Körfubolti

Sjö körfuboltamenn að fá ís­lenskan ríkis­borgara­rétt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Matasovic er að verða Íslendingur en hann hefur spilað með Njarðvík frá 2018. 
Mario Matasovic er að verða Íslendingur en hann hefur spilað með Njarðvík frá 2018.  Vísir/Hulda Margrét

Allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að fjöldi íþróttamanna fái íslenskan ríkisborgararétt og margir körfuboltamenn sem spilað hafa lengi hér á landi eru nú væntanlega að fá íslenskt vegabréf.

Það eru breytingar á útlendingareglum í körfuboltanum næsta vetur og þriggja ára reglan gildir ekki lengur.

Margir þeirra sem voru á þriggja ára reglunni vilja nú verða fullgildir Íslendingar og verða það eftir að þessi lög um veitingu ríkisborgararéttar verða samþykkt. 

Allsherjar- og menntamálanefnd bárust 248 umsóknir um ríkisborgararétt á vorþingi 156. löggjafarþings. 

Alls eru það sjö körfuboltamenn sem nefndin leggur til að fái íslenskan ríkisborgararétt og einn handboltamaður.

Njarðvík og Höttur eru bæði þarna að eignast tvo nýja Íslendinga en leikmenn frá Álftanesi, Tindastól og Keflavík eru líka á lista yfir þá sem eiga að fá íslenskt vegabréf.

Hér fyrir neðan er listinn sem er tekin upp úr á frumvarpinu:

Cedrick Taylor Bowen, leikmaður Álftaness í Bónus deild karla í körfubolta í vetur.

David Guardia Ramos, leikmaður Hattar í Bónus deild karla í körfubolta í vetur.

Davis Geks, leikmaður Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta í vetur.

Isaiah Paul Coddon, leikmaður Njarðvíkur í Bónus deild karla í körfubolta í vetur.

Jaka Brodnik, leikmaður Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta í vetur.

Mario Matasovic, leikmaður Njarðvíkur í Bónus deild karla í körfubolta í vetur.

Nemanja Knezevic, leikmaður Hattar í Bónus deild karla í körfubolta í vetur.

Ihor Kopyshynskyi, leikmaður Aftureldingar í Olís deild karla í handbolta í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×