Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 19. júlí 2025 08:02 Forystumönnum Evrópusambandsins var fullljóst hvert markmið íslenzkra stjórnvalda var með bréfi sem Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, sendi til þeirra vorið 2015 og var ætlað að draga til baka umsókn fyrri stjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í sambandið. Ekki sízt þar sem uppkast að bréfinu var samið í samstarfi embættismanna utanríkisráðuneytisins og embættismanna Evrópusambandsins auk þess sem sambandið var og er með sendiskrifstofu á Íslandi sem fylgist vel með stjórnmálaumræðunni hérlendis. Fullyrt var við Gunnar Braga, bæði af embættismönnum utanríkisráðuneytisins og Evrópusambandsins, að bréfið fæli í sér að umsóknin yrði dregin til baka. Þar sagði að íslenzk stjórnvöld litu svo á að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki. Hins vegar var notað hugtakið „candidate country“ í enskri útgáfu bréfsins sem embættismennirnir sömdu uppkastið að en ekki „applicant country“. Þegar ríki sendir inn umsókn verður það „applicant country“ og verður síðan „candidate country“ ef umsóknin er samþykkt. Á íslenzku er hins vegar talað um umsóknarríki í báðum tilfellum. Vitanlega hljóta bæði umræddir embættismenn utanríkisráðuneytisins og Evrópusambandsins að hafa verið vel meðvitaðir um það að strangt til tekið væri ekki verið að nota rétt hugtak. Afar ólíklegt verður þannig að telja að þeir hafi ekki þekkt hvernig umsóknarferlið virkaði. Annað hefði auðvitað verið til marks um stórkostlega vanhæfni. Stuttu eftir að bréfið var sent í góðri trú lýstu embættismenn sambandsins því hins vegar yfir aðspurðir í fjölmiðlum að umsóknin hefði alls ekki verið dregin til baka með því. Þvert á það sem þeir höfðu fullvissað Gunnar Braga um skömmu áður. Vert er að rifja upp í þessum efnum að eftir að bréf Gunnars Braga var sent til Evrópusambandsins hvatti þáverandi formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, þingflokk jafnaðarmanna á þingi sambandsins til þess að þrýsta á framkvæmdastjórn þess að líta áfram á Ísland sem umsóknarríki og hunza þannig vilja íslenzkra stjórvalda. Ljóst er að orðið hefur verið við því. Framganga Evrópusambandsins í þessum efnum er vitanlega fyrir neðan allar hellur. Það er einu sinni svo að þegar sambandið hefur læst klónum í eitthvað sleppir það ekki takinu svo auðveldlega aftur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Forystumönnum Evrópusambandsins var fullljóst hvert markmið íslenzkra stjórnvalda var með bréfi sem Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, sendi til þeirra vorið 2015 og var ætlað að draga til baka umsókn fyrri stjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í sambandið. Ekki sízt þar sem uppkast að bréfinu var samið í samstarfi embættismanna utanríkisráðuneytisins og embættismanna Evrópusambandsins auk þess sem sambandið var og er með sendiskrifstofu á Íslandi sem fylgist vel með stjórnmálaumræðunni hérlendis. Fullyrt var við Gunnar Braga, bæði af embættismönnum utanríkisráðuneytisins og Evrópusambandsins, að bréfið fæli í sér að umsóknin yrði dregin til baka. Þar sagði að íslenzk stjórnvöld litu svo á að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki. Hins vegar var notað hugtakið „candidate country“ í enskri útgáfu bréfsins sem embættismennirnir sömdu uppkastið að en ekki „applicant country“. Þegar ríki sendir inn umsókn verður það „applicant country“ og verður síðan „candidate country“ ef umsóknin er samþykkt. Á íslenzku er hins vegar talað um umsóknarríki í báðum tilfellum. Vitanlega hljóta bæði umræddir embættismenn utanríkisráðuneytisins og Evrópusambandsins að hafa verið vel meðvitaðir um það að strangt til tekið væri ekki verið að nota rétt hugtak. Afar ólíklegt verður þannig að telja að þeir hafi ekki þekkt hvernig umsóknarferlið virkaði. Annað hefði auðvitað verið til marks um stórkostlega vanhæfni. Stuttu eftir að bréfið var sent í góðri trú lýstu embættismenn sambandsins því hins vegar yfir aðspurðir í fjölmiðlum að umsóknin hefði alls ekki verið dregin til baka með því. Þvert á það sem þeir höfðu fullvissað Gunnar Braga um skömmu áður. Vert er að rifja upp í þessum efnum að eftir að bréf Gunnars Braga var sent til Evrópusambandsins hvatti þáverandi formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, þingflokk jafnaðarmanna á þingi sambandsins til þess að þrýsta á framkvæmdastjórn þess að líta áfram á Ísland sem umsóknarríki og hunza þannig vilja íslenzkra stjórvalda. Ljóst er að orðið hefur verið við því. Framganga Evrópusambandsins í þessum efnum er vitanlega fyrir neðan allar hellur. Það er einu sinni svo að þegar sambandið hefur læst klónum í eitthvað sleppir það ekki takinu svo auðveldlega aftur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar