„Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2025 08:01 Liðsfélagar Smillu Holmberg reyna að hughreysta hana í leikslok en hún var auðvitað algjörlega niðurbrotin. Getty/Sathire Kelpa Svíar eru úr leik á Evrópumeistaramóti kvenna í fótbolta í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni í átta liða úrslitum í gærkvöldi. Skúrkur sænska liðsins var yngsti leikmaður þess. Smilla Holmberg klúðraði síðasta vítinu í vítakeppninni sem réði úrslitum en alls klikkuðu leikmenn á níu af fjórtán vítum. Hún var því langt frá því að vera sú eina sem klikkaði heldur bara sú sem tók síðustu vítaspyrnuna. Knattspyrnusérfræðingar sænska ríkisútvarpsins voru gagnrýnir á það að svo ungur leikmaður hafi verið látinn taka vítaspyrnu í útsláttarkeppni EM. Pressan á henni var vissulega mjög mikil.„Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu,“ sagði Lotta Schelin, fyrrum stórstjarna sænska landsliðsins, við SVT. „Ég þjáist með Smillu. Hún má ekki setja sökina á sig. Hún er bara átján ára og hefur átt frábært Evrópumót. Mér finnst það skrýtið að hún sé sú sem tekur þessa vítaspyrnu,“ sagði Elena Sadiku, við SVT. „Fyrsta hugsun mín var þegar ég sá hana stíga fram að þú átt ekki að setja svona pressu á átján ára gamla stelpu. Ef hún endar í svona aðstæðum þá mun það brjóta hana niður. Þetta er ótrúlega sárt og ósanngjarnt,“ sagði Schelin. Smilla Holmberg er fædd árið 2007 og hún var átján ára og 279 daga gömul í gær. Hún var sjöundi leikmaður sænska liðsins til að taka víti og markvörðurinn Jennifer Falk var ein af þeim sem hafði þarna tekið víti. Þær sem áttu eftir að taka víti áður en Holmberg fór á punktinn voru þær Rebecka Blomqvist (27 ára) Madelen Janogy (29 ára), Amanda Nildén (26 ára) og Lina Hurtig (29 ára). Þær eru allir miklu eldri og reynslumeiri en Holmberg. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) EM 2025 í Sviss Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Smilla Holmberg klúðraði síðasta vítinu í vítakeppninni sem réði úrslitum en alls klikkuðu leikmenn á níu af fjórtán vítum. Hún var því langt frá því að vera sú eina sem klikkaði heldur bara sú sem tók síðustu vítaspyrnuna. Knattspyrnusérfræðingar sænska ríkisútvarpsins voru gagnrýnir á það að svo ungur leikmaður hafi verið látinn taka vítaspyrnu í útsláttarkeppni EM. Pressan á henni var vissulega mjög mikil.„Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu,“ sagði Lotta Schelin, fyrrum stórstjarna sænska landsliðsins, við SVT. „Ég þjáist með Smillu. Hún má ekki setja sökina á sig. Hún er bara átján ára og hefur átt frábært Evrópumót. Mér finnst það skrýtið að hún sé sú sem tekur þessa vítaspyrnu,“ sagði Elena Sadiku, við SVT. „Fyrsta hugsun mín var þegar ég sá hana stíga fram að þú átt ekki að setja svona pressu á átján ára gamla stelpu. Ef hún endar í svona aðstæðum þá mun það brjóta hana niður. Þetta er ótrúlega sárt og ósanngjarnt,“ sagði Schelin. Smilla Holmberg er fædd árið 2007 og hún var átján ára og 279 daga gömul í gær. Hún var sjöundi leikmaður sænska liðsins til að taka víti og markvörðurinn Jennifer Falk var ein af þeim sem hafði þarna tekið víti. Þær sem áttu eftir að taka víti áður en Holmberg fór á punktinn voru þær Rebecka Blomqvist (27 ára) Madelen Janogy (29 ára), Amanda Nildén (26 ára) og Lina Hurtig (29 ára). Þær eru allir miklu eldri og reynslumeiri en Holmberg. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira