Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júlí 2025 13:06 Lögreglumaður sýnir börnum í sumarstarfi Skagastrandar hvernig fingraför líta út. Aðsend Lögreglan á Norðurlandi vestra gerir alltaf meira og meira af því að sinna samfélagslöggæslu þar sem höfuðáhersla er lögð á náið samstarf lögreglu og nærsamfélagsins við löggæslustörf. Samfélagslöggæsla er víða að ryðja sér til rúms hjá lögregluembættum landsins en þar er rík áhersla lögð á náið og samstarf lögreglu og fólksins í samfélagi hvað varðar afbrotavarnir og úrlausn vandamála til að stuðla að betra og öruggara samfélagi fyrir alla. Samfélagslöggæsla hefur víða gefið góða raun eins og hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra en Ásdís Ýr Arnarsdóttir er sérfræðingur embættisins í samfélagslöggæslu og þekkir því vel til verkefnisins. „Tilgangurinn og markmiðið er fyrst og fremst að auka sýnileika lögreglu og auka traust fólks til lögreglu. Og við trúum að við vinnum betra starf í forvörnum og öðru með því að vera sýnilegri og meiri þátttakandi í samfélaginu. Og vera nær fólkinu líka því við erum líka náttúrulega í mjög litlu samfélagi þannig að þá skiptir máli að fólk treysti lögreglu,” segir Ásdís Ýr. Lögreglumenn í reiðhjólaskoðun á HofsósiAðsend Og maður sér að þið eruð mikið að leita til krakka og unglinga og vera þeim þeim. Er það ekki svolítið áhugavert? „Jú, það er mjög gaman. Við reynum að gera mikið af því, að vera svona partur af þeirra samveru og þeirra lífi,” segir Ásdís. Varðstjóri á Blönduósi, að taka þátt í Héraðsmóti USAH 2024 þar sem hún sigraði flokk fullorðinna.Aðsend Lögreglan á Blönduósi og þar í kring bregður oft á leik með íbúum, spilar t.d. körfubolta með unga fólkinu, skreppur á frjálsíþróttavöllinn og tekur kringlu- og spjótköst með krökkunum, sem eru að æfa frjálsar íþróttir og svona væri hægt að telja áfram og áfram allskonar viðburði þegar Lögreglan á svæðinu er annars vegar. Lögreglan í heimsókn hjá miðstigi Grunnskóla Húnaþings vestra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eruð þið ekki að fá jákvæð viðbrögð á þetta? „Jú, mjög svo frá samfélaginu og svo fengum við líka nýlega viðurkenningu frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, „Byggðagleraugun”, þar sem við fáum viðurkenningu fyrir það hvernig við nálgumst verkefnið á svæðisbundin hátt af því að við erum fyrst og fremst að hugsa um þarfir okkar samfélags og hvernig við getum bætt það og nært okkar fólk betur, sem sagt þjónustað okkar fólk betur,” segir Ásdís Ýr alsæl með verkefnið. Lögreglumenn með hópi nemenda Leikskóla Húnabyggðar í fangaklefa á lögreglustöðinni á Blönduósi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mynd frá síðasta samráðsfundi „Öruggara Norðurlands vestra” þar sem áherslan var á sameiginlega forvarnaráætlun landshlutans „FORNOR”. Á myndinni eru frá vinstri; Kristin Ingibjörg frá Húnabyggð, Ásdís Arinbjarnardóttir frá HSN, Þorkell Þorsteinsson fyrrum skólameistari FNV, Berglind Hlín Baldursdóttir frá Skagaströnd og svo Ásdís Ýr Arnardóttir.Aðsend Lögreglumaður,á Hofsósi að kynna fyrir nemendum búnað lögreglu. Og prufa þyngdina í vestinu.Aðsend Lögreglan Húnabyggð Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Samfélagslöggæsla er víða að ryðja sér til rúms hjá lögregluembættum landsins en þar er rík áhersla lögð á náið og samstarf lögreglu og fólksins í samfélagi hvað varðar afbrotavarnir og úrlausn vandamála til að stuðla að betra og öruggara samfélagi fyrir alla. Samfélagslöggæsla hefur víða gefið góða raun eins og hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra en Ásdís Ýr Arnarsdóttir er sérfræðingur embættisins í samfélagslöggæslu og þekkir því vel til verkefnisins. „Tilgangurinn og markmiðið er fyrst og fremst að auka sýnileika lögreglu og auka traust fólks til lögreglu. Og við trúum að við vinnum betra starf í forvörnum og öðru með því að vera sýnilegri og meiri þátttakandi í samfélaginu. Og vera nær fólkinu líka því við erum líka náttúrulega í mjög litlu samfélagi þannig að þá skiptir máli að fólk treysti lögreglu,” segir Ásdís Ýr. Lögreglumenn í reiðhjólaskoðun á HofsósiAðsend Og maður sér að þið eruð mikið að leita til krakka og unglinga og vera þeim þeim. Er það ekki svolítið áhugavert? „Jú, það er mjög gaman. Við reynum að gera mikið af því, að vera svona partur af þeirra samveru og þeirra lífi,” segir Ásdís. Varðstjóri á Blönduósi, að taka þátt í Héraðsmóti USAH 2024 þar sem hún sigraði flokk fullorðinna.Aðsend Lögreglan á Blönduósi og þar í kring bregður oft á leik með íbúum, spilar t.d. körfubolta með unga fólkinu, skreppur á frjálsíþróttavöllinn og tekur kringlu- og spjótköst með krökkunum, sem eru að æfa frjálsar íþróttir og svona væri hægt að telja áfram og áfram allskonar viðburði þegar Lögreglan á svæðinu er annars vegar. Lögreglan í heimsókn hjá miðstigi Grunnskóla Húnaþings vestra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eruð þið ekki að fá jákvæð viðbrögð á þetta? „Jú, mjög svo frá samfélaginu og svo fengum við líka nýlega viðurkenningu frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, „Byggðagleraugun”, þar sem við fáum viðurkenningu fyrir það hvernig við nálgumst verkefnið á svæðisbundin hátt af því að við erum fyrst og fremst að hugsa um þarfir okkar samfélags og hvernig við getum bætt það og nært okkar fólk betur, sem sagt þjónustað okkar fólk betur,” segir Ásdís Ýr alsæl með verkefnið. Lögreglumenn með hópi nemenda Leikskóla Húnabyggðar í fangaklefa á lögreglustöðinni á Blönduósi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mynd frá síðasta samráðsfundi „Öruggara Norðurlands vestra” þar sem áherslan var á sameiginlega forvarnaráætlun landshlutans „FORNOR”. Á myndinni eru frá vinstri; Kristin Ingibjörg frá Húnabyggð, Ásdís Arinbjarnardóttir frá HSN, Þorkell Þorsteinsson fyrrum skólameistari FNV, Berglind Hlín Baldursdóttir frá Skagaströnd og svo Ásdís Ýr Arnardóttir.Aðsend Lögreglumaður,á Hofsósi að kynna fyrir nemendum búnað lögreglu. Og prufa þyngdina í vestinu.Aðsend
Lögreglan Húnabyggð Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira