Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2025 11:03 Lögreglumenn á Keflavíkurflugvelli með fíkniefnaleitarhund. Vísir/Arnar Karlmaður sem á dögunum var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á kókaíni var ekki nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjaness vegna hótana og ógnana sem hann hefur sætt í tengslum við málið. Sá sem tók við efnunum og var gripinn glóðvolgur af lögreglu á von á þyngri dómi miðað við dómafordæmi. Hinn dæmdi, sem Héraðsdómur Reykjaness telur að hafi gegnt hlutverki burðardýrs í málinu, kom til landsins 22. apríl með tæplega þrjú kíló af kókaíni í ferðatösku. Það var af 82-85 prósenta styrkleika. Hann játaði brot sitt greiðlega og fékk tveggja ára dóm fyrir að frádregnu tæplega þriggja mánaða löngu gæsluvarðhaldi. Athygli vakti að nafn mannsins var ekki birt í dómnum á vef Héraðsdóms Reykjaness eins og hefð er fyrir. Þá kom heldur ekki fram hvaðan maðurinn ferðaðist. Það er helst í kynferðis- og ofbeldisbrotamálum þar sem tenging er milli þolanda og geranda sem dómstólar birta ekki nöfn þeirra sem hljóta dóm og þá með hagsmuni brotaþola í huga. Annars er hinn almenna regla að það sem gerist í dómstólum sé fyrir opnum tjöldum, í heyranda hljóði eins og það er orðað. Jónas Jóhannsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að ákvörðun um nafnleynd hafi verið tekin vegna hótana og ógnanna sem sakborningur hefur sætt hér á landi eftir að hann ákvað að ganga til samvinnu við lögreglu og aðstoða við að upplýsa um hlut annarra í keðjunni. Annar maður í keðjunni sætir ákæru fyrir að hafa gert tilraun til að taka á móti og varsla umrædd 2,9 kíló af kókaíni. Þá hafði lögreglan lagt hald á kókaínið og skipt því út fyrir gerviefnin. Sá sem kom með efnin til landsins hélt á fund ákærða sem var handtekinn. Málið á hendur þeim sem tók við gerviefnunum var þingfest þann 15. júlí síðastliðinn og neitaði ákærði sök. Fyrirtaka verður í málinu í ágúst og aðalmeðferð hefur verið ákveðin þann 17. september. Verði ákærði fundinn sekur um að hafa gert tilraun til að taka við fíkniefnunum má gera ráð fyrir að refsing hans verði umtalsvert þyngri en í tilfelli þess sem flutti efnin inn, burðardýrið neðst í keðjunni. Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Hinn dæmdi, sem Héraðsdómur Reykjaness telur að hafi gegnt hlutverki burðardýrs í málinu, kom til landsins 22. apríl með tæplega þrjú kíló af kókaíni í ferðatösku. Það var af 82-85 prósenta styrkleika. Hann játaði brot sitt greiðlega og fékk tveggja ára dóm fyrir að frádregnu tæplega þriggja mánaða löngu gæsluvarðhaldi. Athygli vakti að nafn mannsins var ekki birt í dómnum á vef Héraðsdóms Reykjaness eins og hefð er fyrir. Þá kom heldur ekki fram hvaðan maðurinn ferðaðist. Það er helst í kynferðis- og ofbeldisbrotamálum þar sem tenging er milli þolanda og geranda sem dómstólar birta ekki nöfn þeirra sem hljóta dóm og þá með hagsmuni brotaþola í huga. Annars er hinn almenna regla að það sem gerist í dómstólum sé fyrir opnum tjöldum, í heyranda hljóði eins og það er orðað. Jónas Jóhannsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að ákvörðun um nafnleynd hafi verið tekin vegna hótana og ógnanna sem sakborningur hefur sætt hér á landi eftir að hann ákvað að ganga til samvinnu við lögreglu og aðstoða við að upplýsa um hlut annarra í keðjunni. Annar maður í keðjunni sætir ákæru fyrir að hafa gert tilraun til að taka á móti og varsla umrædd 2,9 kíló af kókaíni. Þá hafði lögreglan lagt hald á kókaínið og skipt því út fyrir gerviefnin. Sá sem kom með efnin til landsins hélt á fund ákærða sem var handtekinn. Málið á hendur þeim sem tók við gerviefnunum var þingfest þann 15. júlí síðastliðinn og neitaði ákærði sök. Fyrirtaka verður í málinu í ágúst og aðalmeðferð hefur verið ákveðin þann 17. september. Verði ákærði fundinn sekur um að hafa gert tilraun til að taka við fíkniefnunum má gera ráð fyrir að refsing hans verði umtalsvert þyngri en í tilfelli þess sem flutti efnin inn, burðardýrið neðst í keðjunni.
Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira