Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2025 07:29 Trump gerði mikið úr samsæriskenningum í kosningabaráttunni en segir Epstein-málið nú storm í vatnsglasi. Chris Unger/Zuffa LLC Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist hafa misst þolinmæðina gagnvart stuðningsmönnum sínum sem hafa kallað eftir því að yfirvöld birti öll gögn er varða mál auðmannsins og kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein. Forsetinn sagði á þriðjudag að hann skildi ekki uppnámið og sagði að yfirvöld ættu að birta öll „trúverðug“ gögn í málinu en í gær fór hann mikinn á samfélagsmiðli sínum Truth Social og sakaði „FYRRVERANDI“ stuðningsmenn sína um að falla fyrir samsæriskenningum „vinstri geðsjúklinga“. Trump er kominn í smá bobba en þrátt fyrir að hann vilji nú gera lítið úr Epstein-málinu og segi það storm í vatnsglasi, varði hann miklu púðri í það í kosningabaráttu sinni að ala á samsæriskenningum um skuggaelítu og barnaníðingahring í Washington og víðar. I am proudly cosponsoring and will sign the discharge petition.I will never protect pedophiles or the elites and their circles. https://t.co/bQmc6c7MMk— Rep. Marjorie Taylor Greene🇺🇸 (@RepMTG) July 16, 2025 Stuðningsmenn hans sem aðhyllast samsæriskenningarnar, og telja meðal annars að Epstein hafi verið komið fyrir kattanef af áhrifaríkum einstaklingum sem óttuðust um eigin hag, hafa kallað eftir því að öll gögn verði gerð opinber en nú segja undirmenn Trump að þau séu í raun fá og ómerkileg. Þannig hefur komið upp úr krafsinu að svokallaður Epstein-listi, sem átti að innihalda nöfn valdamikilla einstaklinga, er mögulega ekki til, jafnvel þótt dómsmálaráðherrann Pam Bondi hafi sagst hafa hann undir höndum á sínum tíma. „Leyfum þessum aumingjum að halda áfram að vinna vinnuna fyrir Demókrata,“ sagði Trump um stuðningsmenn sína á Truth Social í gær; hann kærði sig ekki lengur um hylli þeirra. Þá kallaði hann eftir því að Alríkislögreglan rannsakaði „Epstein-gabbið“, sem hann sagði glæpsamlegt samsæri gegn sér. Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Forsetinn sagði á þriðjudag að hann skildi ekki uppnámið og sagði að yfirvöld ættu að birta öll „trúverðug“ gögn í málinu en í gær fór hann mikinn á samfélagsmiðli sínum Truth Social og sakaði „FYRRVERANDI“ stuðningsmenn sína um að falla fyrir samsæriskenningum „vinstri geðsjúklinga“. Trump er kominn í smá bobba en þrátt fyrir að hann vilji nú gera lítið úr Epstein-málinu og segi það storm í vatnsglasi, varði hann miklu púðri í það í kosningabaráttu sinni að ala á samsæriskenningum um skuggaelítu og barnaníðingahring í Washington og víðar. I am proudly cosponsoring and will sign the discharge petition.I will never protect pedophiles or the elites and their circles. https://t.co/bQmc6c7MMk— Rep. Marjorie Taylor Greene🇺🇸 (@RepMTG) July 16, 2025 Stuðningsmenn hans sem aðhyllast samsæriskenningarnar, og telja meðal annars að Epstein hafi verið komið fyrir kattanef af áhrifaríkum einstaklingum sem óttuðust um eigin hag, hafa kallað eftir því að öll gögn verði gerð opinber en nú segja undirmenn Trump að þau séu í raun fá og ómerkileg. Þannig hefur komið upp úr krafsinu að svokallaður Epstein-listi, sem átti að innihalda nöfn valdamikilla einstaklinga, er mögulega ekki til, jafnvel þótt dómsmálaráðherrann Pam Bondi hafi sagst hafa hann undir höndum á sínum tíma. „Leyfum þessum aumingjum að halda áfram að vinna vinnuna fyrir Demókrata,“ sagði Trump um stuðningsmenn sína á Truth Social í gær; hann kærði sig ekki lengur um hylli þeirra. Þá kallaði hann eftir því að Alríkislögreglan rannsakaði „Epstein-gabbið“, sem hann sagði glæpsamlegt samsæri gegn sér.
Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira