Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Agnar Már Másson skrifar 15. júlí 2025 18:46 Samkaup reka Nettó en fjárfestingafélagið Skel rekur Orkuna og á þriðjungsjungshlut í lágvöruversluninni Prís. Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Orkunnar og Samkaupa. Í maí 2024 greindu Samkaup frá því í tilkynningu að viðræður væru hafnar um mögulegan samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar. Samkaup og Heimkaup sameinuðust í maí. Skilyrði vegna kaupanna voru að Samkeppniseftirlitið (SKE) samþykkti að í viðskiptunum fælist ekki samruni sem beri að ógilda eða setja skilyrði fyrir samkvæmt 17. grein samkeppnislaga. Í tilkynningu sem fjárfestingafélagið Skel, sem á Orkuna, sendi út í dag segir að SKE hafi lokið rannsókn en það hafi litið til upplýsinga í samrunaskrá, fyrirliggjandi gagna, fyrri rannsókna, auk þess sem sjónarmiða hafi verið aflað hjá markaðsaðilum, neytendum og öðrum hagaðilum í umsagnarferli. Að mati Samkeppniseftirlitsins benda gögn og upplýsingar málsins ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist, eða samkeppni sé að öðru leyti raskað með umtalsverðum hætti, segir í tilkynningu Skeljar. SKE telji því ekki tilefni til frekari rannsóknar eða íhlutunar vegna samrunans og er honum lokið á fyrsta fasa. „Nú eru öll skilyrði kaupsamninga Orkunnar við hluthafa Samkaupa uppfyllt og ráðgert er að uppgjör viðskipta fari fram föstudaginn 18. júlí,“ segir í tilkynningunni. Í júlí var tuttugu og tveimur sagt upp á skrifstofu Samkaupa í hagræðingarskyni en árið 2024 nam tap Samkaupa 900 milljónum króna saman borið við 267 milljóna króna hagnað árið 2023. Samkaup reka rúmlega 60 verslanir víðs vegar um landið undir vörumerkjunum Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland. Og sem fyrr segir heyra Heimkaup undir Samkaup. Orkan starfrækir 72 orkustöðvar, 10 þvottastöðvar undir merkjum Löðurs, 6 hraðhleðslustöðvar, 2 vetnisstöðvar og 1 metanstöð. Þá á félagið 32 fasteignir og lóðir víðs vegar um landið, auk annarra eigna. Skel fjárfestingafélag Bensín og olía Matvöruverslun Samkeppnismál Verslun Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira
Í maí 2024 greindu Samkaup frá því í tilkynningu að viðræður væru hafnar um mögulegan samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar. Samkaup og Heimkaup sameinuðust í maí. Skilyrði vegna kaupanna voru að Samkeppniseftirlitið (SKE) samþykkti að í viðskiptunum fælist ekki samruni sem beri að ógilda eða setja skilyrði fyrir samkvæmt 17. grein samkeppnislaga. Í tilkynningu sem fjárfestingafélagið Skel, sem á Orkuna, sendi út í dag segir að SKE hafi lokið rannsókn en það hafi litið til upplýsinga í samrunaskrá, fyrirliggjandi gagna, fyrri rannsókna, auk þess sem sjónarmiða hafi verið aflað hjá markaðsaðilum, neytendum og öðrum hagaðilum í umsagnarferli. Að mati Samkeppniseftirlitsins benda gögn og upplýsingar málsins ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist, eða samkeppni sé að öðru leyti raskað með umtalsverðum hætti, segir í tilkynningu Skeljar. SKE telji því ekki tilefni til frekari rannsóknar eða íhlutunar vegna samrunans og er honum lokið á fyrsta fasa. „Nú eru öll skilyrði kaupsamninga Orkunnar við hluthafa Samkaupa uppfyllt og ráðgert er að uppgjör viðskipta fari fram föstudaginn 18. júlí,“ segir í tilkynningunni. Í júlí var tuttugu og tveimur sagt upp á skrifstofu Samkaupa í hagræðingarskyni en árið 2024 nam tap Samkaupa 900 milljónum króna saman borið við 267 milljóna króna hagnað árið 2023. Samkaup reka rúmlega 60 verslanir víðs vegar um landið undir vörumerkjunum Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland. Og sem fyrr segir heyra Heimkaup undir Samkaup. Orkan starfrækir 72 orkustöðvar, 10 þvottastöðvar undir merkjum Löðurs, 6 hraðhleðslustöðvar, 2 vetnisstöðvar og 1 metanstöð. Þá á félagið 32 fasteignir og lóðir víðs vegar um landið, auk annarra eigna.
Skel fjárfestingafélag Bensín og olía Matvöruverslun Samkeppnismál Verslun Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira