Innlent

Ursula von der Leyen kemur til Ís­lands

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Ursual von der Leyen er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Ursual von der Leyen er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. EPA

Urusula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, dvelur á Íslandi dagana 16. til 18. júlí. Á meðan dvölinni stendur mun hún funda með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra.

Samkvæmt tilkynningu forsætisráðuneytisins var efnt til heimsóknarinnar í kjölfar fundar Kristrúnu með von der Leyen í Brussel í apríl.

Tilgangur heimsóknar framkvæmdastjórans er til að ræða stöðu alþjóðamála, öryggis- og varnarmála, viðskiptamála, almannavarna og loftslagsmála.  Ráðherrarnir munu funda með framkvæmdastjóranum á öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli. Þá mun von der Leyen leggja leið sína til Grindavíkur þar sem hún mun skoða varnargarðana í Svartsengi. Á dagskránni er einnig heimsókn á Þingvelli. 

„Þessi vinnuheimsókn er til marks um aukið samstarf Íslands og Evrópusambandsins á vettvangi öryggismála og er liður í stefnu ríkisstjórnarinnar um að skerpa sýn helstu bandamanna okkar á viðvarandi öryggisáskoranir á norðurslóðum og í Norður-Atlantshafi,“ er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×