Þorgerður til í fund og það strax Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2025 12:16 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Búið er að boða til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis strax á mánudag eftir að þingmenn stjórnarandstöðu óskuðu eftir því að svo yrði gert. Utanríkisráðherra segir miður að stjórnarandstaðan reyni að gera heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tortyggilega. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ríkisstjórnina sjálf gera heimsóknina tortryggilega. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann óskaði eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis kæmi tafarlaust saman í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í utanríkismálanefnd, gerði slíkt hið sama. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist strax í morgun hafa rætt við formann utanríkismálanefndar og sagst reiðubúin að mæta á fund nefndarinnar strax á mánudag. Hún segir mikilvægt hvernig stjórn og stjórnarandstaða tjáir sig um mikilvæg málefni sem þessi. „Mér finnst miður þegar leiðtogi okkar stærsta markaðar — sjötíu prósent af okkar vörum fara á ESB-markað — og þegar leiðtogi þess markaðar kemur að efla samskipti, séu flokkar að reyna að gera þessa heimsókn tortryggilega,“ segir Þorgerður. Hún segir mikilvægt á tímum sem þessum, þegar umrót sé í heimsmálum, að líkt þenkjandi þjóðir tali saman. Ísland sé að auka breiddina í samstarfi við aðra, málið snúist ekki um ESB heldur að bæta viðskiptakjör á grundvelli EES-samningsins. „Það er stefna íslensku ríkisstjórnarinnar, en mér finnst leitt að skynja það að það sé að verða stefnubreyting hjá stjórnarandstöðu sem vill ekki slíkt samstarf hvort sem það er ESB, Bretar eða Norðmenn. Það er áhyggjuefni og þess vegna vil ég gjarnan hitta fólkið í utanríkismálanefnd,“ segir utanríkisráðherra. Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í utanríkismálanefnd, segir að samráð við nefndina sé ekki uppfyllt. „Ég fagna því að Viðreisn sé komin á bátinn með okkur Sjálfstæðismönnum að styrkja EES-samstarfið, m.a. bættan markaðgang sem er auðvitað gríðarlega mikilvægt. Ég get tekið undir það almennt að það sé mikilvægt að við séum í nánum tengslum við okkar samstarfs- og vinaþjóðir eins og við erum og höfum verið að gera,“ segir Diljá. Hún segir forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar sjálfa gera heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB tortryggilega. „Allt þetta safnast saman, viðtöl sem eru veitt meðan á heimsókn stendur, yfirlýsingar sem eru fallnar, blaðamannafundir og svo framvegis. Það eru þeir sjálfir sem bera ábyrgð á þessu leikriti sem er sett af stað sem auðvitað er sett í samhengi við markmið þessarar ríkisstjórnar um að koma Íslandi inn í ESB,“ bætir Diljá við. Evrópusambandið Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann óskaði eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis kæmi tafarlaust saman í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í utanríkismálanefnd, gerði slíkt hið sama. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist strax í morgun hafa rætt við formann utanríkismálanefndar og sagst reiðubúin að mæta á fund nefndarinnar strax á mánudag. Hún segir mikilvægt hvernig stjórn og stjórnarandstaða tjáir sig um mikilvæg málefni sem þessi. „Mér finnst miður þegar leiðtogi okkar stærsta markaðar — sjötíu prósent af okkar vörum fara á ESB-markað — og þegar leiðtogi þess markaðar kemur að efla samskipti, séu flokkar að reyna að gera þessa heimsókn tortryggilega,“ segir Þorgerður. Hún segir mikilvægt á tímum sem þessum, þegar umrót sé í heimsmálum, að líkt þenkjandi þjóðir tali saman. Ísland sé að auka breiddina í samstarfi við aðra, málið snúist ekki um ESB heldur að bæta viðskiptakjör á grundvelli EES-samningsins. „Það er stefna íslensku ríkisstjórnarinnar, en mér finnst leitt að skynja það að það sé að verða stefnubreyting hjá stjórnarandstöðu sem vill ekki slíkt samstarf hvort sem það er ESB, Bretar eða Norðmenn. Það er áhyggjuefni og þess vegna vil ég gjarnan hitta fólkið í utanríkismálanefnd,“ segir utanríkisráðherra. Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í utanríkismálanefnd, segir að samráð við nefndina sé ekki uppfyllt. „Ég fagna því að Viðreisn sé komin á bátinn með okkur Sjálfstæðismönnum að styrkja EES-samstarfið, m.a. bættan markaðgang sem er auðvitað gríðarlega mikilvægt. Ég get tekið undir það almennt að það sé mikilvægt að við séum í nánum tengslum við okkar samstarfs- og vinaþjóðir eins og við erum og höfum verið að gera,“ segir Diljá. Hún segir forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar sjálfa gera heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB tortryggilega. „Allt þetta safnast saman, viðtöl sem eru veitt meðan á heimsókn stendur, yfirlýsingar sem eru fallnar, blaðamannafundir og svo framvegis. Það eru þeir sjálfir sem bera ábyrgð á þessu leikriti sem er sett af stað sem auðvitað er sett í samhengi við markmið þessarar ríkisstjórnar um að koma Íslandi inn í ESB,“ bætir Diljá við.
Evrópusambandið Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira