Lífið

Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálma­sonar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Saga Garðarsdóttir og Sverrir Guðnason fara með aðalhlutverk í myndinni.
Saga Garðarsdóttir og Sverrir Guðnason fara með aðalhlutverk í myndinni.

Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar verður frumsýnd á Íslandi 14. ágúst næstkomandi. Um er að ræða ljúfsára skilnaðarmynd, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, sem fylgir eftir fjölskyldu yfir fjórar árstíðir.

Myndin heitir Ástin sem eftir er og fylgir fjölskyldu þar sem foreldrarnir stíga sín fyrstu skref í átt að skilnaði; fylgst er með hversdagslífi fjölskyldunnar yfir fjórar árstíðir. Áhorfendur fylgjast með fjölskyldunni ganga í gegnum óvænt, fyndin og hjartnæm augnablik sem endurspegla breytt sambönd innan hennar.

Hér fyrir neðan má sjá senu úr myndinni þar sem persónur Sögu og Sverris ræða saman síðla kvölds og lýkur með óvæntu tilboði í bílnum:

Ástin sem eftir er var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi í maí. Var það í þriðja sinn sem verk eftir Hlyn var valið til sýninga á hátíðinni, áður höfðu Volaða land og Hvítur, hvítur dagur verið sýndar á hátíðinni. 

Aftur á móti er Ástin sem eftirer fyrsta íslenska kvikmyndin sem hefur verið valin í Premiere-flokk Cannes-hátíðarinnar. 

Saga Garðarsdóttir vakti mikla athygli á rauða dreglinum á Cannes-hátíðinni í maí og ræddi Vísir við hana um dvölina í Cannes, gullhamra Bill Murray og reynsluna af því að leika í myndinni.

Auk Sögu og Sverris fara Ingvar E. Sigurðsson, Ída Mekkin Hlynsdóttir og tvíburabræðurnir Þorgils og Grímur Hlynssynir með hlutverk í myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.