Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2025 08:30 Alisha Lehmann fagnar sætinu í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Getty/Alexander Hassenstein Svissneska kvennalandsliðið í fótbolta er í fyrsta sinn komið í átta liða úrslit á Evrópumótinu og fótboltaæði hefur gripið svissnesku þjóðina. Það er því svolítið undarlegt að vinsælasti leikmaður liðsins fái lítið sem ekkert að spila á þessu Evrópumóti. Hér erum við að tala um hina 26 ára gömlu Alishu Lehmann sem fær ávalt mestu athyglina í liðinu hvort sem hún spilar eða ekki. Lehmann hefur aðeins komið við sögu í einum leik á EM í Sviss og spilaði þá bara í níu mínútur. Hún kom inn á völlinn á 81. mínútu í lokaleiknum í riðlakeppninni á móti Finnum þegar Sviss var einu marki undir og leið úr keppninni. Riola Xhemaili tryggði Sviss jafntefli og sæti í átta liða úrslitum með jöfnunarmarki á annarri mínútu í uppbótatíma. Alisha Lehmann með stuðningsfólki svissneska landsliðsins eftir leik.Getty/James Gill Lehmann er með milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og er stærsta stjarna liðsins þó að það sjáist ekki inn á fótboltavellinum. Öryggisvörðurinn fylgir henni eftir Vinsældir hennar eru slíkar að öryggisvörður svissneska liðsins þarf að passa mest upp á hana eftir leiki þegar leikmenn hitta svissnesku stuðningsmennina. Ein af þeim sem eyðir líka mestum tíma með stuðningsfólkinu er einmitt umrædd Alisha Lehmann. @Sportbladet Bæði í leikjum liðsins í Basel og Genf hefur jakkaklæddur maður fylgt henni eftir um völlinn. Þegar Lehmann tekur myndir af sér með stuðningsfólkinu og gefur eiginhandaráritanir þá er hann aldrei langt undan. Við og við þarf hann að skipta sér af of æstum eða ágengum stuðningsmönnum. Blaðamaður Aftonbladet tók eftir þessu og spurði fjölmiðlafulltrúa svissneska liðsins út í þetta. „Við pössum alltaf upp á það að öryggi allra leikmanna á leikvanginum sé tryggt. Þetta eru kröfur frá UEFA um það og yfirmaður öryggismála okkar er líka alltaf á svæðinu. Hann er alltaf til staðar þegar leikmenn fara til stuðningsmanna og vegna þess hversu Alisha Lehmann er vinsæl þá þarf hann stundum að fylgja henni meira eftir en öðrum,“ sagði fjölmiðlafulltrúinn Sven Micossé. Í sérflokki í vinsældum Lehmann spilar með Juventus á Ítalíu. Hún er með tólf milljón fylgjendur á TikTok og sautján milljón fylgjendur á Instagram. Hún er sérflokki þegar kemur að vinsældum knattspyrnukvenna á samfélagsmiðlum. Pia Sundhage, þjálfari svissneska liðsins, hefur ekki notað hana mikið í leikjum en mótshaldarar og svissneska knattspyrnusambandið nýta aftur á móti frægð Lehman til kynna Evrópumótið og svissneska landsliðið. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Sundhage hrósar Lehman fyrir að vera góða fyrirmynd og segir að hún eigi þátt í að stækka kvennafótboltann í Sviss. Allir mega segja það sem þeir vilja Lehmann hefur sjálf ekki miklar áhyggjur af því sem er sagt um hana á samfélagsmiðlum en það er nú ýmislegt. „Allir mega segja það sem þeir vilja. Á samfélagsmiðlum sýnum við aðeins lítið brot af okkar lífi. Fólk sér ekki hvað ég er að gera restina af deginum,“ sagði Lehmann í viðtali við Blick fyrir mótið. Móður hennar var einu sinni misboðið og kom dóttur sinni til varnar. „Ég hringdi í mömmu og sagði henni að hafa ekki áhyggjur af þessu. Hún fékk bara nóg. Mér er sama þótt að fólk sé að skrifa eitthvað neikvætt um mig. Móðir mín verður leið af því að hún vill mér bara það besta. Það er gott að vita af því að hún stendur þétt við bakið á mér,“ sagði Lehmann. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) EM 2025 í Sviss Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Sport UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Hér erum við að tala um hina 26 ára gömlu Alishu Lehmann sem fær ávalt mestu athyglina í liðinu hvort sem hún spilar eða ekki. Lehmann hefur aðeins komið við sögu í einum leik á EM í Sviss og spilaði þá bara í níu mínútur. Hún kom inn á völlinn á 81. mínútu í lokaleiknum í riðlakeppninni á móti Finnum þegar Sviss var einu marki undir og leið úr keppninni. Riola Xhemaili tryggði Sviss jafntefli og sæti í átta liða úrslitum með jöfnunarmarki á annarri mínútu í uppbótatíma. Alisha Lehmann með stuðningsfólki svissneska landsliðsins eftir leik.Getty/James Gill Lehmann er með milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og er stærsta stjarna liðsins þó að það sjáist ekki inn á fótboltavellinum. Öryggisvörðurinn fylgir henni eftir Vinsældir hennar eru slíkar að öryggisvörður svissneska liðsins þarf að passa mest upp á hana eftir leiki þegar leikmenn hitta svissnesku stuðningsmennina. Ein af þeim sem eyðir líka mestum tíma með stuðningsfólkinu er einmitt umrædd Alisha Lehmann. @Sportbladet Bæði í leikjum liðsins í Basel og Genf hefur jakkaklæddur maður fylgt henni eftir um völlinn. Þegar Lehmann tekur myndir af sér með stuðningsfólkinu og gefur eiginhandaráritanir þá er hann aldrei langt undan. Við og við þarf hann að skipta sér af of æstum eða ágengum stuðningsmönnum. Blaðamaður Aftonbladet tók eftir þessu og spurði fjölmiðlafulltrúa svissneska liðsins út í þetta. „Við pössum alltaf upp á það að öryggi allra leikmanna á leikvanginum sé tryggt. Þetta eru kröfur frá UEFA um það og yfirmaður öryggismála okkar er líka alltaf á svæðinu. Hann er alltaf til staðar þegar leikmenn fara til stuðningsmanna og vegna þess hversu Alisha Lehmann er vinsæl þá þarf hann stundum að fylgja henni meira eftir en öðrum,“ sagði fjölmiðlafulltrúinn Sven Micossé. Í sérflokki í vinsældum Lehmann spilar með Juventus á Ítalíu. Hún er með tólf milljón fylgjendur á TikTok og sautján milljón fylgjendur á Instagram. Hún er sérflokki þegar kemur að vinsældum knattspyrnukvenna á samfélagsmiðlum. Pia Sundhage, þjálfari svissneska liðsins, hefur ekki notað hana mikið í leikjum en mótshaldarar og svissneska knattspyrnusambandið nýta aftur á móti frægð Lehman til kynna Evrópumótið og svissneska landsliðið. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Sundhage hrósar Lehman fyrir að vera góða fyrirmynd og segir að hún eigi þátt í að stækka kvennafótboltann í Sviss. Allir mega segja það sem þeir vilja Lehmann hefur sjálf ekki miklar áhyggjur af því sem er sagt um hana á samfélagsmiðlum en það er nú ýmislegt. „Allir mega segja það sem þeir vilja. Á samfélagsmiðlum sýnum við aðeins lítið brot af okkar lífi. Fólk sér ekki hvað ég er að gera restina af deginum,“ sagði Lehmann í viðtali við Blick fyrir mótið. Móður hennar var einu sinni misboðið og kom dóttur sinni til varnar. „Ég hringdi í mömmu og sagði henni að hafa ekki áhyggjur af þessu. Hún fékk bara nóg. Mér er sama þótt að fólk sé að skrifa eitthvað neikvætt um mig. Móðir mín verður leið af því að hún vill mér bara það besta. Það er gott að vita af því að hún stendur þétt við bakið á mér,“ sagði Lehmann. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Sport UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira