Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2025 10:00 Hetjur enska landsliðsins í gær. Hannah Hampton markvörður sem fór á kostum í vítakeppninni og Chloe Kelly sem breytti leiknum um leið og hún kom inn á völlinn. Getty/Maja Hitij Enska knattspyrnukonan Chloe Kelly átti magnaða innkomu í gærkvöldi í endurkomu enska landsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Sviss. Kelly kom inn á sem varamaður á 78. mínútu þegar Svíþjóð var 2-0 yfir á móti enska landsliðinu. Það tók hana ekki langan tíma að breyta leiknum. Mínútu síðar var hún búin að leggja upp mark fyrir Lucy Bronze og Kelly átti síðan risaþátt í jöfnunarmark Michelle Agyemang á 81. mínútu. Boltinn féll fyrir Agyemang eftir fyrirgjöf Kelly. Leikurinn endaði 2-2 og fór í ótrúlega vítaspyrnukeppni þar sem leikmenn nýttu aðeins fimm af fjórtán vítum sínum. Kelly skoraði af miklu öryggi úr sinni vítaspyrnu og enska liðið vann vítakeppnina 3-2. Eins og þetta væri ekki nóg hjá Kelly til að stela fyrirsögnunum þá var hún þegar búin að tryggja sér nokkrar áður en hún kom inn á völlinn. Myndavélarnar voru nefnilega á Kelly þegar hún var að gera sig klára og var meðal annars að stilla af legghlífarnar sínar. Þar fór ekki framhjá neinum að hún var með brúðkaupsmyndina sína á annarri legghlífinni. Kelly giftist Scott Moore í júlí í fyrra. Á hinni legghlífinni er hún svo með hundana sína tvo. Þetta eru ekki fyrstu hetjudáðir Kelly á Evrópumóti því hún skoraði sigurmarkið þegar enska liðið tryggði sér Evrópumeistaratitilinn fyrir þremur árum. View this post on Instagram A post shared by The GIST USA (@thegistusa) EM 2025 í Sviss Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Kelly kom inn á sem varamaður á 78. mínútu þegar Svíþjóð var 2-0 yfir á móti enska landsliðinu. Það tók hana ekki langan tíma að breyta leiknum. Mínútu síðar var hún búin að leggja upp mark fyrir Lucy Bronze og Kelly átti síðan risaþátt í jöfnunarmark Michelle Agyemang á 81. mínútu. Boltinn féll fyrir Agyemang eftir fyrirgjöf Kelly. Leikurinn endaði 2-2 og fór í ótrúlega vítaspyrnukeppni þar sem leikmenn nýttu aðeins fimm af fjórtán vítum sínum. Kelly skoraði af miklu öryggi úr sinni vítaspyrnu og enska liðið vann vítakeppnina 3-2. Eins og þetta væri ekki nóg hjá Kelly til að stela fyrirsögnunum þá var hún þegar búin að tryggja sér nokkrar áður en hún kom inn á völlinn. Myndavélarnar voru nefnilega á Kelly þegar hún var að gera sig klára og var meðal annars að stilla af legghlífarnar sínar. Þar fór ekki framhjá neinum að hún var með brúðkaupsmyndina sína á annarri legghlífinni. Kelly giftist Scott Moore í júlí í fyrra. Á hinni legghlífinni er hún svo með hundana sína tvo. Þetta eru ekki fyrstu hetjudáðir Kelly á Evrópumóti því hún skoraði sigurmarkið þegar enska liðið tryggði sér Evrópumeistaratitilinn fyrir þremur árum. View this post on Instagram A post shared by The GIST USA (@thegistusa)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira