Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Jón Þór Stefánsson skrifar 16. júlí 2025 16:02 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri Mynd úr safni Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað karlmann af ákæru um nauðgun. Manninum var gefið að sök að nauðga konu í febrúar í fyrra, í sumarbústað þar sem konan var að halda upp á afmæli sitt. Í ákæru segir að maðurinn hafi haft samræði og endaþarmsmök við konuna án hennar samþykkis. Hann hafi haldið henni fastri, klætt hana úr fötum, haldið fyrir munn hennar og tekið hana hálstak. Fyrir vikið hafi konan hlotið nokkurra áverka. Líkt og áður segir áttu atvik málsins sér stað í sumarbústað þar sem konan var að halda upp á afmæli sitt. Þar munu einnig hafa verið þónokkrir aðrir, þar á meðal vinir hennar. Maðurinn vildi meina að þau hefðu stundað kynmök þessa nótt og bæði verið samþykk því. Konan sagði hann hins vegar hafa þvingað hana til þeirra. Í dómnum segir að óumdeilt sé að þau hafi haft kynmök þessa nótt. Þeim bar saman um að hann hefði byrjað að klæða hana úr, en hún beðið hann að hætta þar sem hún óttaðist að einhver sæi eða heyrði til þeirra. Jafnframt hafi hún sagst vera þreytt og ölvuð. Þeim bar einnig saman um að hann hefði orðið að ósk hennar og síðan leitað á hana að nýju tíu til fimmtán mínútum seinna. Maðurinn vildi meina að þau hafi þá fróað hvort öðru, en hún sagðist ekki muna hvort hann hafi fróað henni, en að hún hafi ekki fróað honum. Síðan hafi hann nauðgað henni. Þess má geta að maðurinn sagðist ekki hafa ætlað að hafa endaþarmsmök við konuna, heldur hafi það verið óvart, en það hafi verið alveg dimmt og þau ekki séð hvað þau væru að gera. Sá að eitthvað væri að Vinkona konunnar bar vitni og sagði að þessa nótt hefði konan komið inn í herbergi til hennar og lokað að sér. Hún hafi séð að eitthvað væri að og spurt hvort allt væri í lagi en konan neitað. Vinkonan hafi spurt hvort hún ætti að biðja strákana um að fara og konan jánkað því, og hún hafi svo beðið þá um að fara. Vinkonan sagðist hafa farið með konuna á sjúkrahús daginn eftir. Ekki nóg að konan hafi verið samkvæm sjálfri sér Í niðurstöðukafla dómsins segir að maðurinn og konan hafi bæði verið samkvæm sjálfum sér í frásögn sinni af þessum ativkum. Ekki sé ástæða til að efast um frásögn konunnar af því að vilji hennar hafi í raun ekki verið til staðar. Og fái sá framburður stoð í göngum málsins varðandi áverka hennar og andlega líðan. Hins vegar segir í dómnum að sakfelling verði ekki byggð á því einu þar sem ásetningu mannsins lægi ekki fyrir. „Verður honum því ekki refsað fyrir nauðgun ef hann hafði réttmæta ástæðu til að ætla að brotaþoli væri samþykk kynmökunum,“ segir í dómnum. Ekki hægt að sanna ásetning Meint nauðgun á að hafa átt sér stað í opnu rými bústaðarins, og bendir dómurinn á að í rýmum í kring hafi aðrir gestir sumarhússins verið á sama tíma ýmist vakandi eða sofandi. Að mati dómsins verður að telja að það fái illa staðist að hann hafi komið fram vilja sínum með líkamlegu ofbeldi við þessar aðstæður. Í dómnum segir jafnframt að vegna þess að konan hafði beðið manninn um að hætta nokkrum mínútum áður en meint nauðgun átti sér stað, og hann síðan komið aftur megi ætla að konan hefði hiklaust getað tjáð sig með orðum eða öðrum hætti að hún væri ekki samþykk. Því er það mat dómsins að maðurinn hafi ekki haft ásetning til þess að nauðga konunni og hann því sýknaður. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Í ákæru segir að maðurinn hafi haft samræði og endaþarmsmök við konuna án hennar samþykkis. Hann hafi haldið henni fastri, klætt hana úr fötum, haldið fyrir munn hennar og tekið hana hálstak. Fyrir vikið hafi konan hlotið nokkurra áverka. Líkt og áður segir áttu atvik málsins sér stað í sumarbústað þar sem konan var að halda upp á afmæli sitt. Þar munu einnig hafa verið þónokkrir aðrir, þar á meðal vinir hennar. Maðurinn vildi meina að þau hefðu stundað kynmök þessa nótt og bæði verið samþykk því. Konan sagði hann hins vegar hafa þvingað hana til þeirra. Í dómnum segir að óumdeilt sé að þau hafi haft kynmök þessa nótt. Þeim bar saman um að hann hefði byrjað að klæða hana úr, en hún beðið hann að hætta þar sem hún óttaðist að einhver sæi eða heyrði til þeirra. Jafnframt hafi hún sagst vera þreytt og ölvuð. Þeim bar einnig saman um að hann hefði orðið að ósk hennar og síðan leitað á hana að nýju tíu til fimmtán mínútum seinna. Maðurinn vildi meina að þau hafi þá fróað hvort öðru, en hún sagðist ekki muna hvort hann hafi fróað henni, en að hún hafi ekki fróað honum. Síðan hafi hann nauðgað henni. Þess má geta að maðurinn sagðist ekki hafa ætlað að hafa endaþarmsmök við konuna, heldur hafi það verið óvart, en það hafi verið alveg dimmt og þau ekki séð hvað þau væru að gera. Sá að eitthvað væri að Vinkona konunnar bar vitni og sagði að þessa nótt hefði konan komið inn í herbergi til hennar og lokað að sér. Hún hafi séð að eitthvað væri að og spurt hvort allt væri í lagi en konan neitað. Vinkonan hafi spurt hvort hún ætti að biðja strákana um að fara og konan jánkað því, og hún hafi svo beðið þá um að fara. Vinkonan sagðist hafa farið með konuna á sjúkrahús daginn eftir. Ekki nóg að konan hafi verið samkvæm sjálfri sér Í niðurstöðukafla dómsins segir að maðurinn og konan hafi bæði verið samkvæm sjálfum sér í frásögn sinni af þessum ativkum. Ekki sé ástæða til að efast um frásögn konunnar af því að vilji hennar hafi í raun ekki verið til staðar. Og fái sá framburður stoð í göngum málsins varðandi áverka hennar og andlega líðan. Hins vegar segir í dómnum að sakfelling verði ekki byggð á því einu þar sem ásetningu mannsins lægi ekki fyrir. „Verður honum því ekki refsað fyrir nauðgun ef hann hafði réttmæta ástæðu til að ætla að brotaþoli væri samþykk kynmökunum,“ segir í dómnum. Ekki hægt að sanna ásetning Meint nauðgun á að hafa átt sér stað í opnu rými bústaðarins, og bendir dómurinn á að í rýmum í kring hafi aðrir gestir sumarhússins verið á sama tíma ýmist vakandi eða sofandi. Að mati dómsins verður að telja að það fái illa staðist að hann hafi komið fram vilja sínum með líkamlegu ofbeldi við þessar aðstæður. Í dómnum segir jafnframt að vegna þess að konan hafði beðið manninn um að hætta nokkrum mínútum áður en meint nauðgun átti sér stað, og hann síðan komið aftur megi ætla að konan hefði hiklaust getað tjáð sig með orðum eða öðrum hætti að hún væri ekki samþykk. Því er það mat dómsins að maðurinn hafi ekki haft ásetning til þess að nauðga konunni og hann því sýknaður.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira