Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2025 12:04 Jón Pétur Zimsen hefur látið mikið til sín taka í umræðum á Alþingi og ekki síður á Facebook. Vísir/Vilhelm Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að stuðningsfólk ríkisstjórnarflokkanna þriggja bitra og eiga í vandræðum með sjálfsmynd sína. Þeir telji sig ekki metna að verðleikum. Tilefni pistilsins er nýleg samþykkt Alþingis á hækkun veiðigjalda sem Jón Pétur telur kolvitlausa ákvörðun. Jón Pétur, sem tók sæti á þingi í fyrsta sinn í síðustu Alþingiskosningum, hefur vakið athygli fyrir mikla virkni á Facebook þar sem hann hefur skrifað fjölda pistla um hugðarefni sín. Nú eru það stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna sem fá greiningu skólastjórans fyrrverandi. „Hver ertu? Finnst þér erfitt þegar öðrum gengur vel, hvers vegna ekki ég? Borgar þú minna til samfélagsins en þú þiggur? Þeir sem eru vel stæðir hafa skarað eld að eigin köku með óeðlilegum hætti. Þeir sem þurfa tímabundna hjálp til sjálfshjálpar eiga að fá að rotna í helvíti enda aumingjar,“ segir Jón Pétur í pistlinum sem er með ljóðrænni hætti en flestir hans pistla. Stundarvinsældir á kostnað almannahags? „Ertu stjórnlyndur? Ertu til í að tala meira um óréttlæti en að gera raunverulega eitthvað í því. Skiptir þig meira máli að fólk haldi að þú sért góður og fáir mörg „like” á það en að þú gerir raunverulega eitthvað í því. Ertu til í stundarvinsældir þó að það kosti almannahag á endanum? Þeir sem standa sig vel eiga að vinna töluverða nauðungarvinnu fyrir þà sem leggja sig minna fram.“ Hann veltir fyrir sér sýndargóðmennsku. „Langar þig að sýnast vera góð manneskja á netinu og eltir því það sem er vinsælt hverju sinni því það er auðvelt að hneykslast á hinu. Ertu yfirborðskenndur og frasatamur? Finnst gott að elta það sem hljómar vel en nennir ekki alveg að kynna þér það? En myndir ALDREI viðurkenna það?“ Aðrir kjósendur vilji öllum gott og lyfta öllum Hann spyr lesendur sína í framhaldinu hvort það kjósi Samfylkinguna, Viðreisn eða Flokk fólksins - sem fimmtíu prósent kjósenda gerðu í kosningunum í nóvember 2024. „Þeir sem svara nei eru líklegir til að sökkva sér í málin, taka afstöðu út frá staðreyndum en ekki tilfinningum. Vilja ÖLLUM gott og lyfta öllum. Þeir sem svara Já eru líklega bitrir. Einhver hefur komið illa fram við þà og þeir eru í vandræðum með sjálfsmynd sína,“ segir Jón Pétur. „Þeim finnst þeir ekki metnir að verðleikum og að heimurinn sé ÓSANNGJARN. Að allt sé einhverjum ÖÐRUM að kenna og því nærtækt að kenna þeim um sem hafa það betur.“ Stjórnarþingmenn sagðir heiglar Pistill Jóns Péturs vekur ýmis viðbrögð en kollegar hans í Sjálfstæðisflokknum, sem reglulega taka undir með honum í pistlum um önnur mál, eru ekki sjáanlegir á lækhnappinum eða umræðum. Heldur ekki þingmenn ríkisstjórnarflokkanna sem Jón Pétur kallar heigla í framhaldsfærslu og vísar til þess að ekki hafi farið fram nægilega mikil umræða á Alþingi um hækkun á veiðigjöldum sem hann vísar til sem 80 prósenta skattahækkunar. Hann er sannfærður um að afleiðingarnar verði mun verri en innkoma ríkissjóðs vegna hækkunarinnar. Forseti Alþingis beitti 71. grein þingskaparlaga vegna langrar umræðu um veiðigjaldafrumvarpið sem þá var orðin lengsta umræða seinni tíma á Alþingi. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og helstu útgerðarfélög landsins hafa varað verulega við hækkun veiðigjalda. Borið hefur á gagnrýni í garð þingmanna Sjálfstæðisflokksins vegna hagsmuna þeirra í sjávarútvegi. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafnaði á dögunum að fjárhagslegir hagsmunir barna hans hefðu nokkuð með afstöðu hans til veiðigjalda að gera og svaraði þannig fyrir umfjöllun DV. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Jón Pétur, sem tók sæti á þingi í fyrsta sinn í síðustu Alþingiskosningum, hefur vakið athygli fyrir mikla virkni á Facebook þar sem hann hefur skrifað fjölda pistla um hugðarefni sín. Nú eru það stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna sem fá greiningu skólastjórans fyrrverandi. „Hver ertu? Finnst þér erfitt þegar öðrum gengur vel, hvers vegna ekki ég? Borgar þú minna til samfélagsins en þú þiggur? Þeir sem eru vel stæðir hafa skarað eld að eigin köku með óeðlilegum hætti. Þeir sem þurfa tímabundna hjálp til sjálfshjálpar eiga að fá að rotna í helvíti enda aumingjar,“ segir Jón Pétur í pistlinum sem er með ljóðrænni hætti en flestir hans pistla. Stundarvinsældir á kostnað almannahags? „Ertu stjórnlyndur? Ertu til í að tala meira um óréttlæti en að gera raunverulega eitthvað í því. Skiptir þig meira máli að fólk haldi að þú sért góður og fáir mörg „like” á það en að þú gerir raunverulega eitthvað í því. Ertu til í stundarvinsældir þó að það kosti almannahag á endanum? Þeir sem standa sig vel eiga að vinna töluverða nauðungarvinnu fyrir þà sem leggja sig minna fram.“ Hann veltir fyrir sér sýndargóðmennsku. „Langar þig að sýnast vera góð manneskja á netinu og eltir því það sem er vinsælt hverju sinni því það er auðvelt að hneykslast á hinu. Ertu yfirborðskenndur og frasatamur? Finnst gott að elta það sem hljómar vel en nennir ekki alveg að kynna þér það? En myndir ALDREI viðurkenna það?“ Aðrir kjósendur vilji öllum gott og lyfta öllum Hann spyr lesendur sína í framhaldinu hvort það kjósi Samfylkinguna, Viðreisn eða Flokk fólksins - sem fimmtíu prósent kjósenda gerðu í kosningunum í nóvember 2024. „Þeir sem svara nei eru líklegir til að sökkva sér í málin, taka afstöðu út frá staðreyndum en ekki tilfinningum. Vilja ÖLLUM gott og lyfta öllum. Þeir sem svara Já eru líklega bitrir. Einhver hefur komið illa fram við þà og þeir eru í vandræðum með sjálfsmynd sína,“ segir Jón Pétur. „Þeim finnst þeir ekki metnir að verðleikum og að heimurinn sé ÓSANNGJARN. Að allt sé einhverjum ÖÐRUM að kenna og því nærtækt að kenna þeim um sem hafa það betur.“ Stjórnarþingmenn sagðir heiglar Pistill Jóns Péturs vekur ýmis viðbrögð en kollegar hans í Sjálfstæðisflokknum, sem reglulega taka undir með honum í pistlum um önnur mál, eru ekki sjáanlegir á lækhnappinum eða umræðum. Heldur ekki þingmenn ríkisstjórnarflokkanna sem Jón Pétur kallar heigla í framhaldsfærslu og vísar til þess að ekki hafi farið fram nægilega mikil umræða á Alþingi um hækkun á veiðigjöldum sem hann vísar til sem 80 prósenta skattahækkunar. Hann er sannfærður um að afleiðingarnar verði mun verri en innkoma ríkissjóðs vegna hækkunarinnar. Forseti Alþingis beitti 71. grein þingskaparlaga vegna langrar umræðu um veiðigjaldafrumvarpið sem þá var orðin lengsta umræða seinni tíma á Alþingi. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og helstu útgerðarfélög landsins hafa varað verulega við hækkun veiðigjalda. Borið hefur á gagnrýni í garð þingmanna Sjálfstæðisflokksins vegna hagsmuna þeirra í sjávarútvegi. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafnaði á dögunum að fjárhagslegir hagsmunir barna hans hefðu nokkuð með afstöðu hans til veiðigjalda að gera og svaraði þannig fyrir umfjöllun DV. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira