Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 22. júlí 2025 13:46 Stórar og tímabærar breytingar eru framundan í fangelsimálum. Strax í apríl á þessu ári tilkynnti ríkisstjórnin um sjö þýðingarmiklar aðgerðir sem munu leiða til meiri samhæfingar innan kerfisins, betri nýtingu fjármuna og tryggari lagastoð fyrir nauðsynlegum en íþyngjandi inngripum. Ríkisstjórnin hefur tryggt fjármagn í þessar aðgerðir. Í alltof langan tíma hafa stjórnvöld staðið aðgerðalítil hjá gagnvart úrræðaleysi fyrir ósakhæfa einstaklinga sem glíma við alvarlegar þroska- eða geðraskanir. Í of langan tíma hefur úrræðaleysi ríkt gagnvart einstaklingum sem hafa lokið afplánun en teljast hættulegir samfélaginu og þurfa bæði eftirlit og stuðning. Þetta úrræðaleysi hefur leitt til alvarlegra afleiðinga fyrir þessa einstaklinga, aðstandendur þeirra og ekki síst fyrir öryggi samborgara þeirra. Lagabreytingar um öryggisráðstafanir Í haust mun ég þess vegna kynna frumvarp um öryggisráðstafanir vegna þessara einstaklinga. Núgildandi lög um öryggisráðstafanir hafa staðið óbreytt í áratugi og lagabreytingar því orðnar nauðsynlegar. Lagabreytingar munu tryggja mannréttindi þeirra sem um ræðir og öryggi samfélagsins. Undirbúningur er síðan hafinn af hálfu félagsmálaráðherra við að setja á stofn sérstaka öryggisstofnun sem mun vista og samhæfa nauðsynlega þjónustu við þennan hóp. Með uppfærslu laganna tryggjum við réttindi einstaklinga sem sæta öryggisráðstöfunum í samræmi við mannréttindakröfur stjórnarskrár og alþjóðlegar skuldbindingar. Með þessum skrefum tryggjum við að einstaklingar fái viðeigandi meðferð og viðeigandi stuðning. Þetta framfaraskref mun á sama tíma stuðla að auknu öryggi í íslensku samfélagi. Viðeigandi meðferð Það er á sama tíma ljóst að tryggja þarf betri meðferðarúrræði í fangelsum landsins þannig að menn séu ekki verr staddir að lokinni afplánun en þegar afplánun hófst. Staðan í fangelsismálum hefur til lengri tíma verið sú að það vantar fangelsispláss og það hefur jafnvel gerst að menn hafa ekki afplánað dóma fyrir alvarleg brot vegna þessa. Við erum að stíga markviss skref til að breyta þessari stöðu. Í haust mun ég leggja fram á Alþingi frumvarp um brottfararstöð. Ísland hefur um árabil verið eina Schengen ríkið sem engan slíkan stað á. Ísland hefur sætt gagnrýni vegna þessarar stöðu. Með brottfararstöð hverfum við frá þeirri ómannúðlegri meðferð að einstaklingar sem ekkert hafa brotið af sér eru vistaðir í fangelsum. Í brottfararstöðinni verða hins vegar vistaðir þeir útlendingar sem eiga að fara af landi brott vegna þess að þeir uppfylla ekki skilyrði þess að fá alþjóðlega vernd en neita allri samvinnu við stjórnvöld. Flestir fara af landinu sjálfviljugir en brottfarastöðin er nauðsynleg til að tryggja brottför þeirra sem neita að fara af landinu. Með brottfarastöðinni mun skapast meira pláss í fangelsum landsins, sem sannarlega vantar í dag. Betri staða í fangelsum landsins Þessar tvær aðgerðir munu saman stuðla að betri stöðu í fangelsum landsins. Þær munu á sama tíma tryggja að einstaklingar sem þurfa á öryggisráðstöfunum að halda fái viðeigandi úrræði og meðferð og að útlendingar sem eiga að yfirgefa landið séu ekki vistaðir í ómannúðlegu umhverfi. Til viðbótar þessu er samhliða verið að vinna að því að létta á fangelsum með því að auðvelda að erlendir fangar afpláni í sínu heimaríki, þar sem það er hægt. Ferlar til þess að hafa verið of þungir og tímafrekir. Síðast en ekki síst hefur verið tryggt fjármagn til að hefja framkvæmdir við fyrsta öryggisfangelsi landsins. Þessar breytingar eru stór skref í rétta átt. Erfið staða í fangelsismálum mun hins vegar ekki leysast á einni nóttu. Nú er hins vegar unnið eftir skýrri stefnu. Viðreisn hefur lagt áherslu á að efla löggæslu og öryggi fólksins í landinu. Bætt staða í fangelsismálum er mikilvægt skref í þeim efnum. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Stórar og tímabærar breytingar eru framundan í fangelsimálum. Strax í apríl á þessu ári tilkynnti ríkisstjórnin um sjö þýðingarmiklar aðgerðir sem munu leiða til meiri samhæfingar innan kerfisins, betri nýtingu fjármuna og tryggari lagastoð fyrir nauðsynlegum en íþyngjandi inngripum. Ríkisstjórnin hefur tryggt fjármagn í þessar aðgerðir. Í alltof langan tíma hafa stjórnvöld staðið aðgerðalítil hjá gagnvart úrræðaleysi fyrir ósakhæfa einstaklinga sem glíma við alvarlegar þroska- eða geðraskanir. Í of langan tíma hefur úrræðaleysi ríkt gagnvart einstaklingum sem hafa lokið afplánun en teljast hættulegir samfélaginu og þurfa bæði eftirlit og stuðning. Þetta úrræðaleysi hefur leitt til alvarlegra afleiðinga fyrir þessa einstaklinga, aðstandendur þeirra og ekki síst fyrir öryggi samborgara þeirra. Lagabreytingar um öryggisráðstafanir Í haust mun ég þess vegna kynna frumvarp um öryggisráðstafanir vegna þessara einstaklinga. Núgildandi lög um öryggisráðstafanir hafa staðið óbreytt í áratugi og lagabreytingar því orðnar nauðsynlegar. Lagabreytingar munu tryggja mannréttindi þeirra sem um ræðir og öryggi samfélagsins. Undirbúningur er síðan hafinn af hálfu félagsmálaráðherra við að setja á stofn sérstaka öryggisstofnun sem mun vista og samhæfa nauðsynlega þjónustu við þennan hóp. Með uppfærslu laganna tryggjum við réttindi einstaklinga sem sæta öryggisráðstöfunum í samræmi við mannréttindakröfur stjórnarskrár og alþjóðlegar skuldbindingar. Með þessum skrefum tryggjum við að einstaklingar fái viðeigandi meðferð og viðeigandi stuðning. Þetta framfaraskref mun á sama tíma stuðla að auknu öryggi í íslensku samfélagi. Viðeigandi meðferð Það er á sama tíma ljóst að tryggja þarf betri meðferðarúrræði í fangelsum landsins þannig að menn séu ekki verr staddir að lokinni afplánun en þegar afplánun hófst. Staðan í fangelsismálum hefur til lengri tíma verið sú að það vantar fangelsispláss og það hefur jafnvel gerst að menn hafa ekki afplánað dóma fyrir alvarleg brot vegna þessa. Við erum að stíga markviss skref til að breyta þessari stöðu. Í haust mun ég leggja fram á Alþingi frumvarp um brottfararstöð. Ísland hefur um árabil verið eina Schengen ríkið sem engan slíkan stað á. Ísland hefur sætt gagnrýni vegna þessarar stöðu. Með brottfararstöð hverfum við frá þeirri ómannúðlegri meðferð að einstaklingar sem ekkert hafa brotið af sér eru vistaðir í fangelsum. Í brottfararstöðinni verða hins vegar vistaðir þeir útlendingar sem eiga að fara af landi brott vegna þess að þeir uppfylla ekki skilyrði þess að fá alþjóðlega vernd en neita allri samvinnu við stjórnvöld. Flestir fara af landinu sjálfviljugir en brottfarastöðin er nauðsynleg til að tryggja brottför þeirra sem neita að fara af landinu. Með brottfarastöðinni mun skapast meira pláss í fangelsum landsins, sem sannarlega vantar í dag. Betri staða í fangelsum landsins Þessar tvær aðgerðir munu saman stuðla að betri stöðu í fangelsum landsins. Þær munu á sama tíma tryggja að einstaklingar sem þurfa á öryggisráðstöfunum að halda fái viðeigandi úrræði og meðferð og að útlendingar sem eiga að yfirgefa landið séu ekki vistaðir í ómannúðlegu umhverfi. Til viðbótar þessu er samhliða verið að vinna að því að létta á fangelsum með því að auðvelda að erlendir fangar afpláni í sínu heimaríki, þar sem það er hægt. Ferlar til þess að hafa verið of þungir og tímafrekir. Síðast en ekki síst hefur verið tryggt fjármagn til að hefja framkvæmdir við fyrsta öryggisfangelsi landsins. Þessar breytingar eru stór skref í rétta átt. Erfið staða í fangelsismálum mun hins vegar ekki leysast á einni nóttu. Nú er hins vegar unnið eftir skýrri stefnu. Viðreisn hefur lagt áherslu á að efla löggæslu og öryggi fólksins í landinu. Bætt staða í fangelsismálum er mikilvægt skref í þeim efnum. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun