Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2025 12:10 Pawel Bartoszek er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Arnar Formaður utanríkismálanefndar segir sjálfsagt mál að utanríkismálanefnd komi saman og ræði stefnu Íslands í Evrópumálum, eftir heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands í liðinni viku. Trúnaður ríkir um það sem nefndarmanna fer á milli, nema annað sé ákveðið. Fundurinn er fyrirhugaður klukkan eitt í dag, en nefndarmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir honum í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hingað til lands í síðustu viku. Samkvæmt opinberri dagskrá fundarins verða Evrópumál og öryggis- og varnarmál til umræðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdsóttir utanríkisráðherra mun sitja fyrir svörum á fundinum. „Það eru væntanlega þeir nefndarmenn sem óska eftir fundinum sem munu spyrja utanríkisráðherra, sem mætir á fundinn, og leiða umræðuna með þeim hætti,“ segir Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar. Pawel segir ekkert óeðlilegt að kallað sé til fundar til að ræða Evrópumál og öryggis- og varnarmál. „Enda var brugðist hratt við bæði af minni hálfu sem formaður utanríkismálanefndar að koma honum á og ráðherra sem var meira en tilbúinn að mæta og sitja fyrir svörum.“ Umræðan byggi á ágreiningi um ESB Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, sagði um helgina að leikritt hefði verið sett á svið í tengslum við heimsóknina, sem setja verði í samhengi við markmið ríkisstjórnarinnar um að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Pawel telur gagnrýnina að miklu leyti afleiðingu þess að fólk sé ósammála um hvaða stefnu Ísland eigi að taka í Evrópumálum. „Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að þjóðin eigi að fá að kjósa um framhald aðildarviðræðna. Svo eru einhverjir sem eru á móti því. Ég held að þessi umræða sé ákveðin birtingarmynd þess.“ Fundurinn lokaður Hefð er fyrir því að trúnaður ríki um margt sem fram fer á fundum utanríkismálanefndar. Pawel segir að málin verði þó að einhverjum hluta rædd á breiðum grundvelli og hluti þeirrar umræðu kunni að rata fyrir sjónir almennings. „Fundir fastanefnda Alþingis eru almennt lokaðir og það má ekki greina frá orðum einstaka nefndarmanna, en heimilt er að greina frá orðum gesta ef þeir veita sérstakt leyfi fyrir því.“ Utanríkismál Alþingi Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Fundurinn er fyrirhugaður klukkan eitt í dag, en nefndarmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir honum í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hingað til lands í síðustu viku. Samkvæmt opinberri dagskrá fundarins verða Evrópumál og öryggis- og varnarmál til umræðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdsóttir utanríkisráðherra mun sitja fyrir svörum á fundinum. „Það eru væntanlega þeir nefndarmenn sem óska eftir fundinum sem munu spyrja utanríkisráðherra, sem mætir á fundinn, og leiða umræðuna með þeim hætti,“ segir Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar. Pawel segir ekkert óeðlilegt að kallað sé til fundar til að ræða Evrópumál og öryggis- og varnarmál. „Enda var brugðist hratt við bæði af minni hálfu sem formaður utanríkismálanefndar að koma honum á og ráðherra sem var meira en tilbúinn að mæta og sitja fyrir svörum.“ Umræðan byggi á ágreiningi um ESB Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, sagði um helgina að leikritt hefði verið sett á svið í tengslum við heimsóknina, sem setja verði í samhengi við markmið ríkisstjórnarinnar um að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Pawel telur gagnrýnina að miklu leyti afleiðingu þess að fólk sé ósammála um hvaða stefnu Ísland eigi að taka í Evrópumálum. „Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að þjóðin eigi að fá að kjósa um framhald aðildarviðræðna. Svo eru einhverjir sem eru á móti því. Ég held að þessi umræða sé ákveðin birtingarmynd þess.“ Fundurinn lokaður Hefð er fyrir því að trúnaður ríki um margt sem fram fer á fundum utanríkismálanefndar. Pawel segir að málin verði þó að einhverjum hluta rædd á breiðum grundvelli og hluti þeirrar umræðu kunni að rata fyrir sjónir almennings. „Fundir fastanefnda Alþingis eru almennt lokaðir og það má ekki greina frá orðum einstaka nefndarmanna, en heimilt er að greina frá orðum gesta ef þeir veita sérstakt leyfi fyrir því.“
Utanríkismál Alþingi Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira