Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júlí 2025 15:24 Columbia hefur orðið við skilyrðum ríkisstjórn Bandaríkjaforseta og greitt himinháa sáttagreiðslu. EPA Columbia háskólinn greiddi yfir tvö hundruð milljónir dollara, eða rúma 24 milljarða króna, í sáttagreiðslu til ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Forsetinn frysti styrk til skólans sem nota átti í rannsóknarstarfsemi. Ríkisstjórn Trumps tók nokkra háskóla fyrir, þar á meðal Harvard og Columbia, og sakaði þá um andgyðingslega hegðun á skólalóð þeirra. Á skólalóðunum höfðu nemendur mótmælt árásum Ísraela á Gasaströndina. Í mars tilkynnti Trump að Columbia fengi ekki fjögur hundruð milljóna dollara styrk sem nýta átti í rannsóknir skólans en það samsvarar tæplega fimmtíu milljörðum íslenskra króna. „Samkvæmt samkomulagi dagsins í dag verða langflestir alríkisstyrkir sem felldir voru niður eða stöðvaðir í mars 2025 aftur settir upp og mun Columbia aftur fá aðgang að milljörðum dollara í núverandi og framtíðarstyrkjum,“ segir í tilkynningu frá háskólanum. Eftir mótmælin setti Trump bæði Harvard og Columbia ákveðin skilyrði, en sá fyrrnefndi neitaði en síðarnefndi samþykkti. Harvard lögsótti ríkið fyrir ákvörðunina en niðurstaða dómarans liggur ekki fyrir. Í síðustu viku samþykktu forsvarsmenn Columbia háskólans að refsa nemendunum sem tóku þátt í mótmælum á skólalóðinni í maímánuði en fjöldi nemenda var handtekinn þar. „Ímyndaðu þér að svíkja nemendurna þína bara til að geta borgað Trump 221 milljón dollara og haldið áfram að fjármagna þjóðarmorð,“ segir í yfirlýsingu samtaka nemenda sem standa með Palestínubúum samkvæmt umfjöllun Reuters. Með samkomulaginu ætla forsvarsmenn skólans einnig refsa nemendum fyrir að brjóta gegn lögum með alvarlegum truflunum á starfsemi háskólasvæðisins, gera skipulagsbreytingar á deildarþingi sínu og kenna fjölbreyttari sjónarmið í námskeiðum sínum sem fjalla um Mið-Austurlöndunum. Þá samþykktu þau einnig að hætta að ráða og taka inn nemendur eftir kynþáttum og slútta á öllum verkefnum sem tengjast jafnrétti, jafnræði og fjölbreytni. Háskólar Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. 21. júlí 2025 16:51 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Ríkisstjórn Trumps tók nokkra háskóla fyrir, þar á meðal Harvard og Columbia, og sakaði þá um andgyðingslega hegðun á skólalóð þeirra. Á skólalóðunum höfðu nemendur mótmælt árásum Ísraela á Gasaströndina. Í mars tilkynnti Trump að Columbia fengi ekki fjögur hundruð milljóna dollara styrk sem nýta átti í rannsóknir skólans en það samsvarar tæplega fimmtíu milljörðum íslenskra króna. „Samkvæmt samkomulagi dagsins í dag verða langflestir alríkisstyrkir sem felldir voru niður eða stöðvaðir í mars 2025 aftur settir upp og mun Columbia aftur fá aðgang að milljörðum dollara í núverandi og framtíðarstyrkjum,“ segir í tilkynningu frá háskólanum. Eftir mótmælin setti Trump bæði Harvard og Columbia ákveðin skilyrði, en sá fyrrnefndi neitaði en síðarnefndi samþykkti. Harvard lögsótti ríkið fyrir ákvörðunina en niðurstaða dómarans liggur ekki fyrir. Í síðustu viku samþykktu forsvarsmenn Columbia háskólans að refsa nemendunum sem tóku þátt í mótmælum á skólalóðinni í maímánuði en fjöldi nemenda var handtekinn þar. „Ímyndaðu þér að svíkja nemendurna þína bara til að geta borgað Trump 221 milljón dollara og haldið áfram að fjármagna þjóðarmorð,“ segir í yfirlýsingu samtaka nemenda sem standa með Palestínubúum samkvæmt umfjöllun Reuters. Með samkomulaginu ætla forsvarsmenn skólans einnig refsa nemendum fyrir að brjóta gegn lögum með alvarlegum truflunum á starfsemi háskólasvæðisins, gera skipulagsbreytingar á deildarþingi sínu og kenna fjölbreyttari sjónarmið í námskeiðum sínum sem fjalla um Mið-Austurlöndunum. Þá samþykktu þau einnig að hætta að ráða og taka inn nemendur eftir kynþáttum og slútta á öllum verkefnum sem tengjast jafnrétti, jafnræði og fjölbreytni.
Háskólar Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. 21. júlí 2025 16:51 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. 21. júlí 2025 16:51