Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Lovísa Arnardóttir skrifar 15. júlí 2025 12:44 Málið varðar atvik sem áttu sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í apríl á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Litáískur karlmaður, hefur verið sýknaður af ákæru um líkamsárás sem varð öðrum manni að bana í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Fréttastofa RÚV greinir frá því. Manninum var gefið að sök að hafa beitt Viktoras Buchovskis margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Maðurinn var sagður hafa slegið Viktoras tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Fyrir vikið hafi Viktoras hlotið margþætta áverka, en hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Buchovskis var með mikla áverka á heila og taldi réttarmeinafræðingur, sem bar vitni við aðalmeðferð, að það væri ólíklegt að hann hafi lifað lengi eftir að hafa hlotið þá áverka. Eflaust hafi hann látist skömmu eftir að hann fékk þá. Buchovskis fannst uppi í rúmi í bústaðnum. Réttarmeinafræðingurinn taldi ólíklegt að hann hafi komið sér þangað sjálfur eftir að hafa fengið heilaáverkann. Sakborningurinn neitaði ávallt sök, en viðurkenndi að hafa löðrungað Viktorias, hinn látna, einu sinni eða tvívegis þennan sama morgun. Við það hafi Viktorias fallið til jarðar. Réttarmeinafræðingur taldi ólíklegt að hann hefði hlotið þá áverka sem sem hann var með vegna tveggja löðrunga og falls til jarðar. Í frétt RÚV um málið kemur fram að sakborningurinn hafi hlotið tveggja mánaða dóm fyrir að löðrunga manninn. Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sagðist ekki hafa orðið var við átök: „Ég var eins og pabbi þeirra“ „Ég er fullorðinn maður. Ég var eins og pabbi þeirra. Ef ég hefði séð eitthvað hefði ég ekki leyft því að gerast,“ sagði karlmaður á sextugsaldri í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni og vísaði þar til mögulegra átaka sakbornings og fórnarlambs í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Umræddur maður bjó með hinum tveimur í sumarhúsi og starfaði jafnframt með þeim. Þeir eru allir frá Litáen. 31. maí 2025 21:10 „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Maður sem lést í sumarhúsi Kiðjabergi í apríl í fyrra og maður sem er grunaður um að ráðast á hann og valda þar með dauða hans höfðu þekkt hvorn annan lengi lengi og samband þeirra var gott. Þetta sagði Gedirninas Saulys, 34 ára gamall litáískur karlmaður í aðalmeðferð í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Hann er grunaður um árás sem varð hinum manninum að bana. 28. maí 2025 17:47 Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Það er mat Landsréttar að það hefði verið hætt við því að Héraðssaksóknari þyrfti að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur hefði hann lagt fram nákvæmari ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Landsréttur vísaði málinu aftur í hérað. 13. febrúar 2025 10:30 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Fréttastofa RÚV greinir frá því. Manninum var gefið að sök að hafa beitt Viktoras Buchovskis margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Maðurinn var sagður hafa slegið Viktoras tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Fyrir vikið hafi Viktoras hlotið margþætta áverka, en hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Buchovskis var með mikla áverka á heila og taldi réttarmeinafræðingur, sem bar vitni við aðalmeðferð, að það væri ólíklegt að hann hafi lifað lengi eftir að hafa hlotið þá áverka. Eflaust hafi hann látist skömmu eftir að hann fékk þá. Buchovskis fannst uppi í rúmi í bústaðnum. Réttarmeinafræðingurinn taldi ólíklegt að hann hafi komið sér þangað sjálfur eftir að hafa fengið heilaáverkann. Sakborningurinn neitaði ávallt sök, en viðurkenndi að hafa löðrungað Viktorias, hinn látna, einu sinni eða tvívegis þennan sama morgun. Við það hafi Viktorias fallið til jarðar. Réttarmeinafræðingur taldi ólíklegt að hann hefði hlotið þá áverka sem sem hann var með vegna tveggja löðrunga og falls til jarðar. Í frétt RÚV um málið kemur fram að sakborningurinn hafi hlotið tveggja mánaða dóm fyrir að löðrunga manninn.
Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sagðist ekki hafa orðið var við átök: „Ég var eins og pabbi þeirra“ „Ég er fullorðinn maður. Ég var eins og pabbi þeirra. Ef ég hefði séð eitthvað hefði ég ekki leyft því að gerast,“ sagði karlmaður á sextugsaldri í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni og vísaði þar til mögulegra átaka sakbornings og fórnarlambs í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Umræddur maður bjó með hinum tveimur í sumarhúsi og starfaði jafnframt með þeim. Þeir eru allir frá Litáen. 31. maí 2025 21:10 „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Maður sem lést í sumarhúsi Kiðjabergi í apríl í fyrra og maður sem er grunaður um að ráðast á hann og valda þar með dauða hans höfðu þekkt hvorn annan lengi lengi og samband þeirra var gott. Þetta sagði Gedirninas Saulys, 34 ára gamall litáískur karlmaður í aðalmeðferð í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Hann er grunaður um árás sem varð hinum manninum að bana. 28. maí 2025 17:47 Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Það er mat Landsréttar að það hefði verið hætt við því að Héraðssaksóknari þyrfti að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur hefði hann lagt fram nákvæmari ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Landsréttur vísaði málinu aftur í hérað. 13. febrúar 2025 10:30 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Sagðist ekki hafa orðið var við átök: „Ég var eins og pabbi þeirra“ „Ég er fullorðinn maður. Ég var eins og pabbi þeirra. Ef ég hefði séð eitthvað hefði ég ekki leyft því að gerast,“ sagði karlmaður á sextugsaldri í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni og vísaði þar til mögulegra átaka sakbornings og fórnarlambs í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Umræddur maður bjó með hinum tveimur í sumarhúsi og starfaði jafnframt með þeim. Þeir eru allir frá Litáen. 31. maí 2025 21:10
„Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Maður sem lést í sumarhúsi Kiðjabergi í apríl í fyrra og maður sem er grunaður um að ráðast á hann og valda þar með dauða hans höfðu þekkt hvorn annan lengi lengi og samband þeirra var gott. Þetta sagði Gedirninas Saulys, 34 ára gamall litáískur karlmaður í aðalmeðferð í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Hann er grunaður um árás sem varð hinum manninum að bana. 28. maí 2025 17:47
Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Það er mat Landsréttar að það hefði verið hætt við því að Héraðssaksóknari þyrfti að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur hefði hann lagt fram nákvæmari ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Landsréttur vísaði málinu aftur í hérað. 13. febrúar 2025 10:30