Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Jón Þór Stefánsson skrifar 22. júlí 2025 22:30 „Á kvennadeild Landspítalans, fæðingadeildinni, þar er standandi vandamál,“ sagði Stefán Einar á dögunum. Vísir/Vilhelm Starfsfólk kvennadeildar Landspítalans kannast ekki við frásagnir þess efnis að uppi sé ástand á deildinni vegna yfirgangs hóps manna sem líti niður á konur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu, hefur sent fjölmiðlum. Tilefnið er frásögn Stefáns Einars Stefánssonar blaðamanns sem sagði í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar á dögunum frá „gríðarlega ljótri framkomu“ gagnvart starfsfólki deildarinnar. „Á kvennadeild Landspítalans, fæðingadeildinni, þar er standandi vandamál. Þar er gríðarlega ljót framkoma gagnvart starfsfólki og mjög ljót framkoma gagnvart konunum með nýfædd börn, vegna þess að þetta eru hópar manna sem fyrirlíta konur,“ sagði Stefán í viðtalinu. Ummæli hans vöktu athygli og voru skrifuð um þau fréttir á DV og Nútímanum. s „Framkoman er slík að starfsfólki ofbýður. En starfsfólkið þorir ekki að segja neitt. Það eru miklu fleiri fæðingar hjá þessum hópi hlutfallslega, og þetta er mikið álag á kerfið. Það er ekki álag í sjálfu sér að aðstoða fólk við að koma barni í heiminn, en það er álag þegar starfsfólki er sýnd fyrirlitning, menn neita að greiða fyrir þjónustuna, og eru svo með uppsteyt og yfirgang gagnvart konum í veikri stöðu sem eru nýbúnar að ala barn í heiminn.“ Stefán bætti við að heilbrigðisstarfsfólk myndi aldrei ræða opinskátt um þennan vanda, vegna ótta við að lenda í þessum mönnum. Ummælin komi þeim í opna skjöldu Hulda segir þessi ummæli koma starfsfólki kvennadeildar í opna skjöldu þar sem það kannist ekki við umræddar lýsingar. Það kemur það fram í yfirlýsingu, sem var fyrst send á Mannlíf, en fréttastofa hefur nú einnig fengið hana senda. Fram kemur að starfsfólk þurfi einstaka sinnum að hjálpa fólki að hemja tilfinningar sínar í kringum fæðingar. Það eigi þó bæði við um karla og konur, og við fólk óháð trú og uppruna. Þá sé afar sjaldgæft að fólk sýni af sér ógnandi hegðun, og ekki hafi verið tekið eftir aukningu í slíkum atvikum. Yfirlýsingin er eftirfarandi: „Þessi ummæli komu starfsfólki kvennadeildar sem ég hef rætt við í opna skjöldu. Þau kannast ekki við þessar lýsingar. Fæðing er stórviðburður í lífi fjölskyldna og oft fylgja áhyggjur, streita og þreyta hjá aðstandendum þó að oftast sé ríkjandi tilfinningin gleði. Starfsfólk deildarinnar þarf stöku sinnum að leiðbeina aðstandendum fæðandi kvenna við að hemja tilfinningar sínar og hefur til þess ýmsar leiðir og er því yfirleitt vel tekið. Þetta á jafnt við um aðstandendur af báðum kynjum og er óháð trú og uppruna. Afar sjaldgæft er að aðstandendur sýni hegðun sem telja má ógnandi og ekki hefur verið tekið eftir aukningu á slíkum tilvikum.“ Landspítalinn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu, hefur sent fjölmiðlum. Tilefnið er frásögn Stefáns Einars Stefánssonar blaðamanns sem sagði í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar á dögunum frá „gríðarlega ljótri framkomu“ gagnvart starfsfólki deildarinnar. „Á kvennadeild Landspítalans, fæðingadeildinni, þar er standandi vandamál. Þar er gríðarlega ljót framkoma gagnvart starfsfólki og mjög ljót framkoma gagnvart konunum með nýfædd börn, vegna þess að þetta eru hópar manna sem fyrirlíta konur,“ sagði Stefán í viðtalinu. Ummæli hans vöktu athygli og voru skrifuð um þau fréttir á DV og Nútímanum. s „Framkoman er slík að starfsfólki ofbýður. En starfsfólkið þorir ekki að segja neitt. Það eru miklu fleiri fæðingar hjá þessum hópi hlutfallslega, og þetta er mikið álag á kerfið. Það er ekki álag í sjálfu sér að aðstoða fólk við að koma barni í heiminn, en það er álag þegar starfsfólki er sýnd fyrirlitning, menn neita að greiða fyrir þjónustuna, og eru svo með uppsteyt og yfirgang gagnvart konum í veikri stöðu sem eru nýbúnar að ala barn í heiminn.“ Stefán bætti við að heilbrigðisstarfsfólk myndi aldrei ræða opinskátt um þennan vanda, vegna ótta við að lenda í þessum mönnum. Ummælin komi þeim í opna skjöldu Hulda segir þessi ummæli koma starfsfólki kvennadeildar í opna skjöldu þar sem það kannist ekki við umræddar lýsingar. Það kemur það fram í yfirlýsingu, sem var fyrst send á Mannlíf, en fréttastofa hefur nú einnig fengið hana senda. Fram kemur að starfsfólk þurfi einstaka sinnum að hjálpa fólki að hemja tilfinningar sínar í kringum fæðingar. Það eigi þó bæði við um karla og konur, og við fólk óháð trú og uppruna. Þá sé afar sjaldgæft að fólk sýni af sér ógnandi hegðun, og ekki hafi verið tekið eftir aukningu í slíkum atvikum. Yfirlýsingin er eftirfarandi: „Þessi ummæli komu starfsfólki kvennadeildar sem ég hef rætt við í opna skjöldu. Þau kannast ekki við þessar lýsingar. Fæðing er stórviðburður í lífi fjölskyldna og oft fylgja áhyggjur, streita og þreyta hjá aðstandendum þó að oftast sé ríkjandi tilfinningin gleði. Starfsfólk deildarinnar þarf stöku sinnum að leiðbeina aðstandendum fæðandi kvenna við að hemja tilfinningar sínar og hefur til þess ýmsar leiðir og er því yfirleitt vel tekið. Þetta á jafnt við um aðstandendur af báðum kynjum og er óháð trú og uppruna. Afar sjaldgæft er að aðstandendur sýni hegðun sem telja má ógnandi og ekki hefur verið tekið eftir aukningu á slíkum tilvikum.“
Landspítalinn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Sjá meira