Epstein mætti í brúðkaup Trumps Agnar Már Másson skrifar 23. júlí 2025 16:00 Þessi hér mynd er reyndar ekki ný og af allt öðrum viðburði. Þarna er Trump með núverandi eiginkonu sinni, Melaniu, ásamt Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell á samkomu í Mar-A-Lago árið 2000. Getty/Davidoff Studios Áður óséð myndefni varpar nýju ljósi á samband Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við kynferðisafbrotamanninn Jeffrey Epstein og staðfestir meðal annars að sá síðarnefndi hafi mætt í brúðkaup Trumps árið 1993. Myndefni sem CNN hefur undir höndum staðfestir að alræmdi kynferðisafbrotamaðurinn Jeffery Epstein hafi mætt í brúðkaup Trumps árið 1993 þegar síðarnefndi kvæntist Mörlu Maples. Að því er bandaríski miðillinn greinir frá, er þetta í fyrsta sinn sem viðurvist Epsteins í brúðkaupinu er staðfest. Brúðkaupið átti sér stað á Plaza Hotel í borginni New York, en Trump átti hótelið á tímanum og, eins og mörgum er kunnugt, lék hann einmitt smáhlutverk í senu þar í kvikmyndinni Home Alone 2. „Þú ert að grínast í mér“ Þá fann CNN einnig myndskeið frá 1999 þar sem Epstein og Trump sjást hlæja saman á viðburði á vegum Victoria's Secret. Áður hafa þeir kumpánar sést hlæja saman á filmu árið 1992 í veislu í Mar-a-Lago. Þegar blaðamenn CNN báru nýja myndefnið undir forsetann í stuttu símtali brást hann við: „Þú ert að grínast í mér.“ Forsetinn mun svo hafa bætt við að CNN væri falsfréttamiðill. Hvíta húsið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fréttaflutningurinn er fordæmdur og bent á að myndskeiðin séu tekin „úr samhengi“ af fjölsóttum viðburðum. Vinabönd undir smásjá Nýlega hafði einlægt afmæliskort til Epsteins verið opinberað í fjölmiðlum sem vakti svipuð viðbrögð frá forsetanum. Samband Trumps og Epsteins hefur verið undir smásjá síðustu vikur eftir að bandaríska leyniþjónustan og dómsmálaráðuneytið gáfu skyndilega frá sér yfirlýsingar um að enginn listi væri til um viðskiptavini Epsteins, sem lést 2019. Samsæriskenningar um andlát hans hafa fengið að grassera frá því að hann lést enda þótti hann og mansalshringur hans tengjast valdamiklu fólki. Í febrúar sagði Pam Bondi dómsmálaráðherra að umræddur listi væri á skrifborðinu sínu en nú segir hún að hann sé ekki til. Trump hefur reynt að beina athygli landsmanna sinna annað og gert eins lítið úr sambandi sínu við Epstein og mögulegt er. Útspilið hefur farið illa ofan í MAGA-fylkinguna þar sem afar skiptar skoðanir eru milli manna. Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði. 19. júlí 2025 09:10 Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar. 18. júlí 2025 21:17 „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. 18. júlí 2025 06:44 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Sjá meira
Myndefni sem CNN hefur undir höndum staðfestir að alræmdi kynferðisafbrotamaðurinn Jeffery Epstein hafi mætt í brúðkaup Trumps árið 1993 þegar síðarnefndi kvæntist Mörlu Maples. Að því er bandaríski miðillinn greinir frá, er þetta í fyrsta sinn sem viðurvist Epsteins í brúðkaupinu er staðfest. Brúðkaupið átti sér stað á Plaza Hotel í borginni New York, en Trump átti hótelið á tímanum og, eins og mörgum er kunnugt, lék hann einmitt smáhlutverk í senu þar í kvikmyndinni Home Alone 2. „Þú ert að grínast í mér“ Þá fann CNN einnig myndskeið frá 1999 þar sem Epstein og Trump sjást hlæja saman á viðburði á vegum Victoria's Secret. Áður hafa þeir kumpánar sést hlæja saman á filmu árið 1992 í veislu í Mar-a-Lago. Þegar blaðamenn CNN báru nýja myndefnið undir forsetann í stuttu símtali brást hann við: „Þú ert að grínast í mér.“ Forsetinn mun svo hafa bætt við að CNN væri falsfréttamiðill. Hvíta húsið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fréttaflutningurinn er fordæmdur og bent á að myndskeiðin séu tekin „úr samhengi“ af fjölsóttum viðburðum. Vinabönd undir smásjá Nýlega hafði einlægt afmæliskort til Epsteins verið opinberað í fjölmiðlum sem vakti svipuð viðbrögð frá forsetanum. Samband Trumps og Epsteins hefur verið undir smásjá síðustu vikur eftir að bandaríska leyniþjónustan og dómsmálaráðuneytið gáfu skyndilega frá sér yfirlýsingar um að enginn listi væri til um viðskiptavini Epsteins, sem lést 2019. Samsæriskenningar um andlát hans hafa fengið að grassera frá því að hann lést enda þótti hann og mansalshringur hans tengjast valdamiklu fólki. Í febrúar sagði Pam Bondi dómsmálaráðherra að umræddur listi væri á skrifborðinu sínu en nú segir hún að hann sé ekki til. Trump hefur reynt að beina athygli landsmanna sinna annað og gert eins lítið úr sambandi sínu við Epstein og mögulegt er. Útspilið hefur farið illa ofan í MAGA-fylkinguna þar sem afar skiptar skoðanir eru milli manna.
Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði. 19. júlí 2025 09:10 Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar. 18. júlí 2025 21:17 „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. 18. júlí 2025 06:44 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Sjá meira
Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði. 19. júlí 2025 09:10
Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar. 18. júlí 2025 21:17
„Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. 18. júlí 2025 06:44