Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Agnar Már Másson skrifar 23. júlí 2025 16:59 Sandstormur í Kimberley, í Vestur-Ástralíu. Mynd úr safni. Getty Alþjóðadómstóll Sameinuðu þjóðanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að ríki mættu höfða mál hvert gegn öðru vegna loftslagsbreytinga, meðal annars vegna sögulegrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Dómarinn við Alþjóðadómstólinn í Haag í Hollandi benti þó á við dómsuppkvaðningu í dag að það gæti reynst erfitt að sanna hver olli hvaða loftslagsbreytingum. Úrskurðurinn er ekki bindandi að sögn BBC, sem hefur þó eftir lögfræðingum að hann gæti haft miklar afleiðingar. Má hann teljast sigur fyrir ríki sem finna hvað mest fyrir áhrifum loftslagsbreytinga. Aðgerðarsinnar sofa værar Málið á rætur að rekja til ársins 2019 þegar laganemar frá Kyrrahafseyjum, sem eru í fremstu víglínu loftslagsbreytinga vegna hækkandi sjávarborðs, fengu hugmyndina að málsókninni. „Í kvöld mun ég sofa værar,“ hefur BBC eftir Floru Vano, aðgerðarsinna frá Kyrrahafseyjunni Vanúatú sem er talin vera landið sem er hvað viðkvæmast fyrir öfgaveðri á heimsvísu. „Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur viðurkennt það sem við höfum gengið í gegnum, þjáningu okkar, seiglu og rétt okkar til framtíðar“ Alþjóðadómstóllinn í Haag er talinn æðsti dómstóll heims og hefur lögsögu um allan heim. Lögfræðingar hafa sagt BBC að hægt væri að nota álitið strax í næstu viku. Bandaríkin ekki sloppin þó þau dragi sig úr Parísarsáttmálanum Aðgerðarsinnar og loftslagslögfræðingar vonast eftir því að þessi tímamótaákvörðun ryðji brautina fyrir bætur frá ríki sem hafa sögulega brennt mest af jarðefnaeldsneyti og talin bera mesta ábyrgð á hlýnun jarðar. Mörg fátækari ríki studdu málið og héldu því fram að þróuð ríki stæðu ekki við núverandi loforð um að takast á við vaxandi vandamálið. En þróuð ríki héldu því fram að núverandi loftslagssamningar, þar á meðal samningur Parísarsáttmálinn frá 2015, væru fullnægjandi og að ekki þyrfti að leggja á frekari lagalegar kvaðir. Dómstóllinn hafnaði því. Dómari Iwasawa Yuji sagði einnig að ef ríki þróuðu ekki metnaðarfyllstu mögulegu áætlanir til að takast á við loftslagsbreytingar myndi það fela í sér brot á loforðum þeirra í Parísarsáttmálanum. Hann bætti við að víðtækari alþjóðalög giltu, sem þýðir að ríki sem hafa ekki skrifað undir Parísarsamninginn — eða vilja draga sig úr honum, eins og Bandaríkin — eru samt skyldug til að vernda umhverfið, þar á meðal loftslagskerfið. Umhverfismál Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Dómarinn við Alþjóðadómstólinn í Haag í Hollandi benti þó á við dómsuppkvaðningu í dag að það gæti reynst erfitt að sanna hver olli hvaða loftslagsbreytingum. Úrskurðurinn er ekki bindandi að sögn BBC, sem hefur þó eftir lögfræðingum að hann gæti haft miklar afleiðingar. Má hann teljast sigur fyrir ríki sem finna hvað mest fyrir áhrifum loftslagsbreytinga. Aðgerðarsinnar sofa værar Málið á rætur að rekja til ársins 2019 þegar laganemar frá Kyrrahafseyjum, sem eru í fremstu víglínu loftslagsbreytinga vegna hækkandi sjávarborðs, fengu hugmyndina að málsókninni. „Í kvöld mun ég sofa værar,“ hefur BBC eftir Floru Vano, aðgerðarsinna frá Kyrrahafseyjunni Vanúatú sem er talin vera landið sem er hvað viðkvæmast fyrir öfgaveðri á heimsvísu. „Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur viðurkennt það sem við höfum gengið í gegnum, þjáningu okkar, seiglu og rétt okkar til framtíðar“ Alþjóðadómstóllinn í Haag er talinn æðsti dómstóll heims og hefur lögsögu um allan heim. Lögfræðingar hafa sagt BBC að hægt væri að nota álitið strax í næstu viku. Bandaríkin ekki sloppin þó þau dragi sig úr Parísarsáttmálanum Aðgerðarsinnar og loftslagslögfræðingar vonast eftir því að þessi tímamótaákvörðun ryðji brautina fyrir bætur frá ríki sem hafa sögulega brennt mest af jarðefnaeldsneyti og talin bera mesta ábyrgð á hlýnun jarðar. Mörg fátækari ríki studdu málið og héldu því fram að þróuð ríki stæðu ekki við núverandi loforð um að takast á við vaxandi vandamálið. En þróuð ríki héldu því fram að núverandi loftslagssamningar, þar á meðal samningur Parísarsáttmálinn frá 2015, væru fullnægjandi og að ekki þyrfti að leggja á frekari lagalegar kvaðir. Dómstóllinn hafnaði því. Dómari Iwasawa Yuji sagði einnig að ef ríki þróuðu ekki metnaðarfyllstu mögulegu áætlanir til að takast á við loftslagsbreytingar myndi það fela í sér brot á loforðum þeirra í Parísarsáttmálanum. Hann bætti við að víðtækari alþjóðalög giltu, sem þýðir að ríki sem hafa ekki skrifað undir Parísarsamninginn — eða vilja draga sig úr honum, eins og Bandaríkin — eru samt skyldug til að vernda umhverfið, þar á meðal loftslagskerfið.
Umhverfismál Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira