Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2025 06:59 Trump virðist vera kominn aftur í lið með Evrópu... í bili að minnsta kosti. Hér eru hann og Selenskí með Emmanuel Macron og Keir Starmer þegar útför páfa fór fram í apríl síðastliðnum. Getty/Forsetaskrifstofa Úkraínu Stjórnvöld í Úkraínu fagna mjög ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að selja Úkraínumönnum vopn í gegnum Atlantshafsbandalagsríkin, sem munu greiða fyrir og senda vopnin gegn því að fá nýjar birgðir frá Bandaríkjunum. „Ég er þakklátur Trump fyrir vilja hans til að styðja við okkur í að vernda þjóð okkar,“ sagði Vólódímír Selenskí í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi. Forsetinn sagðist hafa átt góðar viðræður við Keith Kellogg, sendifulltrúa Bandaríkjanna í Úkraínu, og þá hefði hann rætt við bæði Trump og Mark Rutte, framkvæmdastjóra Nató. Viðbrögð við hótun Trump gagnvart Rússum; að gefa þeim 50 daga til að láta af stríðsrekstrinum ellegar sæta refsiaðgerðum, hafa hins vegar verið lágstemmdari. Rússar virðast sjálfir hafa takmarkaðar áhyggjur en Konstantin Kosachev, áhrifamikill rússneskur þingmaður, sagði til að mynda á Telegram að afarkostir Trump væru ekkert annað en „heitt loft“. „Margt getur gerst á 50 dögum; á vígvellinum og í huga þeirra sem eru við völd, bæði í Bandaríkjunum og í Nató,“ sagði hann. Þá benti Yuri Podolyaka, vinsæll hernaðarbloggari, á að Trump ætti það til að sveiflast fram og til baka og skipta um skoðun. Ef marka má orð Trump síðustu daga virðist hann hins vegar orðinn vel meðvitaður um það að Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir eitt og gerir annað. „Ég kem heim og segi við forsetafrúna: Veistu, ég talaði við Vladimír í dag. Við áttum dásamlegt samtal,“ sagði Trump í gær. „Og hún segir: Ó, er það? Það var verið að gera árás á aðra borg.“ Rússland Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Donald Trump Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
„Ég er þakklátur Trump fyrir vilja hans til að styðja við okkur í að vernda þjóð okkar,“ sagði Vólódímír Selenskí í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi. Forsetinn sagðist hafa átt góðar viðræður við Keith Kellogg, sendifulltrúa Bandaríkjanna í Úkraínu, og þá hefði hann rætt við bæði Trump og Mark Rutte, framkvæmdastjóra Nató. Viðbrögð við hótun Trump gagnvart Rússum; að gefa þeim 50 daga til að láta af stríðsrekstrinum ellegar sæta refsiaðgerðum, hafa hins vegar verið lágstemmdari. Rússar virðast sjálfir hafa takmarkaðar áhyggjur en Konstantin Kosachev, áhrifamikill rússneskur þingmaður, sagði til að mynda á Telegram að afarkostir Trump væru ekkert annað en „heitt loft“. „Margt getur gerst á 50 dögum; á vígvellinum og í huga þeirra sem eru við völd, bæði í Bandaríkjunum og í Nató,“ sagði hann. Þá benti Yuri Podolyaka, vinsæll hernaðarbloggari, á að Trump ætti það til að sveiflast fram og til baka og skipta um skoðun. Ef marka má orð Trump síðustu daga virðist hann hins vegar orðinn vel meðvitaður um það að Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir eitt og gerir annað. „Ég kem heim og segi við forsetafrúna: Veistu, ég talaði við Vladimír í dag. Við áttum dásamlegt samtal,“ sagði Trump í gær. „Og hún segir: Ó, er það? Það var verið að gera árás á aðra borg.“
Rússland Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Donald Trump Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira