Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Agnar Már Másson skrifar 19. júlí 2025 10:32 Tvennt hélt til fjalla við Ytrárfjall norður af Ólafsfirði á föstudagseftirmiðdegi en lentu í sjálfheldu. Fjallabjörgun þurfti til, línur og tryggingar. Björgunarmenn hjálpuðu í nótt tveimur göngumönnum sem höfðu komið sér í sjálfheldu í Ytrárfjalli norðan við Ólafsfjörð. Björgunarmenn sigu með fólkið niður fjallið og komust allir óhultir af. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi hafi björgunarsveitum borist aðstoðarbeiðni frá tveimur sem höfðu komist í sjálfheldu í Ytrárfjalli vestan Rauðskarða, sem eru rétt norður af Ólafsfirði. Fólkið hafi verið á göngu frá því fyrr um daginn, verið sæmilega búið og óslasað, en ekki treyst sér ekki áfram né sömu leið til baka. Björgunarsveitir frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri voru boðaðar út til aðstoðar. Veður var sæmilegt, þokkalegur hiti og lítill vindur, en ljóst að þoka gæti lagst yfir svæðið. Fyrstu björgunarmenn komust að fólkinu upp úr miðnætti og var það orðið frekar stirt og aðeins farin að finna fyrir kulda. Landsbjörg segir aðstæður á svæðinu hafa verið erfiðar, talsvert brattlendi, klettar og laust grjót. Því hafi þurft að tryggja aðstæður eins og kostur var með öryggi allra í huga. Einnig hafi heitir drykkir fluttir að vettvangi. Á meðan björgunarfólk fetaði sig upp brattann að fólkinu var hugað að því að koma ökutækjum inn dalinn til að auðvelda niðurför að aðgerð lokinni og var hægt að keyra buggy-bíl og mikið breytta björgunarsveitarbíla upp torfarin slóða í dalnum. Siglínur voru notaðar við björgunaraðgerðina. Þegar hópur björgunarmanna voru komnir upp brattann að fólkinu var hafist handa við að tryggja aðstæður og undirbúa niðurför. Siglínur voru festar í bergið og fólkinu komið í sigbelti og undirbúið til niðurfarar. Síga þurfti niður fjallið í þremur spönnum, eða þremur hlutum, þar sem sigið var niður hverja spönn fyrir sig áður en haldið var áfram. Verkið vannst hægt, fyrst og fremst vegna aðstæðna í fjallinu, en einnig lagðist þoka yfir svæðið um tíma og gerði björgunarfólki erfiðara fyrir. Hægt og rólega var fólkið aðstoðað niður hverja spönn fyrir sig. Rétt fyrir fjögur í nótt var búið að aðstoða fólkið niður mesta brattann, en hluti björgunarmanna var enn í fjallinu. Þegar allir voru komnir niður þessa þriðju spönn, var hópurinn kominn á svæði þar sem göngufært var niður í dalinn, þar sem bílar björgunarsveita biðu eftir að flytja fólk og björgunarmenn niður dalinn. Það var svo á sjötta tímanum í morgun að allir voru komnir niður dalinn. Síðustu björgunarmenn skiluðu sér í bækistöðvar rétt fyrir sjö í morgun. Björgunarsveitir Fjallabyggð Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Fleiri fréttir Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Sjá meira
Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi hafi björgunarsveitum borist aðstoðarbeiðni frá tveimur sem höfðu komist í sjálfheldu í Ytrárfjalli vestan Rauðskarða, sem eru rétt norður af Ólafsfirði. Fólkið hafi verið á göngu frá því fyrr um daginn, verið sæmilega búið og óslasað, en ekki treyst sér ekki áfram né sömu leið til baka. Björgunarsveitir frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri voru boðaðar út til aðstoðar. Veður var sæmilegt, þokkalegur hiti og lítill vindur, en ljóst að þoka gæti lagst yfir svæðið. Fyrstu björgunarmenn komust að fólkinu upp úr miðnætti og var það orðið frekar stirt og aðeins farin að finna fyrir kulda. Landsbjörg segir aðstæður á svæðinu hafa verið erfiðar, talsvert brattlendi, klettar og laust grjót. Því hafi þurft að tryggja aðstæður eins og kostur var með öryggi allra í huga. Einnig hafi heitir drykkir fluttir að vettvangi. Á meðan björgunarfólk fetaði sig upp brattann að fólkinu var hugað að því að koma ökutækjum inn dalinn til að auðvelda niðurför að aðgerð lokinni og var hægt að keyra buggy-bíl og mikið breytta björgunarsveitarbíla upp torfarin slóða í dalnum. Siglínur voru notaðar við björgunaraðgerðina. Þegar hópur björgunarmanna voru komnir upp brattann að fólkinu var hafist handa við að tryggja aðstæður og undirbúa niðurför. Siglínur voru festar í bergið og fólkinu komið í sigbelti og undirbúið til niðurfarar. Síga þurfti niður fjallið í þremur spönnum, eða þremur hlutum, þar sem sigið var niður hverja spönn fyrir sig áður en haldið var áfram. Verkið vannst hægt, fyrst og fremst vegna aðstæðna í fjallinu, en einnig lagðist þoka yfir svæðið um tíma og gerði björgunarfólki erfiðara fyrir. Hægt og rólega var fólkið aðstoðað niður hverja spönn fyrir sig. Rétt fyrir fjögur í nótt var búið að aðstoða fólkið niður mesta brattann, en hluti björgunarmanna var enn í fjallinu. Þegar allir voru komnir niður þessa þriðju spönn, var hópurinn kominn á svæði þar sem göngufært var niður í dalinn, þar sem bílar björgunarsveita biðu eftir að flytja fólk og björgunarmenn niður dalinn. Það var svo á sjötta tímanum í morgun að allir voru komnir niður dalinn. Síðustu björgunarmenn skiluðu sér í bækistöðvar rétt fyrir sjö í morgun.
Björgunarsveitir Fjallabyggð Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Fleiri fréttir Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Sjá meira