Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar 22. júlí 2025 13:32 Á Íslandi æfa tugþúsundir barna og ungmenna íþróttir, við eigum afreksíþróttafólk í fjölmörgum greinum og landslið sem keppa á stórmótum. Fólk á öllum aldri tekur þátt í ólíkum verkefnum sem snúa að forvörnum og lýðheilsu auk þess sem í íþróttum hafa margir eignast vini fyrir lífstíð. Hlutverk íþróttahreyfingarinnar er þannig bæði stórt og fjölbreytt. Umfangsmiklu hlutverki fylgir líka mikil ábyrgð. Við í íþróttahreyfingunni berum að sjálfsögðu ábyrgð á íþróttaframboði í landinu, tækifærum allra til að iðka þær og að æfingaaðstæður afreksfólksins okkar séu sem bestar. En við berum líka mikla samfélagslega ábyrgð. Við þurfum að hugsa til framtíðar, setja mál á dagskrá og setja okkur markmið til þess að ná árangri, um leið og við hlúum áfram að því sem vel hefur verið gert. Auknar vinsældir íþróttaveðmála Athygli mín hefur verið vakin á vaxandi vinsældum fjárhættuspila sem og „normalíseringu“ þeirra. Þetta á ekki síst við um íþróttaveðmál þar sem veðjað er á úrslit leikja og ýmislegt fleira sem tengist þeim. Auknar vinsældir slíkra veðmála er ekki bara þróunin hérlendis heldur um allan heim. Á nýlegu málþingi kom fram að fólk hér á landi hefur þurft að fá lyfjagjöf til að komast yfir fráhvörf af veðmálum, bankar hafa lokað fyrir greiðslur barna til erlendra veðmálafyrirtækja eftir að hafa orðið varir við mikla aukningu og leikmenn yngri flokka fá skilaboð frá fullorðnum aðilum úti í bæ sem spyrja út í ástand liðsins til að meta bestu möguleika í veðmálum dagsins. Ungir karlar í mestri hættu Veðmál eru ekki hættulaus en hópurinn sem er í mestri hættu á að þróa með sér spilavanda er nokkuð afmarkaður og því gæti verið að margir sjái ekki vandamálið í sínu nærumhverfi. Rannsóknir sýna að ungir karlar eru langstærsti áhættuhópurinn. Þeir sýna fjárhættuspilum talsvert mikinn og stigvaxandi áhuga enda er markaðsefnið sérstaklega sniðið að þeim. Um 4-7 þúsund Íslendingar glíma við spilavanda og þar af eru ungir karlar langstærstur hluti þeirra. Þá hafa 50% þeirra sem leita hjálpar vegna spilavanda glímt við sjálfsvígshugsanir og 20% hafa gert sjálfsvígstilraunir. Við sjáum því að áhugi á að taka þátt í íþróttaveðmálum sér til skemmtunar getur, jafnvel fyrir stóran hóp, leitt til alvarlegra heilsufarsvandamála. Það er algerlega andstætt gildum íþróttahreyfingarinnar um heilbrigði og hreysti. Ógn við trúverðugleika íþrótta Íþróttaveðmál sem boðið er upp á erlendum veðmálasíðum, sem reyndar starfa ólöglega hér á landi, geta líka ógnað trúverðugleika íþróttanna og dregið úr ánægju þátttakenda. Við sjáum fréttir bæði innanlands og utan þar sem íþróttamönnum er vísað úr keppni fyrir að veðja á eigin leiki og þar sem íþróttamenn verða fyrir aðkasti og jafnvel hótunum frá notendum veðmálasíðna í þeim tilgangi að hagræða úrslitum eða hafa áhrif á atvik sem tengjast veðmálum. Þetta er óásættanlegt og ekki í anda þess sem við í íþróttahreyfingunni viljum að íþróttirnar snúist um: Sanngjarna keppni, gleði og möguleikann til að skara fram úr á eigin verðleikum. Hvatning til okkar allra Við sem Íslendingar viljum vera stolt af okkar íþróttahreyfingu og menningu hennar. Tilgangur þessara skrifa er að vekja athygli á málinu, opna umræðuna og fá fram sjónarmið um hvaða leiðir eru færar til að bregðast við aðsteðjandi vanda. Það skiptir miklu máli að fyrirtæki sem bjóða upp á veðmál hafi skýra stefnu um ábyrga spilun og beini fólki ekki í hættulegan farveg. Á sama tíma og meirihluti þeirra sem veðja hafa stjórn á sinni spilun og nýta hana jafnvel í félagslegum tilgangi getum við ekki horft fram hjá dekkri hliðum hennar. Við verðum að taka uppbyggilega umræðu um stöðuna, út frá ólíkum hliðum og fá fram mismunandi sjónarmið. Ef við sitjum hjá og leyfum vandamálinu að grassera er ljóst að lýðheilsa ungu kynslóðarinnar okkar og trúverðugleiki íþróttanna er að veði. Ég hvet því alla til þess að láta sig málið varða, foreldra til að kynna sér þetta og upplýsa börnin sín um hættur fjárhættuspila og okkur sem stöndum að íþróttahreyfingu landsins til að skoða málið af ábyrgð. Tökum umræðuna og vinnum að því að skapa örugga, heilsusamlega og jákvæða menningu í kringum íþróttahreyfinguna og fólkið okkar, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Fjárhættuspil ÍSÍ Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi æfa tugþúsundir barna og ungmenna íþróttir, við eigum afreksíþróttafólk í fjölmörgum greinum og landslið sem keppa á stórmótum. Fólk á öllum aldri tekur þátt í ólíkum verkefnum sem snúa að forvörnum og lýðheilsu auk þess sem í íþróttum hafa margir eignast vini fyrir lífstíð. Hlutverk íþróttahreyfingarinnar er þannig bæði stórt og fjölbreytt. Umfangsmiklu hlutverki fylgir líka mikil ábyrgð. Við í íþróttahreyfingunni berum að sjálfsögðu ábyrgð á íþróttaframboði í landinu, tækifærum allra til að iðka þær og að æfingaaðstæður afreksfólksins okkar séu sem bestar. En við berum líka mikla samfélagslega ábyrgð. Við þurfum að hugsa til framtíðar, setja mál á dagskrá og setja okkur markmið til þess að ná árangri, um leið og við hlúum áfram að því sem vel hefur verið gert. Auknar vinsældir íþróttaveðmála Athygli mín hefur verið vakin á vaxandi vinsældum fjárhættuspila sem og „normalíseringu“ þeirra. Þetta á ekki síst við um íþróttaveðmál þar sem veðjað er á úrslit leikja og ýmislegt fleira sem tengist þeim. Auknar vinsældir slíkra veðmála er ekki bara þróunin hérlendis heldur um allan heim. Á nýlegu málþingi kom fram að fólk hér á landi hefur þurft að fá lyfjagjöf til að komast yfir fráhvörf af veðmálum, bankar hafa lokað fyrir greiðslur barna til erlendra veðmálafyrirtækja eftir að hafa orðið varir við mikla aukningu og leikmenn yngri flokka fá skilaboð frá fullorðnum aðilum úti í bæ sem spyrja út í ástand liðsins til að meta bestu möguleika í veðmálum dagsins. Ungir karlar í mestri hættu Veðmál eru ekki hættulaus en hópurinn sem er í mestri hættu á að þróa með sér spilavanda er nokkuð afmarkaður og því gæti verið að margir sjái ekki vandamálið í sínu nærumhverfi. Rannsóknir sýna að ungir karlar eru langstærsti áhættuhópurinn. Þeir sýna fjárhættuspilum talsvert mikinn og stigvaxandi áhuga enda er markaðsefnið sérstaklega sniðið að þeim. Um 4-7 þúsund Íslendingar glíma við spilavanda og þar af eru ungir karlar langstærstur hluti þeirra. Þá hafa 50% þeirra sem leita hjálpar vegna spilavanda glímt við sjálfsvígshugsanir og 20% hafa gert sjálfsvígstilraunir. Við sjáum því að áhugi á að taka þátt í íþróttaveðmálum sér til skemmtunar getur, jafnvel fyrir stóran hóp, leitt til alvarlegra heilsufarsvandamála. Það er algerlega andstætt gildum íþróttahreyfingarinnar um heilbrigði og hreysti. Ógn við trúverðugleika íþrótta Íþróttaveðmál sem boðið er upp á erlendum veðmálasíðum, sem reyndar starfa ólöglega hér á landi, geta líka ógnað trúverðugleika íþróttanna og dregið úr ánægju þátttakenda. Við sjáum fréttir bæði innanlands og utan þar sem íþróttamönnum er vísað úr keppni fyrir að veðja á eigin leiki og þar sem íþróttamenn verða fyrir aðkasti og jafnvel hótunum frá notendum veðmálasíðna í þeim tilgangi að hagræða úrslitum eða hafa áhrif á atvik sem tengjast veðmálum. Þetta er óásættanlegt og ekki í anda þess sem við í íþróttahreyfingunni viljum að íþróttirnar snúist um: Sanngjarna keppni, gleði og möguleikann til að skara fram úr á eigin verðleikum. Hvatning til okkar allra Við sem Íslendingar viljum vera stolt af okkar íþróttahreyfingu og menningu hennar. Tilgangur þessara skrifa er að vekja athygli á málinu, opna umræðuna og fá fram sjónarmið um hvaða leiðir eru færar til að bregðast við aðsteðjandi vanda. Það skiptir miklu máli að fyrirtæki sem bjóða upp á veðmál hafi skýra stefnu um ábyrga spilun og beini fólki ekki í hættulegan farveg. Á sama tíma og meirihluti þeirra sem veðja hafa stjórn á sinni spilun og nýta hana jafnvel í félagslegum tilgangi getum við ekki horft fram hjá dekkri hliðum hennar. Við verðum að taka uppbyggilega umræðu um stöðuna, út frá ólíkum hliðum og fá fram mismunandi sjónarmið. Ef við sitjum hjá og leyfum vandamálinu að grassera er ljóst að lýðheilsa ungu kynslóðarinnar okkar og trúverðugleiki íþróttanna er að veði. Ég hvet því alla til þess að láta sig málið varða, foreldra til að kynna sér þetta og upplýsa börnin sín um hættur fjárhættuspila og okkur sem stöndum að íþróttahreyfingu landsins til að skoða málið af ábyrgð. Tökum umræðuna og vinnum að því að skapa örugga, heilsusamlega og jákvæða menningu í kringum íþróttahreyfinguna og fólkið okkar, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun