Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2025 09:30 Smilla Holmberg var algjörlega niðurbrotin eftir tapið í vítakeppninni. Hún er aðeins átján ára gömul og var að keppa á sínu fyrsta stórmóti. Getty/EyesWideOpen Zlatan Ibrahimovic fann, eins og fleiri, mikið til með sænsku knattspyrnukonunni Smillu Holmberg eftir tap sænska kvennalandsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Sviss. Hin átján ára gamla Holmberg var send til að taka víti í vítakeppninni, þrátt fyrir að reynslumeiri leikmenn höfðu enn ekki tekið víti og stelpugreyið klúðraði síðan vítinu. Þetta vítaklúður hennar tryggði enska liðinu sigurinn og sæti í átta liða úrslitum. Holmberg hágrét eftir vítaklúðrið en liðsfélagarnir reyndu sitt besta til að hugga hana. Faðir Holmberg sagði að dóttir sína hafi fengið skilaboð frá Ibrahimovic eftir leikinn. „Það var sorgmædd dóttir sem ég hélt utan um klukkutíma eftir leikinn,“ sagði Ola Persson, faðir Smillu. „Hún er sterk og hefur líka fengið mikinn stuðning, frá liðinu, stuðningsmönnum, vinum og ættingjum. Hún fékk meira að segja textaskilaboð frá Zlatan í morgun,“ sagði Persson. Zlatan er átrúnaðargoð hjá Smillu og skilaboðin skiptu hana miklu máli. Zlatan sagði henni að halda ótrauð áfram, taka næsta víti og næsta á eftir því og halda áfram að trúa á sig sjálfa. „Það mikilvægasta í þessu er að vítaklúður skilgreinir ekki feril hjá neinum leikmanni. Þvert á móti, þú lærir og þroskast í svona kringumstæðum,“ sagði Persson. Zlatan er markahæsti leikmaður sænska karlalandsliðsins frá upphafi og frægasti knattspyrnumaður Svía fyrr og síðar. Hann er meðeigandi af Hammarby, liði í Stokkhólmi sem Smilla Holmberg spilar með. @Sportbladet EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Hin átján ára gamla Holmberg var send til að taka víti í vítakeppninni, þrátt fyrir að reynslumeiri leikmenn höfðu enn ekki tekið víti og stelpugreyið klúðraði síðan vítinu. Þetta vítaklúður hennar tryggði enska liðinu sigurinn og sæti í átta liða úrslitum. Holmberg hágrét eftir vítaklúðrið en liðsfélagarnir reyndu sitt besta til að hugga hana. Faðir Holmberg sagði að dóttir sína hafi fengið skilaboð frá Ibrahimovic eftir leikinn. „Það var sorgmædd dóttir sem ég hélt utan um klukkutíma eftir leikinn,“ sagði Ola Persson, faðir Smillu. „Hún er sterk og hefur líka fengið mikinn stuðning, frá liðinu, stuðningsmönnum, vinum og ættingjum. Hún fékk meira að segja textaskilaboð frá Zlatan í morgun,“ sagði Persson. Zlatan er átrúnaðargoð hjá Smillu og skilaboðin skiptu hana miklu máli. Zlatan sagði henni að halda ótrauð áfram, taka næsta víti og næsta á eftir því og halda áfram að trúa á sig sjálfa. „Það mikilvægasta í þessu er að vítaklúður skilgreinir ekki feril hjá neinum leikmanni. Þvert á móti, þú lærir og þroskast í svona kringumstæðum,“ sagði Persson. Zlatan er markahæsti leikmaður sænska karlalandsliðsins frá upphafi og frægasti knattspyrnumaður Svía fyrr og síðar. Hann er meðeigandi af Hammarby, liði í Stokkhólmi sem Smilla Holmberg spilar með. @Sportbladet
EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira