Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júlí 2025 23:43 Gosmóðan hefur legið þétt yfir Akureyri undanfarna daga. Axel Gunnarsson Virkni eldgossins á Reykjanesskaga er mjög stöðug og búin að vera það frá í gærmorgun. Gosmóðan liggur þétt yfir suðvesturhorninu um þessar mundir og kemur hún ofan í þegar hlýtt og rakt loft. Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands greinir frá þessu í samtali við fréttastofu. Hún segir enn gjósa í tveimur gígum við miðbik sprungunnar sem opnaðist 16. júlí. Hún segir gosmóðuna talsverða og að hún sé aðallega bundin við landið suðvestanvert og að einhverju leyti sunnanvert. Búast megi við því að hún vari á meðan hægviðri er á landinu. Móðan er að sögn Jóhönnu blámóða sem er gömul gasmengun sem búin er að hvarfast og því mælist hún ekki beint á mælum Umhverfis- og orkustofnunar. Til séu leiðir til að mæla hana en erfitt sé að segja til um hve þétt hún er. Hins vegar sé bláleit móðan vel greinanleg með sjón- og lyktarskyninu, sérstaklega í dagrenningu. Augun og nefið eru því bestu mælitæki fólks sérstaklega úti á landi þar sem minna er um loftgæðamæla. Fólk er hvatt til að hafa varann á þegar móðan er þétt eins og á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í fyrramálið. Hægt er að fylgjast með loftgæðum á suðvesturhorninu og víðar á vefsíðunni loftgæði.is Jóhanna hvetur viðkvæma til að fara varlega og ekki reyna of mikið á sig utandyra á meðan blámóðan liggur yfir borginni. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Loftgæði Reykjavík Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira
Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands greinir frá þessu í samtali við fréttastofu. Hún segir enn gjósa í tveimur gígum við miðbik sprungunnar sem opnaðist 16. júlí. Hún segir gosmóðuna talsverða og að hún sé aðallega bundin við landið suðvestanvert og að einhverju leyti sunnanvert. Búast megi við því að hún vari á meðan hægviðri er á landinu. Móðan er að sögn Jóhönnu blámóða sem er gömul gasmengun sem búin er að hvarfast og því mælist hún ekki beint á mælum Umhverfis- og orkustofnunar. Til séu leiðir til að mæla hana en erfitt sé að segja til um hve þétt hún er. Hins vegar sé bláleit móðan vel greinanleg með sjón- og lyktarskyninu, sérstaklega í dagrenningu. Augun og nefið eru því bestu mælitæki fólks sérstaklega úti á landi þar sem minna er um loftgæðamæla. Fólk er hvatt til að hafa varann á þegar móðan er þétt eins og á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í fyrramálið. Hægt er að fylgjast með loftgæðum á suðvesturhorninu og víðar á vefsíðunni loftgæði.is Jóhanna hvetur viðkvæma til að fara varlega og ekki reyna of mikið á sig utandyra á meðan blámóðan liggur yfir borginni.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Loftgæði Reykjavík Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira