Fótbolti

Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eigin­lega að hugsa?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kathrin Hendrich togar hér í hárið á hinni frönsku Griedge Mbock Bathy inn í teig. Víti var dæmt og rautt spjald fór á loft eftir aðstoð frá myndbandsdómurum.
Kathrin Hendrich togar hér í hárið á hinni frönsku Griedge Mbock Bathy inn í teig. Víti var dæmt og rautt spjald fór á loft eftir aðstoð frá myndbandsdómurum. Getty/ Charlotte Wilson

Kathrin Hendrich er einn af reyndustu leikmönnum þýska kvennalandsliðsins í fótbolta en hún skildi liðið sitt eftir í skítnum eftir óskiljanlega ákvörðun í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Sviss í gær.

Hin 33 ára gamla Hendrich fékk rauða spjaldið eftir aðeins þrettán mínútur fyrir að toga niður franskan leikmann á hárinu.

Það þykir flestum ótrúlegt að Hendrich hafi haldið að hún kæmist upp með slíkt vitandi af allt er skoðað af myndbandsdómurum.

Enn furðulegra er síðan leikaraskapur Hendrich eftir að rauða spjaldið fór á loft þegar hún lét eins og hún væri blásaklaus.

Hártogið blasti við þegar dómarinn fór í skjáinn og að sjálfsögðu fór rauða spjaldið á loft.

Frakkar skoruðu úr vítinu en þýska liðið náði að jafna metin manni færri og vann síðan á endanum í vítakeppni. Ótrúleg seigla og sigurvilji hjá þýska liðinu og algjör mótstaða við hugsunarleysi liðsfélaga þeirra.

Fólk fór mikið á samfélagsmiðlum í því að tjá hneykslun sinni á heilafrosti Hendrich og það er líka ekkert skrýtið að fólki spyrji: Hvað var hún eiginlega að hugsa?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×