Enski boltinn

Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Ödegaard tekur hér við bikar í Singapúr í dag. Stuðningsmenn Arsenal eru örugglega bjartsýnir á að sjá fleiri bikara á tímabilinu enda hefur liðið styrkt sig mikið í sumar.
Martin Ödegaard tekur hér við bikar í Singapúr í dag. Stuðningsmenn Arsenal eru örugglega bjartsýnir á að sjá fleiri bikara á tímabilinu enda hefur liðið styrkt sig mikið í sumar. Getty/Stuart MacFarlane

Arsenal er þegar byrjað að vinna bikara þótt að undirbúningstímabil sé rétt að byrja.

Arsenal fékk bikar afhentan í leikslok eftir 1-0 sigur á ítalska félaginu AC Milan í dag.

Leikurinn fór fram í Singapúr þar sem Arsenal var á ferðinni í Asíuferðalagi sínu.

Sigurmarkið skoraði Bukayo Saka á 52. mínútu.

Til að auka á skemmtanagildið fyrir áhorfendur þá var einnig boðið upp á vítakeppni eftir leikinn.

Hana vann ítalska liðið 6-5. Arsenal klikkaði á fjórum vítaspyrnum en AC Milan aðeins þremur.

Martin Ödegaard, Reiss Nelson, Jakub Kiwior og Marli Salmon klikkuðu á sínum spyrnum en Martin Zubimendi, Mikel Merino, Max Dowman, Leandro Trossard og Josh Nichols skoruðu. Kepa Arrizabalaga, sem hafði komið inn á sem varamaður fyrir David Raya, varði þrjú víti en það dugði ekki.

Ödegaard, fyrirliði Arsenal, steig fram í leikslok og tók við fyrsta bikar tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×