Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2025 07:13 Late Night undir stjórn Colbert hefur notið mikilla vinsælda. Stjórnendur CBS segja ákvörðunina fjárhagslega. Getty/Dimitros Kambouris Þáttastjórnandinn Stephen Colbert greindi frá því í gærkvöldi að honum hefði verið tilkynnt á miðvikudaginn að stjórnendur CBS hefðu ákveðið að leggja niður kvöldþáttinn Late Show. Colbert hefur stýrt þættinum í fimmtán ár og tók við af David Letterman, sem stýrði honum í yfir 20 ár. Þáttastjórnandinn greindi áhorfendum í sjónvarpssal frá tíðindunum við upptökur á nýjasta þættinum. Áhorfendur brugðust illa við fregnunum og Colbert sagðist sama sinnis. „Þetta er frábært starf,“ sagði hann. „Ég vildi óska að einhver annar væri að fá það. Og þetta er starf sem ég hlakka til að sinna með þessum bjánum næstu tíu mánuðina,“ sagði Colbert og vísaði þar til samstarfsmanna sinna sem hann sagðist afar þakklátur fyrir. Þátturinn mun hverfa úr loftinu á næsta ári. Just finished taping with Stephen Colbert who announced his show was cancelled.If Paramount and CBS ended the Late Show for political reasons, the public deserves to know. And deserves better.— Adam Schiff (@SenAdamSchiff) July 17, 2025 Fregnirnar hafa komið á óvart og þykja um margt grunsamlegar en þátturinn hefur notið mikilla vinsælda. Margir hafa bent á að Colbert hafi um langt skeið verið einn af beittustu gagnrýnendum Donald Trump en eigendur Paramount, móðurfyrirtækis CBS, hafa unnið að því leynt og ljóst síðustu misseri að fá stjórnvöld til að leggja blessun sína yfir samruna Paramount og fjölmiðlafyrirtækisins Skydance. Í þessu samhengi vekur athygli að fyrr í vikunni kallaði Colbert ákvörðun stjórnenda Paramount um að gera samkomulag við Trump í máli hans gegn fyrirtækinu „stórar, feitar mútur“. Bandaríkin Donald Trump Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sjá meira
Colbert hefur stýrt þættinum í fimmtán ár og tók við af David Letterman, sem stýrði honum í yfir 20 ár. Þáttastjórnandinn greindi áhorfendum í sjónvarpssal frá tíðindunum við upptökur á nýjasta þættinum. Áhorfendur brugðust illa við fregnunum og Colbert sagðist sama sinnis. „Þetta er frábært starf,“ sagði hann. „Ég vildi óska að einhver annar væri að fá það. Og þetta er starf sem ég hlakka til að sinna með þessum bjánum næstu tíu mánuðina,“ sagði Colbert og vísaði þar til samstarfsmanna sinna sem hann sagðist afar þakklátur fyrir. Þátturinn mun hverfa úr loftinu á næsta ári. Just finished taping with Stephen Colbert who announced his show was cancelled.If Paramount and CBS ended the Late Show for political reasons, the public deserves to know. And deserves better.— Adam Schiff (@SenAdamSchiff) July 17, 2025 Fregnirnar hafa komið á óvart og þykja um margt grunsamlegar en þátturinn hefur notið mikilla vinsælda. Margir hafa bent á að Colbert hafi um langt skeið verið einn af beittustu gagnrýnendum Donald Trump en eigendur Paramount, móðurfyrirtækis CBS, hafa unnið að því leynt og ljóst síðustu misseri að fá stjórnvöld til að leggja blessun sína yfir samruna Paramount og fjölmiðlafyrirtækisins Skydance. Í þessu samhengi vekur athygli að fyrr í vikunni kallaði Colbert ákvörðun stjórnenda Paramount um að gera samkomulag við Trump í máli hans gegn fyrirtækinu „stórar, feitar mútur“.
Bandaríkin Donald Trump Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sjá meira