Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. júlí 2025 11:02 Mugison og Dr. Erla Björnsdóttir ræddu svefn og símanotkun á Bylgjunni á dögunum. Vísir Doktor í sálfræði segir aukningu í svefnvanda meðal ungs fólks hér á landi. Til að mynda nái minna en helmingur framhaldsskólanema ráðlögðum svefni. Skjánotkun spili þar inn í og sé vandamál hjá ungum sem öldnum. Tónlistarmaðurinn Mugison lýsir í leið gjörbreytingu á líðan sinni eftir að hann skildi símann eftir utan svefnherbergisins. Mugison sagði frá því í Bakaríinu á laugardag að hann hefði fengið nóg af kvöld- og morgunskrolli uppi í rúmi og ákveðið að gera tilraun þar á. Leið eins og tíu ára í sveit „Í tíu daga hef ég verið með símann frammi. Þetta var farið að pirra mig svo mikið. Stundum var ég alveg í klukkutíma á morgnanna að skrolla eins og api á Instagram, og á kvöldin líka. Ætlaði kannski að fara að sofa klukkan tólf en svo var klukkan allt í einu orðin tvö.“ Hann hafi því brugðið á það ráð að skilja símann eftir utan svefnherbergisins meðan hann svaf. „Ég get svarið það, fyrstu tvær þrjár næturnar leið mér eins og ég væri tíu ára í sveit. Þetta var yndislegt, bara einn inni í herbergi að horfa út í loftið, heyrði í umhverfinu fyrir utan, fuglasöng og fólk að úti að labba. Þetta var geggjað.“ Dr. Erla Björnsdóttir sálfræðingur og stofnandi Betri svefns ræddi svefn í Bítinu. Hún segist sjálf finna mikinn mun á sér eftir því hvort hún nýtir síðustu klukkutímana fyrir svefn í símanum eða ekki. „Það er eiginlega orðið þannig að það síðasta sem við gerum áður en við förum að sofa og það fyrsta sem við gerum þegar við vöknum, jafnvel áður en við bjóðum makann okkar góðan dag,“ segir Erla. Síminn freisting við rumsk Hún varar við því að fólk kíki í símann þegar það rumskar á nóttunni. „Við flest öll erum að vakna og rumska á nóttunni og það er ekkert óeðlilegt. En ef síminn er á náttborðinu þá er svo mikil freisting um leið og þú rumskar: Æ ég ætla aðeins að kíkja, kíkja á smá fréttir. Og þá ertu allt í einu búinn að vekja heilann, kominn með ljósið og ert farinn að vaka í lengri tíma. Þannig að þetta er í raun að ýta undir og viðhalda ákveðnum svefnvanda,“ segir Erla. Hún segir fræðimenn í greininni sjá aukningu í svefnvanda, sérstaklega hjá ungu fólki. „Ég held að klárlega áreitið og streitan, þetta tvennt er því miður að aukast og ýtir undir svefnvanda,“ segir Erla. Síðustu tvær klukkustundirnar fyrir og eftir svefn skipti lykilmáli og mikilvægt sé að skipuleggja kvöldrútínuna þannig að sem bestur og lengstur svefn náist. „Unglingar eru mjög vansvefta. Við höfum séð íslenskar tölur um það, sérstaklega hjá börnum í áttunda til tíunda bekk og svo eykst þetta ennþá meira á framhaldsskólaaldri. Á framhaldsskólaaldri er minnihuti unglinga að ná ráðlögðum svefni. Og helmingur barna í tíunda bekk,“ segir Erla. Kallar eftir vitundarvakningu Svefnleysi unglinga sé ein ástæða þess að Reykjavíkurborg hafi ráðist í það verkefni að seinka skólabyrjun um klukkustund. „Það eru alls konar áskoranir hjá unglingum aðrar en bara koffíndrykkir, nikótín skjánotkun og álag. Þetta eru allt áskoranir en svo eru líka lífeðlisfræðilegar áskoranir, þar sem þau eru með seinni melatónínframleiðslu þannig að þau verða náttúrulegir nátthrafnar. Þannig að það er margt sem við þurfum að gera en þetta var dæmi um eitt inngrip,“ segir Erla. Hún segir mikla þörf á vitundarvakningu þegar kemur að mikilvægi svefns og vill að menntakerfið innleiði fræðslu um svefn strax í grunnskóla. Svefn Bítið Börn og uppeldi Símanotkun barna Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fleiri fréttir Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Sjá meira
Mugison sagði frá því í Bakaríinu á laugardag að hann hefði fengið nóg af kvöld- og morgunskrolli uppi í rúmi og ákveðið að gera tilraun þar á. Leið eins og tíu ára í sveit „Í tíu daga hef ég verið með símann frammi. Þetta var farið að pirra mig svo mikið. Stundum var ég alveg í klukkutíma á morgnanna að skrolla eins og api á Instagram, og á kvöldin líka. Ætlaði kannski að fara að sofa klukkan tólf en svo var klukkan allt í einu orðin tvö.“ Hann hafi því brugðið á það ráð að skilja símann eftir utan svefnherbergisins meðan hann svaf. „Ég get svarið það, fyrstu tvær þrjár næturnar leið mér eins og ég væri tíu ára í sveit. Þetta var yndislegt, bara einn inni í herbergi að horfa út í loftið, heyrði í umhverfinu fyrir utan, fuglasöng og fólk að úti að labba. Þetta var geggjað.“ Dr. Erla Björnsdóttir sálfræðingur og stofnandi Betri svefns ræddi svefn í Bítinu. Hún segist sjálf finna mikinn mun á sér eftir því hvort hún nýtir síðustu klukkutímana fyrir svefn í símanum eða ekki. „Það er eiginlega orðið þannig að það síðasta sem við gerum áður en við förum að sofa og það fyrsta sem við gerum þegar við vöknum, jafnvel áður en við bjóðum makann okkar góðan dag,“ segir Erla. Síminn freisting við rumsk Hún varar við því að fólk kíki í símann þegar það rumskar á nóttunni. „Við flest öll erum að vakna og rumska á nóttunni og það er ekkert óeðlilegt. En ef síminn er á náttborðinu þá er svo mikil freisting um leið og þú rumskar: Æ ég ætla aðeins að kíkja, kíkja á smá fréttir. Og þá ertu allt í einu búinn að vekja heilann, kominn með ljósið og ert farinn að vaka í lengri tíma. Þannig að þetta er í raun að ýta undir og viðhalda ákveðnum svefnvanda,“ segir Erla. Hún segir fræðimenn í greininni sjá aukningu í svefnvanda, sérstaklega hjá ungu fólki. „Ég held að klárlega áreitið og streitan, þetta tvennt er því miður að aukast og ýtir undir svefnvanda,“ segir Erla. Síðustu tvær klukkustundirnar fyrir og eftir svefn skipti lykilmáli og mikilvægt sé að skipuleggja kvöldrútínuna þannig að sem bestur og lengstur svefn náist. „Unglingar eru mjög vansvefta. Við höfum séð íslenskar tölur um það, sérstaklega hjá börnum í áttunda til tíunda bekk og svo eykst þetta ennþá meira á framhaldsskólaaldri. Á framhaldsskólaaldri er minnihuti unglinga að ná ráðlögðum svefni. Og helmingur barna í tíunda bekk,“ segir Erla. Kallar eftir vitundarvakningu Svefnleysi unglinga sé ein ástæða þess að Reykjavíkurborg hafi ráðist í það verkefni að seinka skólabyrjun um klukkustund. „Það eru alls konar áskoranir hjá unglingum aðrar en bara koffíndrykkir, nikótín skjánotkun og álag. Þetta eru allt áskoranir en svo eru líka lífeðlisfræðilegar áskoranir, þar sem þau eru með seinni melatónínframleiðslu þannig að þau verða náttúrulegir nátthrafnar. Þannig að það er margt sem við þurfum að gera en þetta var dæmi um eitt inngrip,“ segir Erla. Hún segir mikla þörf á vitundarvakningu þegar kemur að mikilvægi svefns og vill að menntakerfið innleiði fræðslu um svefn strax í grunnskóla.
Svefn Bítið Börn og uppeldi Símanotkun barna Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fleiri fréttir Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Sjá meira