Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2025 08:30 Alisha Lehmann fagnar sætinu í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Getty/Alexander Hassenstein Svissneska kvennalandsliðið í fótbolta er í fyrsta sinn komið í átta liða úrslit á Evrópumótinu og fótboltaæði hefur gripið svissnesku þjóðina. Það er því svolítið undarlegt að vinsælasti leikmaður liðsins fái lítið sem ekkert að spila á þessu Evrópumóti. Hér erum við að tala um hina 26 ára gömlu Alishu Lehmann sem fær ávalt mestu athyglina í liðinu hvort sem hún spilar eða ekki. Lehmann hefur aðeins komið við sögu í einum leik á EM í Sviss og spilaði þá bara í níu mínútur. Hún kom inn á völlinn á 81. mínútu í lokaleiknum í riðlakeppninni á móti Finnum þegar Sviss var einu marki undir og leið úr keppninni. Riola Xhemaili tryggði Sviss jafntefli og sæti í átta liða úrslitum með jöfnunarmarki á annarri mínútu í uppbótatíma. Alisha Lehmann með stuðningsfólki svissneska landsliðsins eftir leik.Getty/James Gill Lehmann er með milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og er stærsta stjarna liðsins þó að það sjáist ekki inn á fótboltavellinum. Öryggisvörðurinn fylgir henni eftir Vinsældir hennar eru slíkar að öryggisvörður svissneska liðsins þarf að passa mest upp á hana eftir leiki þegar leikmenn hitta svissnesku stuðningsmennina. Ein af þeim sem eyðir líka mestum tíma með stuðningsfólkinu er einmitt umrædd Alisha Lehmann. @Sportbladet Bæði í leikjum liðsins í Basel og Genf hefur jakkaklæddur maður fylgt henni eftir um völlinn. Þegar Lehmann tekur myndir af sér með stuðningsfólkinu og gefur eiginhandaráritanir þá er hann aldrei langt undan. Við og við þarf hann að skipta sér af of æstum eða ágengum stuðningsmönnum. Blaðamaður Aftonbladet tók eftir þessu og spurði fjölmiðlafulltrúa svissneska liðsins út í þetta. „Við pössum alltaf upp á það að öryggi allra leikmanna á leikvanginum sé tryggt. Þetta eru kröfur frá UEFA um það og yfirmaður öryggismála okkar er líka alltaf á svæðinu. Hann er alltaf til staðar þegar leikmenn fara til stuðningsmanna og vegna þess hversu Alisha Lehmann er vinsæl þá þarf hann stundum að fylgja henni meira eftir en öðrum,“ sagði fjölmiðlafulltrúinn Sven Micossé. Í sérflokki í vinsældum Lehmann spilar með Juventus á Ítalíu. Hún er með tólf milljón fylgjendur á TikTok og sautján milljón fylgjendur á Instagram. Hún er sérflokki þegar kemur að vinsældum knattspyrnukvenna á samfélagsmiðlum. Pia Sundhage, þjálfari svissneska liðsins, hefur ekki notað hana mikið í leikjum en mótshaldarar og svissneska knattspyrnusambandið nýta aftur á móti frægð Lehman til kynna Evrópumótið og svissneska landsliðið. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Sundhage hrósar Lehman fyrir að vera góða fyrirmynd og segir að hún eigi þátt í að stækka kvennafótboltann í Sviss. Allir mega segja það sem þeir vilja Lehmann hefur sjálf ekki miklar áhyggjur af því sem er sagt um hana á samfélagsmiðlum en það er nú ýmislegt. „Allir mega segja það sem þeir vilja. Á samfélagsmiðlum sýnum við aðeins lítið brot af okkar lífi. Fólk sér ekki hvað ég er að gera restina af deginum,“ sagði Lehmann í viðtali við Blick fyrir mótið. Móður hennar var einu sinni misboðið og kom dóttur sinni til varnar. „Ég hringdi í mömmu og sagði henni að hafa ekki áhyggjur af þessu. Hún fékk bara nóg. Mér er sama þótt að fólk sé að skrifa eitthvað neikvætt um mig. Móðir mín verður leið af því að hún vill mér bara það besta. Það er gott að vita af því að hún stendur þétt við bakið á mér,“ sagði Lehmann. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) EM 2025 í Sviss Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Hér erum við að tala um hina 26 ára gömlu Alishu Lehmann sem fær ávalt mestu athyglina í liðinu hvort sem hún spilar eða ekki. Lehmann hefur aðeins komið við sögu í einum leik á EM í Sviss og spilaði þá bara í níu mínútur. Hún kom inn á völlinn á 81. mínútu í lokaleiknum í riðlakeppninni á móti Finnum þegar Sviss var einu marki undir og leið úr keppninni. Riola Xhemaili tryggði Sviss jafntefli og sæti í átta liða úrslitum með jöfnunarmarki á annarri mínútu í uppbótatíma. Alisha Lehmann með stuðningsfólki svissneska landsliðsins eftir leik.Getty/James Gill Lehmann er með milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og er stærsta stjarna liðsins þó að það sjáist ekki inn á fótboltavellinum. Öryggisvörðurinn fylgir henni eftir Vinsældir hennar eru slíkar að öryggisvörður svissneska liðsins þarf að passa mest upp á hana eftir leiki þegar leikmenn hitta svissnesku stuðningsmennina. Ein af þeim sem eyðir líka mestum tíma með stuðningsfólkinu er einmitt umrædd Alisha Lehmann. @Sportbladet Bæði í leikjum liðsins í Basel og Genf hefur jakkaklæddur maður fylgt henni eftir um völlinn. Þegar Lehmann tekur myndir af sér með stuðningsfólkinu og gefur eiginhandaráritanir þá er hann aldrei langt undan. Við og við þarf hann að skipta sér af of æstum eða ágengum stuðningsmönnum. Blaðamaður Aftonbladet tók eftir þessu og spurði fjölmiðlafulltrúa svissneska liðsins út í þetta. „Við pössum alltaf upp á það að öryggi allra leikmanna á leikvanginum sé tryggt. Þetta eru kröfur frá UEFA um það og yfirmaður öryggismála okkar er líka alltaf á svæðinu. Hann er alltaf til staðar þegar leikmenn fara til stuðningsmanna og vegna þess hversu Alisha Lehmann er vinsæl þá þarf hann stundum að fylgja henni meira eftir en öðrum,“ sagði fjölmiðlafulltrúinn Sven Micossé. Í sérflokki í vinsældum Lehmann spilar með Juventus á Ítalíu. Hún er með tólf milljón fylgjendur á TikTok og sautján milljón fylgjendur á Instagram. Hún er sérflokki þegar kemur að vinsældum knattspyrnukvenna á samfélagsmiðlum. Pia Sundhage, þjálfari svissneska liðsins, hefur ekki notað hana mikið í leikjum en mótshaldarar og svissneska knattspyrnusambandið nýta aftur á móti frægð Lehman til kynna Evrópumótið og svissneska landsliðið. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Sundhage hrósar Lehman fyrir að vera góða fyrirmynd og segir að hún eigi þátt í að stækka kvennafótboltann í Sviss. Allir mega segja það sem þeir vilja Lehmann hefur sjálf ekki miklar áhyggjur af því sem er sagt um hana á samfélagsmiðlum en það er nú ýmislegt. „Allir mega segja það sem þeir vilja. Á samfélagsmiðlum sýnum við aðeins lítið brot af okkar lífi. Fólk sér ekki hvað ég er að gera restina af deginum,“ sagði Lehmann í viðtali við Blick fyrir mótið. Móður hennar var einu sinni misboðið og kom dóttur sinni til varnar. „Ég hringdi í mömmu og sagði henni að hafa ekki áhyggjur af þessu. Hún fékk bara nóg. Mér er sama þótt að fólk sé að skrifa eitthvað neikvætt um mig. Móðir mín verður leið af því að hún vill mér bara það besta. Það er gott að vita af því að hún stendur þétt við bakið á mér,“ sagði Lehmann. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira