Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. júlí 2025 20:03 Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og eiginmaður hennar, Björn Skúlason tóku þátt í dagskrá Dags íslenska fjárhundsins á Árbæjarsafni í dag. Með þeim er Sóley Ragna Ragnarsdóttir með hundinn sinn Kappa, sem var ein af skipuleggjendum dagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var allt fullt af hundum í Árbæjarsafni í Reykjavík í dag á Degi íslenska fjárhundsins. Forseti Íslands mætti þar líka til að fagna hundunum og naut þess að klappa og knúsa þá enda mikil hundakona og útilokar ekki að íslenskur hundur verði hluti af fjölskyldunni á Bessastöðum. Sérstök dagskrá var í tilefni dagsins, meðal annars ljósmyndasýning Ágústs Elí Ágústssonar, sem býr í Skorradal í Borgarfirði, en hann hefur myndað marga íslenska hunda í gegnum árin. Þá var svo kölluð Rallý hlýðni þar sem hundarnir gerðu listir sínar í rallýbraut með eigendum sínum. „Það er í rauninni talið að tegundin sé afkoma fyrstu hundanna, sem komu hingað með Víkingunum á sínum tíma þannig að það má segja að tegundin hafi alltaf verið viðloðandi við landið. Dagurinn 18. júlí var valin, sem Dagur íslenska fjárhundsins af því að það er afmælisdagur mannsins, sem spilaði lykilhlutverk í að bjarga tegundinni á sínum tíma en það var Mark Watsons,” segir Sóley Ragna Ragnarsdóttir, sem er í vinnuhópi vegna Dags íslenska fjárhundsins. En hvað er svona merkilegt við íslenska fjárhundinn umfram aðra hundategundir? „Fyrir utan það að vera náttúrulega þjóðar hundurinn okkar þá er þetta mjög skemmtileg hundategund . Hann er vinnusamur hundur, hann er elskulegur, hann er heilbrigður, hann er fallegur. Það er bara allt skemmtilegt við tegundina”, segir Þórhildur Bjartmarz, forsvarskona Dags íslenska fjárhundsins. Ágúst Elí Ágústsson, ljósmyndari með forsetahjónunum en hann var með ljósmyndasýningu af íslenskum hundunum á Árbæjarsafni í tilefni dagsins í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands hefur alltaf haft áhuga á hundum, ekki síst þeim íslenska enda var hún einn af gestum dagsins í dag. „Heyrðu, ég er í einhverjum besta félagsskap, sem ég hef verið í lengi með íslenska hundinum,” segir Halla skælbrosandi. Og hefur þú sjálf og þið hjónin átti hund eða hvað? „Já, við kvöddum hundinn okkar eftir næstum því tíu ár fyrir ári síðan. Það er líklega með því erfiðara, sem ég hef gengið í gegnum að kveðja hundinn sinn.” En kemur nýr hundur á Bessastaði? „Eigum við ekki að segja að þetta kitli allavega að sjá þessa hunda hérna. Það er mikið að vera freista mín að Bessastaðir væri gott heimili fyrir íslenskan hund. En þetta er besti vinur mannsins og þessir eru víst alveg einstakir hvað það varðar, elska eigendur sína,” segir Halla. Þórhildur Bjartmarz, forsvarskona Dags íslenska fjárhundsins og frú Halla Tómasdóttir spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Deild íslenska fjárhundsins á Facebook fyrir áhugasama Reykjavík Halla Tómasdóttir Hundar Menning Forseti Íslands Gæludýr Söfn Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Sérstök dagskrá var í tilefni dagsins, meðal annars ljósmyndasýning Ágústs Elí Ágústssonar, sem býr í Skorradal í Borgarfirði, en hann hefur myndað marga íslenska hunda í gegnum árin. Þá var svo kölluð Rallý hlýðni þar sem hundarnir gerðu listir sínar í rallýbraut með eigendum sínum. „Það er í rauninni talið að tegundin sé afkoma fyrstu hundanna, sem komu hingað með Víkingunum á sínum tíma þannig að það má segja að tegundin hafi alltaf verið viðloðandi við landið. Dagurinn 18. júlí var valin, sem Dagur íslenska fjárhundsins af því að það er afmælisdagur mannsins, sem spilaði lykilhlutverk í að bjarga tegundinni á sínum tíma en það var Mark Watsons,” segir Sóley Ragna Ragnarsdóttir, sem er í vinnuhópi vegna Dags íslenska fjárhundsins. En hvað er svona merkilegt við íslenska fjárhundinn umfram aðra hundategundir? „Fyrir utan það að vera náttúrulega þjóðar hundurinn okkar þá er þetta mjög skemmtileg hundategund . Hann er vinnusamur hundur, hann er elskulegur, hann er heilbrigður, hann er fallegur. Það er bara allt skemmtilegt við tegundina”, segir Þórhildur Bjartmarz, forsvarskona Dags íslenska fjárhundsins. Ágúst Elí Ágústsson, ljósmyndari með forsetahjónunum en hann var með ljósmyndasýningu af íslenskum hundunum á Árbæjarsafni í tilefni dagsins í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands hefur alltaf haft áhuga á hundum, ekki síst þeim íslenska enda var hún einn af gestum dagsins í dag. „Heyrðu, ég er í einhverjum besta félagsskap, sem ég hef verið í lengi með íslenska hundinum,” segir Halla skælbrosandi. Og hefur þú sjálf og þið hjónin átti hund eða hvað? „Já, við kvöddum hundinn okkar eftir næstum því tíu ár fyrir ári síðan. Það er líklega með því erfiðara, sem ég hef gengið í gegnum að kveðja hundinn sinn.” En kemur nýr hundur á Bessastaði? „Eigum við ekki að segja að þetta kitli allavega að sjá þessa hunda hérna. Það er mikið að vera freista mín að Bessastaðir væri gott heimili fyrir íslenskan hund. En þetta er besti vinur mannsins og þessir eru víst alveg einstakir hvað það varðar, elska eigendur sína,” segir Halla. Þórhildur Bjartmarz, forsvarskona Dags íslenska fjárhundsins og frú Halla Tómasdóttir spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Deild íslenska fjárhundsins á Facebook fyrir áhugasama
Reykjavík Halla Tómasdóttir Hundar Menning Forseti Íslands Gæludýr Söfn Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira