Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Árni Sæberg skrifar 23. júlí 2025 15:57 Zakarías, til vinstri, og Hlynur Snær, til hægri, tóku málin í eigin hendur. Félagarnir Hlynur Snær Stefánsson og Zakarías Friðriksson hættu að nenna að standa í því að selja notaðar íþróttavörur á Facebook og hafa því boðað opnun Sportbássins. Þangað getur fólk komið með íþróttavörur sem safna ryki og þeir sjá um að koma þeim í verð. Í samtali við Vísi segjast þeir hafa séð skýrt skarð á markaðnum fyrir þægilega og umhverfisvæna leið til þess að selja og kaupa notaðar íþróttavörur. „Hugmyndin kom út frá því að við töldum fáar sem engar leiðir til þess að selja notaðar íþróttavörur á netinu fyrir utan Facebook-hópa en oft og tíðum getur það verið leiðinlegt ferli að þurfa að standa í og við vorum sjálfir alveg hættir að nenna standa í því. Hjá okkur skráir þú bara vöruna inn á Sportbasinn.is, kemur með vöruna í verslun og við sjáum um rest. Þú færð svo greitt þegar varan selst.“ Afþakka rifinn og götóttan fatnað Þeir segja formlega opnun verslunarinnar verða næstkomandi föstudag klukkan 10, í Faxafeni 12 í Reykjavík. Þeir sem vilji ólmir losa sig við notaðar íþróttavörur fyrir þann tíma geti þó mætt á milli 16 og 18 í dag og á morgun til að skila af sér vörum. Opnunartíminn verði svo milli 10 og 18 á virkum og milli 11 og 17 um helgar. Þó megi ekki koma með hvað sem er enda þurfi allar vörurnar að vera í ásættanlegu ástandi. Þeir ítreka að búðin taki hvorki við rifnum né götóttum fatnaði. Enn sem komið er nóg pláss á fataslánum, enda eru tveir dagar í opnun. Seljandi sjái sjálfur um að verðleggja vöruna og skrái hana inn á Sportbasinn.is. Verslunin sjái svo um að stilla vörunum upp á sína staði í verslun. Þá benda þeir á að sérstök aðstaða verði á svæðinu til þess að gufustrauja flíkur, taka myndir og hengja á herðatré áður en starfsmenn taka við þeim. Þegar varan selst fari 72 prósent af söluverðinu í vasa seljanda og búðin haldi eftir 28 prósenta þóknun. „Þess má þó geta að engin básaleiga er hjá Sportbásnum líkt og oft tíðkast í hringrásarverslunum á Íslandi og er því enginn kostnaður við að skrá vörur.“ Gefa notuðum íþróttavörum nýtt líf Þeir Hlynur Snær og Zakarías segja verslunina selja notaðar íþróttavörur fyrir börn og fullorðna; skó, fatnað, golfvörur og íþróttabúnað af öllu tagi. Allar vörur séu í góðu ástandi og starfsmenn passi upp á að hafa virkt gæðaeftirlit með vörum áður en þær fara inn í verslun. Að sögn stofnendanna eru golfarar þeir sem hafa sýnt versluninni mestan áhuga. „Við viljum hjálpa fólki að komast yfir gæðavörur á hagstæðara verði og einnig einfalda fólki að gefa vörum sem það er hætt að nota nýtt líf.“ Verslun Umhverfismál Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Í samtali við Vísi segjast þeir hafa séð skýrt skarð á markaðnum fyrir þægilega og umhverfisvæna leið til þess að selja og kaupa notaðar íþróttavörur. „Hugmyndin kom út frá því að við töldum fáar sem engar leiðir til þess að selja notaðar íþróttavörur á netinu fyrir utan Facebook-hópa en oft og tíðum getur það verið leiðinlegt ferli að þurfa að standa í og við vorum sjálfir alveg hættir að nenna standa í því. Hjá okkur skráir þú bara vöruna inn á Sportbasinn.is, kemur með vöruna í verslun og við sjáum um rest. Þú færð svo greitt þegar varan selst.“ Afþakka rifinn og götóttan fatnað Þeir segja formlega opnun verslunarinnar verða næstkomandi föstudag klukkan 10, í Faxafeni 12 í Reykjavík. Þeir sem vilji ólmir losa sig við notaðar íþróttavörur fyrir þann tíma geti þó mætt á milli 16 og 18 í dag og á morgun til að skila af sér vörum. Opnunartíminn verði svo milli 10 og 18 á virkum og milli 11 og 17 um helgar. Þó megi ekki koma með hvað sem er enda þurfi allar vörurnar að vera í ásættanlegu ástandi. Þeir ítreka að búðin taki hvorki við rifnum né götóttum fatnaði. Enn sem komið er nóg pláss á fataslánum, enda eru tveir dagar í opnun. Seljandi sjái sjálfur um að verðleggja vöruna og skrái hana inn á Sportbasinn.is. Verslunin sjái svo um að stilla vörunum upp á sína staði í verslun. Þá benda þeir á að sérstök aðstaða verði á svæðinu til þess að gufustrauja flíkur, taka myndir og hengja á herðatré áður en starfsmenn taka við þeim. Þegar varan selst fari 72 prósent af söluverðinu í vasa seljanda og búðin haldi eftir 28 prósenta þóknun. „Þess má þó geta að engin básaleiga er hjá Sportbásnum líkt og oft tíðkast í hringrásarverslunum á Íslandi og er því enginn kostnaður við að skrá vörur.“ Gefa notuðum íþróttavörum nýtt líf Þeir Hlynur Snær og Zakarías segja verslunina selja notaðar íþróttavörur fyrir börn og fullorðna; skó, fatnað, golfvörur og íþróttabúnað af öllu tagi. Allar vörur séu í góðu ástandi og starfsmenn passi upp á að hafa virkt gæðaeftirlit með vörum áður en þær fara inn í verslun. Að sögn stofnendanna eru golfarar þeir sem hafa sýnt versluninni mestan áhuga. „Við viljum hjálpa fólki að komast yfir gæðavörur á hagstæðara verði og einnig einfalda fólki að gefa vörum sem það er hætt að nota nýtt líf.“
Verslun Umhverfismál Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira