki til,“ sagði hann. Þá líkti hann Kristrúnu saman við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem náði á dögunum „stóra og fallega“ frumvarpi sínu í gegnum bandaríska þingið. Sjá nánar: Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum „Hæstvirtur forsætisráðherra, Kristrúnu Frostadóttur, Trump okkar Íslendinga, tekst ekki enn að ljúka þingstörfum. Þó verð ég að gæta sanngirni gagnvart Bandaríkjaforseta. Hann er nýbúinn að koma í gegn stærsta frumvarpinu sínu en gerði það eftir marga sólarhringa af samtölum við þingmenn til að reyna að miðla málum og semja um framgang málsins. Því er ekki að fara fyrir hæstvirtum forsætsráðherra Íslands,“ sagði Sigmundur Davíð. Líkt og sjá má á myndskeiðinu var Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttir, varaforseti Alþingis, brugðið er Sigmundur lét samlíkinguna falla.
Alþingi Donald Trump Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira