Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2025 11:11 Guðrún segist ekki myndu hika við að skipta sér af ef hún yrði aftur vitni að viðlíka atviki. Guðrún Halldóra Antonsdóttir varð vitni að bíræfnu ráni í Krónunni á Bíldshöfða í vikunni, þar sem þremenningar léku á starfsmenn og yfirgáfu verslunina með körfur fulla af vörum. Guðrún sagði sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun en atvikið átti sér stað rétt fyrir klukkan 19 og að sögn Guðrúnar var fremur rólegt að gera í versluninni. Hún var að ljúka við að afgreiða sjálfa sig á sjálfsafgreiðslusvæðinu þegar hún sér konu koma gangandi og opna kókflösku án þess að greiða fyrir hana. „Hún labbar framhjá mér og nær í starfsmanninn sem er við hliðið og nær honum inn í búð og er að dreifa athygli hans. Og ég hugsaði bara með mér: Ég ætla nú að láta strákinn vita að hún borgaði ekki fyrir flöskuna,“ segir Guðrún. „Nema svo sé ég par sem kemur, eða fólk, konu og mann, og þau koma sem sagt með troðfullar innkaupakörfur og labba beint að hliðinu, skanna einhvern miða og eru bara farinn út með sko, við erum að tala um á góðri íslensku, kjaftfullar körfur. Það komst ekki meira í þær.“ Guðrún var sannfærð um að þremenningarnir stæðu saman að ráninu og að konan með kókflöskuna hefði lokkað starfsmanninn á sjálfsafgreiðslusvæðinu burtu til að hin kæmust út með ránsfenginn. Hún hafi ákveðið að hinkra þar til starfsmaðurinn kæmi aftur. „Svo kemur hann inn á kassasvæðið og ég segi: „Heyrðu, á meðan þú varst að tala við þessa konu þá var fólk sem framdi stórrán í búðinni.“ Hann var ekki alveg að fatta hvað ég var að fara, svo ég labba út sjálf, fer út á bílastæði og labba að bílnum þar sem maðurinn er á fullu að moka úr körfunni, því þetta var náttúrulega ekkert í pokum, og er bara að fylla skottið á meðan konan er að fylla bílsætið og gólfið með vörum. Og konan með kókflöskuna stendur fyrir utan búðina. Og ég segi við þau: „Þið borguðuð ekki fyrir þetta, þið stáluð þessu.“ Og konan lítur á mig og segir á ensku: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár, ég borgaði með símanum mínum.“ Og maðurinn réttir mér miða frá Bónus, bara framan í mig, svona litla kvittun.“ Guðrún endurtók þá við fólkið að þau hefðu sannarlega stolið þessu og fór aftur inn í verslunina til að reyna að fá starfsmenn til að aðstoða sig. Á meðan hleypur konan með kókflöskuna inn í bílinn og þremenningarnir keyra á brott. „Að sjálfsögðu eru allar verslanir í dag með myndavélar en þar sem við erum jú komin með þessa þjónustu víða, meira að segja í „duty free“, að afgreiða okkur sjálf, þá verður væntanlega rosalega mikil rýrnun á þessum stöðum,“ segir Guðrún spurð um eftirmála. „Ég náði bílnúmerinu og þetta er allt komið í réttan farveg,“ bætir hún við og segist hiklaust myndu skipta sér af ef hún yrði vitni að öðru sambærilegu atviki. „Mér finnst einhvern veginn að við eigum ekki að vera, eins og sum segja, „drull“. Við eigum að láta vita og við eigum að vera vakandi fyrir svona. Þetta er ekkert normalt hvernig þetta er orðið hérna á Íslandi, hvað það er mikið um skipulagða glæpastarfsemi.“ Guðrún segist hafa heyrt fleiri sögur af því að fólk hafi gengið út með fullar körfur án þess að borga. Þá segir hún ákveðið vandamál hvað starfsmennirnir eru ungir. Þeir einfaldlega þori ekki í fullorðna fólkið. „Þeir hafa ekki kjarkinn til að skipta sér af.“ Þess má geta að fréttastofa hefur fengið staðfest að um þjófnað var að ræða. Lögreglumál Neytendur Verslun Bítið Reykjavík Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Guðrún sagði sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun en atvikið átti sér stað rétt fyrir klukkan 19 og að sögn Guðrúnar var fremur rólegt að gera í versluninni. Hún var að ljúka við að afgreiða sjálfa sig á sjálfsafgreiðslusvæðinu þegar hún sér konu koma gangandi og opna kókflösku án þess að greiða fyrir hana. „Hún labbar framhjá mér og nær í starfsmanninn sem er við hliðið og nær honum inn í búð og er að dreifa athygli hans. Og ég hugsaði bara með mér: Ég ætla nú að láta strákinn vita að hún borgaði ekki fyrir flöskuna,“ segir Guðrún. „Nema svo sé ég par sem kemur, eða fólk, konu og mann, og þau koma sem sagt með troðfullar innkaupakörfur og labba beint að hliðinu, skanna einhvern miða og eru bara farinn út með sko, við erum að tala um á góðri íslensku, kjaftfullar körfur. Það komst ekki meira í þær.“ Guðrún var sannfærð um að þremenningarnir stæðu saman að ráninu og að konan með kókflöskuna hefði lokkað starfsmanninn á sjálfsafgreiðslusvæðinu burtu til að hin kæmust út með ránsfenginn. Hún hafi ákveðið að hinkra þar til starfsmaðurinn kæmi aftur. „Svo kemur hann inn á kassasvæðið og ég segi: „Heyrðu, á meðan þú varst að tala við þessa konu þá var fólk sem framdi stórrán í búðinni.“ Hann var ekki alveg að fatta hvað ég var að fara, svo ég labba út sjálf, fer út á bílastæði og labba að bílnum þar sem maðurinn er á fullu að moka úr körfunni, því þetta var náttúrulega ekkert í pokum, og er bara að fylla skottið á meðan konan er að fylla bílsætið og gólfið með vörum. Og konan með kókflöskuna stendur fyrir utan búðina. Og ég segi við þau: „Þið borguðuð ekki fyrir þetta, þið stáluð þessu.“ Og konan lítur á mig og segir á ensku: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár, ég borgaði með símanum mínum.“ Og maðurinn réttir mér miða frá Bónus, bara framan í mig, svona litla kvittun.“ Guðrún endurtók þá við fólkið að þau hefðu sannarlega stolið þessu og fór aftur inn í verslunina til að reyna að fá starfsmenn til að aðstoða sig. Á meðan hleypur konan með kókflöskuna inn í bílinn og þremenningarnir keyra á brott. „Að sjálfsögðu eru allar verslanir í dag með myndavélar en þar sem við erum jú komin með þessa þjónustu víða, meira að segja í „duty free“, að afgreiða okkur sjálf, þá verður væntanlega rosalega mikil rýrnun á þessum stöðum,“ segir Guðrún spurð um eftirmála. „Ég náði bílnúmerinu og þetta er allt komið í réttan farveg,“ bætir hún við og segist hiklaust myndu skipta sér af ef hún yrði vitni að öðru sambærilegu atviki. „Mér finnst einhvern veginn að við eigum ekki að vera, eins og sum segja, „drull“. Við eigum að láta vita og við eigum að vera vakandi fyrir svona. Þetta er ekkert normalt hvernig þetta er orðið hérna á Íslandi, hvað það er mikið um skipulagða glæpastarfsemi.“ Guðrún segist hafa heyrt fleiri sögur af því að fólk hafi gengið út með fullar körfur án þess að borga. Þá segir hún ákveðið vandamál hvað starfsmennirnir eru ungir. Þeir einfaldlega þori ekki í fullorðna fólkið. „Þeir hafa ekki kjarkinn til að skipta sér af.“ Þess má geta að fréttastofa hefur fengið staðfest að um þjófnað var að ræða.
Lögreglumál Neytendur Verslun Bítið Reykjavík Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira