Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. júlí 2025 08:01 Feðgarnir Rúnar Sigtryggsson og Andri Már Rúnarsson höfðu starfað saman síðustu þrjú ár. Vísir/Getty Andri Már Rúnarsson ákváð að fara frá Leipzig þegar faðir hans, Rúnar Sigtryggsson, var rekinn. Hann samdi við Erlangen, er spenntur fyrir því að endurnýja kynnin við Viggó Kristjánsson og ekkert stressaður fyrir því að spila fyrir annan þjálfara en föður sinn. Andri hefur undanfarin þrjú tímabil spilað undir stjórn föður síns, Rúnars Sigtryggssonar. Fyrsta tímabilið hjá Haukum í Olís deildinni hér heima fyrir og svo hafa feðgarnir starfað saman síðustu tvö ár hjá Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni. Rúnar var hins vegar rekinn úr þjálfarastarfinu í vor þannig að Andri ákvað að finna sér nýtt félag og samdi við Erlangen. „Það fór ákveðið ferli í gang, sem byrjaði þegar pabbi var rekinn frá Leipzig. Þá snemma ákvað ég að ég vildi fara. Ég íhugaði mikið en eftir að ég ákvað það komu nokkur tilboð og mér leist bara best á þetta“ segir Andri. Verður ekkert skrítið að spila ekki lengur undir stjórn pabba þíns? „Ekkert skrítið, ég hef spilað fyrir aðra þjálfara áður, þarf bara að vera snöggur að venjast því og held að það verði ekkert mál.“ Spenntur að spila aftur með Viggó Hjá Erlangen hittir Andri fyrrum liðsfélaga sinn hjá Leipzig, Viggó Kristjánsson, sem skipti til Erlangen um síðustu áramót. Viggó í leik með Erlangen á síðasta tímabili.erlangen „Það verður mjög gaman, ég er spenntur fyrir því, þekki hann vel og það hjálpar mér líka að koma inn í þetta lið. Hann er búinn að vera hérna í hálft ár á undan mér og þekkir þetta betur en ég. Getur hjálpað mér að komast betur inn í kerfin, liðið og lífið í Erlangen, allt þetta. Mjög góður handboltamaður líka, það verður mjög gaman að spila aftur með honum“ segir Andri. Treysta á Íslendingana til að styrkja liðið Erlangen var í neðsta sæti deildarinnar áður en Viggó kom liðinu til bjargar á síðasta tímabili og nú hefur félagið styrkt sig enn frekar með því að kaupa Andra fyrir komandi átök í þýsku úrvalsdeildinni. „Ég held að það sé gott, frekar en slæmt, að ég sé eini nýi leikmaðurinn. Kjarninn er sá sami og veit hvernig á að spila, það þarf bara að koma mér inn í hlutina. Þeir voru í smá brasi í fyrra en ef maður horfir á seinni helminginn af tímabilinu, þá var tröppugangur í þessu hjá þeim. Ég er mjög sannfærður um að ef við höldum áfram þeim tröppugangi og ég næ að koma fram einhverju sem ég get til að hjálpa liðinu, þá verði þetta allavega betra en í fyrra og svo verðum við bara að sjá hversu langt það mun fleyta okkur.“ Fjallað var um félagaskipti Andra í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Þýski handboltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Andri hefur undanfarin þrjú tímabil spilað undir stjórn föður síns, Rúnars Sigtryggssonar. Fyrsta tímabilið hjá Haukum í Olís deildinni hér heima fyrir og svo hafa feðgarnir starfað saman síðustu tvö ár hjá Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni. Rúnar var hins vegar rekinn úr þjálfarastarfinu í vor þannig að Andri ákvað að finna sér nýtt félag og samdi við Erlangen. „Það fór ákveðið ferli í gang, sem byrjaði þegar pabbi var rekinn frá Leipzig. Þá snemma ákvað ég að ég vildi fara. Ég íhugaði mikið en eftir að ég ákvað það komu nokkur tilboð og mér leist bara best á þetta“ segir Andri. Verður ekkert skrítið að spila ekki lengur undir stjórn pabba þíns? „Ekkert skrítið, ég hef spilað fyrir aðra þjálfara áður, þarf bara að vera snöggur að venjast því og held að það verði ekkert mál.“ Spenntur að spila aftur með Viggó Hjá Erlangen hittir Andri fyrrum liðsfélaga sinn hjá Leipzig, Viggó Kristjánsson, sem skipti til Erlangen um síðustu áramót. Viggó í leik með Erlangen á síðasta tímabili.erlangen „Það verður mjög gaman, ég er spenntur fyrir því, þekki hann vel og það hjálpar mér líka að koma inn í þetta lið. Hann er búinn að vera hérna í hálft ár á undan mér og þekkir þetta betur en ég. Getur hjálpað mér að komast betur inn í kerfin, liðið og lífið í Erlangen, allt þetta. Mjög góður handboltamaður líka, það verður mjög gaman að spila aftur með honum“ segir Andri. Treysta á Íslendingana til að styrkja liðið Erlangen var í neðsta sæti deildarinnar áður en Viggó kom liðinu til bjargar á síðasta tímabili og nú hefur félagið styrkt sig enn frekar með því að kaupa Andra fyrir komandi átök í þýsku úrvalsdeildinni. „Ég held að það sé gott, frekar en slæmt, að ég sé eini nýi leikmaðurinn. Kjarninn er sá sami og veit hvernig á að spila, það þarf bara að koma mér inn í hlutina. Þeir voru í smá brasi í fyrra en ef maður horfir á seinni helminginn af tímabilinu, þá var tröppugangur í þessu hjá þeim. Ég er mjög sannfærður um að ef við höldum áfram þeim tröppugangi og ég næ að koma fram einhverju sem ég get til að hjálpa liðinu, þá verði þetta allavega betra en í fyrra og svo verðum við bara að sjá hversu langt það mun fleyta okkur.“ Fjallað var um félagaskipti Andra í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Þýski handboltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira