Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 14. júlí 2025 11:01 Það er með ólíkindum að á tuttugustu og fyrstu öldinni, þegar Ísland ber sig saman við vill að minnsta kosti í orði kveðnu líkjast nágrannaþjóðum sínum á hinum Norðurlöndunum, skuli stjórnvöld skuli ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, leggja í vegferð grundvallaða á jafn slælegum og ábyrgðarlausum vinnubrögðum og raun ber vitni í frumvarpi sínu um hækkun veiðigjalda. Vinnubrögð sem þekkjast hvergi á hinum Norðurlöndunum. Hér er ekki aðeins um að ræða gáleysi, heldur hreinlega ásetning og meðvitað fúsk sem stenst engin lágmarksviðmið um vandaða stjórnsýslu og lýðræðislega stjórnarhætti. Breytir engu þar um þó meirihluti Alþingis greiði atkvæði með frumvarpinu og bendi á skoðanakannanir sem lýsa yfir stuðningi við frumvarpið, máli sínu til stuðnings. Fúskið minnkar ekkert við það. Meirihlutinn getur þó fagnað því að vera handhafi Norðurlandamets í stjórnsýslulegu klúðri og fúski. Það er staðreynd að samkvæmt að minnsta kosti tveimur hæstaréttardómum að veiðigjald er skattur samkvæmt stjórnarskrá. Slíkar álögur eiga því að byggja á málefnalegum grunni, með skýrri og gegnsærri lagastoð og taka mið af áhrifum á sjávarútveginn og aðrar tengdar atvinnugreinar , samfélög og ríkissjóð. Það er ekki aðeins skynsamlegt, heldur einnig lágmarkskrafa í lýðræðisríki að slíkum skattbreytingum fylgi víðtækt og óháð áhrifamat. Á hinum Norðurlöndunum og öðrum sæmilega siðuðum samfélögum, er þetta sjálfsögð krafa – þar eru lagafrumvörp er varða skatta, hvort sem það er til hækkunnar eða lækkunnar þeirra, ekki lögð fram nema að undangengnu ítarlegu mati á áhrifum á atvinnulíf, byggðir, opinbera fjárhag og samfélagið í heild.Á Íslandi virðist hins vegar duga að taka eitt einstakt rekstrarár í sjávarútvegi, glápa á EBITA-tölur þess árs og fullyrða að svigrúm sé fyrir verulega hækkun skatta. Engin tilraun er gerð til að skoða sveiflur í afkomu greinarinnar, ólíka stöðu einstakra fyrirtækja eða hugsanleg langtímaáhrif á byggðarlög sem eru háð sjávarútvegi. Sveitarfélög, sem búa við brotthvarf atvinnustarfsemi, eru afgreidd með því einu að þau greiði ekki veiðigjald – eins og það hafi engin áhrif á þau þó atvinnulífið í heimabyggð sé lagt í rúst eða það verði fyrir alvarlegum áföllum.Þetta er ekki bara léleg stjórnsýsla. Þetta er ábyrgðarleysi og aðför gagnvart landsbyggðinni, atvinnulífinu og framtíð þjóðarbúsins. Það er ekki hægt að kalla þetta annað en fúsk. Í stað þess að horfa til þess sem best gerist á Norðurlöndum, virðast íslensk stjórnvöld einsetja sér það með galopin augu og viðvörunarljós blikkandi við hvert fótmál, að setja heila atvinnugrein og hliðargreinar hennar í algert uppnám með ófyrirséðum afleiðingum. Það á ekki að þurfa að krefja stjórnvöld um ábyrgð og vandaða stjórnsýsluhætti og vinnubrögð. Alþingi á auðvitað ekki að samþykkja skattahækkunarfrumvörp sem byggja á svona veikum grunni. Það er skylda stjórnvalda að leggja fram áhrifamat, ræða málin af ábyrgð og taka ákvarðanir á grundvelli staðreynda – ekki tilfinninga, pólitísks þrýstings eða popúlískra skammtímasjónarmiða.Innilegar hamingjuóskir með Norðurlandametið kæri stjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þið lögðuð allt undir nema eðlilega stjórnsýsluhætti og eðlilega málsmeðferð í vegferð ykkar að þessu undraverða meti. Mér er þó til efs að metið standi lengi. Enda eruð þið rétt að byrja og eigið nóg inni. Vonandi smakkast kampavínið á Parliament vel. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að á tuttugustu og fyrstu öldinni, þegar Ísland ber sig saman við vill að minnsta kosti í orði kveðnu líkjast nágrannaþjóðum sínum á hinum Norðurlöndunum, skuli stjórnvöld skuli ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, leggja í vegferð grundvallaða á jafn slælegum og ábyrgðarlausum vinnubrögðum og raun ber vitni í frumvarpi sínu um hækkun veiðigjalda. Vinnubrögð sem þekkjast hvergi á hinum Norðurlöndunum. Hér er ekki aðeins um að ræða gáleysi, heldur hreinlega ásetning og meðvitað fúsk sem stenst engin lágmarksviðmið um vandaða stjórnsýslu og lýðræðislega stjórnarhætti. Breytir engu þar um þó meirihluti Alþingis greiði atkvæði með frumvarpinu og bendi á skoðanakannanir sem lýsa yfir stuðningi við frumvarpið, máli sínu til stuðnings. Fúskið minnkar ekkert við það. Meirihlutinn getur þó fagnað því að vera handhafi Norðurlandamets í stjórnsýslulegu klúðri og fúski. Það er staðreynd að samkvæmt að minnsta kosti tveimur hæstaréttardómum að veiðigjald er skattur samkvæmt stjórnarskrá. Slíkar álögur eiga því að byggja á málefnalegum grunni, með skýrri og gegnsærri lagastoð og taka mið af áhrifum á sjávarútveginn og aðrar tengdar atvinnugreinar , samfélög og ríkissjóð. Það er ekki aðeins skynsamlegt, heldur einnig lágmarkskrafa í lýðræðisríki að slíkum skattbreytingum fylgi víðtækt og óháð áhrifamat. Á hinum Norðurlöndunum og öðrum sæmilega siðuðum samfélögum, er þetta sjálfsögð krafa – þar eru lagafrumvörp er varða skatta, hvort sem það er til hækkunnar eða lækkunnar þeirra, ekki lögð fram nema að undangengnu ítarlegu mati á áhrifum á atvinnulíf, byggðir, opinbera fjárhag og samfélagið í heild.Á Íslandi virðist hins vegar duga að taka eitt einstakt rekstrarár í sjávarútvegi, glápa á EBITA-tölur þess árs og fullyrða að svigrúm sé fyrir verulega hækkun skatta. Engin tilraun er gerð til að skoða sveiflur í afkomu greinarinnar, ólíka stöðu einstakra fyrirtækja eða hugsanleg langtímaáhrif á byggðarlög sem eru háð sjávarútvegi. Sveitarfélög, sem búa við brotthvarf atvinnustarfsemi, eru afgreidd með því einu að þau greiði ekki veiðigjald – eins og það hafi engin áhrif á þau þó atvinnulífið í heimabyggð sé lagt í rúst eða það verði fyrir alvarlegum áföllum.Þetta er ekki bara léleg stjórnsýsla. Þetta er ábyrgðarleysi og aðför gagnvart landsbyggðinni, atvinnulífinu og framtíð þjóðarbúsins. Það er ekki hægt að kalla þetta annað en fúsk. Í stað þess að horfa til þess sem best gerist á Norðurlöndum, virðast íslensk stjórnvöld einsetja sér það með galopin augu og viðvörunarljós blikkandi við hvert fótmál, að setja heila atvinnugrein og hliðargreinar hennar í algert uppnám með ófyrirséðum afleiðingum. Það á ekki að þurfa að krefja stjórnvöld um ábyrgð og vandaða stjórnsýsluhætti og vinnubrögð. Alþingi á auðvitað ekki að samþykkja skattahækkunarfrumvörp sem byggja á svona veikum grunni. Það er skylda stjórnvalda að leggja fram áhrifamat, ræða málin af ábyrgð og taka ákvarðanir á grundvelli staðreynda – ekki tilfinninga, pólitísks þrýstings eða popúlískra skammtímasjónarmiða.Innilegar hamingjuóskir með Norðurlandametið kæri stjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þið lögðuð allt undir nema eðlilega stjórnsýsluhætti og eðlilega málsmeðferð í vegferð ykkar að þessu undraverða meti. Mér er þó til efs að metið standi lengi. Enda eruð þið rétt að byrja og eigið nóg inni. Vonandi smakkast kampavínið á Parliament vel. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar