Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. júlí 2025 19:48 Sigurður Ingi krefst þess að utanríkisráðherra verði viðstaddur fundinn. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis komi saman til fundar vegna heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands. Fram kemur í tilkynningu sem hann sendi frá sér í kvöld að hann leggi áherslu á að utanríkisráðherra verði viðstaddur fundinn til að veita upplýsingar um efni og gang viðræðna sem áttu sér stað milli forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar og forseta framkvæmdastjórnarinnar á meðan á heimsókninni stóð. Kristrún og Ursula heimsóttu ÞórsmörkFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins „Það er mikilvægt að Alþingi, í gegnum utanríkismálanefnd, fái skýrar upplýsingar um umfjöllunarefni og niðurstöður fundarins með forseta framkvæmdastjórnar ESB. Í ljósi umfangs og eðlis viðræðna af þessu tagi ber að tryggja gagnsæi og upplýsta umræðu innan þingsins,“ segir Sigurður Ingi. Kallar varnarsamstarf innan Evrópusambandsins stríðsbandalag Fundarbeiðnin var lögð fram í dag og þess óskað að fundurinn verði haldinn án tafar. Sigurður Ingi segir um mikilvægt hagsmunamál fyrir íslenska þjóð að ræða. Í tilkynningunni segist Sigurður Ingi telja rétt að sérstaklega verði fjallað um eftirfarandi atriði á fundinum: Hvort á einhvern hátt hafi komið fram að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar vilji hraða ákvörðunarferlinu um hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið – til dæmis með því að flýta boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvort rætt hafi verið um þátttöku Íslands í sameiginlegu öryggis- og varnarmálasamstarfi Evrópu sem kunni að fela í sér aðild að stríðsbandalagi. Hvort gefnar hafi verið yfirlýsingar af hálfu íslenskra stjórnvalda sem snúa að auknum útgjöldum Íslands til varnamála. Krefst umræðu Að lokum segir hann að um sé að ræða grundvallaratriði í utanríkisstefnu og þjóðaröryggi sem krefjist umræðu á vettvangi þingsins og í þjóðfélagsumræðu. „[Á]ður en yfirlýsingar eru gefnar eða stefna tekin sem hefur áhrif til langrar framtíðar,“ segir hann. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu sem hann sendi frá sér í kvöld að hann leggi áherslu á að utanríkisráðherra verði viðstaddur fundinn til að veita upplýsingar um efni og gang viðræðna sem áttu sér stað milli forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar og forseta framkvæmdastjórnarinnar á meðan á heimsókninni stóð. Kristrún og Ursula heimsóttu ÞórsmörkFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins „Það er mikilvægt að Alþingi, í gegnum utanríkismálanefnd, fái skýrar upplýsingar um umfjöllunarefni og niðurstöður fundarins með forseta framkvæmdastjórnar ESB. Í ljósi umfangs og eðlis viðræðna af þessu tagi ber að tryggja gagnsæi og upplýsta umræðu innan þingsins,“ segir Sigurður Ingi. Kallar varnarsamstarf innan Evrópusambandsins stríðsbandalag Fundarbeiðnin var lögð fram í dag og þess óskað að fundurinn verði haldinn án tafar. Sigurður Ingi segir um mikilvægt hagsmunamál fyrir íslenska þjóð að ræða. Í tilkynningunni segist Sigurður Ingi telja rétt að sérstaklega verði fjallað um eftirfarandi atriði á fundinum: Hvort á einhvern hátt hafi komið fram að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar vilji hraða ákvörðunarferlinu um hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið – til dæmis með því að flýta boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvort rætt hafi verið um þátttöku Íslands í sameiginlegu öryggis- og varnarmálasamstarfi Evrópu sem kunni að fela í sér aðild að stríðsbandalagi. Hvort gefnar hafi verið yfirlýsingar af hálfu íslenskra stjórnvalda sem snúa að auknum útgjöldum Íslands til varnamála. Krefst umræðu Að lokum segir hann að um sé að ræða grundvallaratriði í utanríkisstefnu og þjóðaröryggi sem krefjist umræðu á vettvangi þingsins og í þjóðfélagsumræðu. „[Á]ður en yfirlýsingar eru gefnar eða stefna tekin sem hefur áhrif til langrar framtíðar,“ segir hann.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði