Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Árni Sæberg skrifar 24. júlí 2025 12:11 Sérsveitin handtók manninn við Urriðaholt. Hending ein réð því að sérsveitin sinnti því verkefni. Vísir Greint var frá því í gær að karlmaður hefði verið handtekinn af sérsveitinni í Garðabæ vegna gruns um skemmdarverk í Reykjavík. Síðar var greint frá að maður hefði verið handtekinn grunaður um líkamsárás, hótanir og mansal. Um sama mann og sama mál er að ræða. Maðurinn var handtekinn í Urriðaholti í Garðabæ klukkan 12:40 í gær og það af sérsveitinni. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu, sagði í samtali við Vísi að maðurinn hefði verið grunaður um skemmdarverk í Reykjavík. Í dagbókarfærslu lögreglu síðdegis í gær sagði svo frá manni sem hefði verið handtekinn í Laugardalnum í Reykjavík grunaður um líkamsárás, hótanir og mansal. Þegar Vísir bar málin tvö undir áðurnefndan Unnar Má kom í ljós að um eitt og sama málið væri að ræða. Tilviljun að sérsveitin handtók manninn Unnar Már segir að atburðarásin hafi hafist í Laugardalnum þegar meintur brotaþoli hafi leitað til lögregluþjóna utandyra og greint frá því að hinn handtekni hefði ráðist að honum og skemmt bíl hans. Lögregla hafi þá lýst eftir bíl mannsins og sérsveitarmenn hafi komið auga á hann í Urriðaholtinu. Tilviljun ein hafi ráðið því að sérsveitin hafi handtekið mannin, enda hafi engin hætta verið talin stafa af honum. Með í för hafi verið kona sem tengdist honum fjölskylduböndum. Grunaður um að greiða ekki tilskilin laun Unnar Már segir að maðurinn sé enn í haldi lögreglu og skýrslutökur yfir honum hafi hafist fyrir hádegi. Auk þess að vera grunaður um líkamsárás gagnvart brotaþola og skemmdarverk á bíl hans sé hann grunaður um mansal, með því að hafa meintan brotaþola í vinnu án þess að greiða honum tilskilin laun. Eða svokallað vinnumansal. Garðabær Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Maðurinn var handtekinn í Urriðaholti í Garðabæ klukkan 12:40 í gær og það af sérsveitinni. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu, sagði í samtali við Vísi að maðurinn hefði verið grunaður um skemmdarverk í Reykjavík. Í dagbókarfærslu lögreglu síðdegis í gær sagði svo frá manni sem hefði verið handtekinn í Laugardalnum í Reykjavík grunaður um líkamsárás, hótanir og mansal. Þegar Vísir bar málin tvö undir áðurnefndan Unnar Má kom í ljós að um eitt og sama málið væri að ræða. Tilviljun að sérsveitin handtók manninn Unnar Már segir að atburðarásin hafi hafist í Laugardalnum þegar meintur brotaþoli hafi leitað til lögregluþjóna utandyra og greint frá því að hinn handtekni hefði ráðist að honum og skemmt bíl hans. Lögregla hafi þá lýst eftir bíl mannsins og sérsveitarmenn hafi komið auga á hann í Urriðaholtinu. Tilviljun ein hafi ráðið því að sérsveitin hafi handtekið mannin, enda hafi engin hætta verið talin stafa af honum. Með í för hafi verið kona sem tengdist honum fjölskylduböndum. Grunaður um að greiða ekki tilskilin laun Unnar Már segir að maðurinn sé enn í haldi lögreglu og skýrslutökur yfir honum hafi hafist fyrir hádegi. Auk þess að vera grunaður um líkamsárás gagnvart brotaþola og skemmdarverk á bíl hans sé hann grunaður um mansal, með því að hafa meintan brotaþola í vinnu án þess að greiða honum tilskilin laun. Eða svokallað vinnumansal.
Garðabær Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira