Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júlí 2025 15:24 Columbia hefur orðið við skilyrðum ríkisstjórn Bandaríkjaforseta og greitt himinháa sáttagreiðslu. EPA Columbia háskólinn greiddi yfir tvö hundruð milljónir dollara, eða rúma 24 milljarða króna, í sáttagreiðslu til ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Forsetinn frysti styrk til skólans sem nota átti í rannsóknarstarfsemi. Ríkisstjórn Trumps tók nokkra háskóla fyrir, þar á meðal Harvard og Columbia, og sakaði þá um andgyðingslega hegðun á skólalóð þeirra. Á skólalóðunum höfðu nemendur mótmælt árásum Ísraela á Gasaströndina. Í mars tilkynnti Trump að Columbia fengi ekki fjögur hundruð milljóna dollara styrk sem nýta átti í rannsóknir skólans en það samsvarar tæplega fimmtíu milljörðum íslenskra króna. „Samkvæmt samkomulagi dagsins í dag verða langflestir alríkisstyrkir sem felldir voru niður eða stöðvaðir í mars 2025 aftur settir upp og mun Columbia aftur fá aðgang að milljörðum dollara í núverandi og framtíðarstyrkjum,“ segir í tilkynningu frá háskólanum. Eftir mótmælin setti Trump bæði Harvard og Columbia ákveðin skilyrði, en sá fyrrnefndi neitaði en síðarnefndi samþykkti. Harvard lögsótti ríkið fyrir ákvörðunina en niðurstaða dómarans liggur ekki fyrir. Í síðustu viku samþykktu forsvarsmenn Columbia háskólans að refsa nemendunum sem tóku þátt í mótmælum á skólalóðinni í maímánuði en fjöldi nemenda var handtekinn þar. „Ímyndaðu þér að svíkja nemendurna þína bara til að geta borgað Trump 221 milljón dollara og haldið áfram að fjármagna þjóðarmorð,“ segir í yfirlýsingu samtaka nemenda sem standa með Palestínubúum samkvæmt umfjöllun Reuters. Með samkomulaginu ætla forsvarsmenn skólans einnig refsa nemendum fyrir að brjóta gegn lögum með alvarlegum truflunum á starfsemi háskólasvæðisins, gera skipulagsbreytingar á deildarþingi sínu og kenna fjölbreyttari sjónarmið í námskeiðum sínum sem fjalla um Mið-Austurlöndunum. Þá samþykktu þau einnig að hætta að ráða og taka inn nemendur eftir kynþáttum og slútta á öllum verkefnum sem tengjast jafnrétti, jafnræði og fjölbreytni. Háskólar Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. 21. júlí 2025 16:51 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ríkisstjórn Trumps tók nokkra háskóla fyrir, þar á meðal Harvard og Columbia, og sakaði þá um andgyðingslega hegðun á skólalóð þeirra. Á skólalóðunum höfðu nemendur mótmælt árásum Ísraela á Gasaströndina. Í mars tilkynnti Trump að Columbia fengi ekki fjögur hundruð milljóna dollara styrk sem nýta átti í rannsóknir skólans en það samsvarar tæplega fimmtíu milljörðum íslenskra króna. „Samkvæmt samkomulagi dagsins í dag verða langflestir alríkisstyrkir sem felldir voru niður eða stöðvaðir í mars 2025 aftur settir upp og mun Columbia aftur fá aðgang að milljörðum dollara í núverandi og framtíðarstyrkjum,“ segir í tilkynningu frá háskólanum. Eftir mótmælin setti Trump bæði Harvard og Columbia ákveðin skilyrði, en sá fyrrnefndi neitaði en síðarnefndi samþykkti. Harvard lögsótti ríkið fyrir ákvörðunina en niðurstaða dómarans liggur ekki fyrir. Í síðustu viku samþykktu forsvarsmenn Columbia háskólans að refsa nemendunum sem tóku þátt í mótmælum á skólalóðinni í maímánuði en fjöldi nemenda var handtekinn þar. „Ímyndaðu þér að svíkja nemendurna þína bara til að geta borgað Trump 221 milljón dollara og haldið áfram að fjármagna þjóðarmorð,“ segir í yfirlýsingu samtaka nemenda sem standa með Palestínubúum samkvæmt umfjöllun Reuters. Með samkomulaginu ætla forsvarsmenn skólans einnig refsa nemendum fyrir að brjóta gegn lögum með alvarlegum truflunum á starfsemi háskólasvæðisins, gera skipulagsbreytingar á deildarþingi sínu og kenna fjölbreyttari sjónarmið í námskeiðum sínum sem fjalla um Mið-Austurlöndunum. Þá samþykktu þau einnig að hætta að ráða og taka inn nemendur eftir kynþáttum og slútta á öllum verkefnum sem tengjast jafnrétti, jafnræði og fjölbreytni.
Háskólar Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. 21. júlí 2025 16:51 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. 21. júlí 2025 16:51