Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júlí 2025 15:24 Columbia hefur orðið við skilyrðum ríkisstjórn Bandaríkjaforseta og greitt himinháa sáttagreiðslu. EPA Columbia háskólinn greiddi yfir tvö hundruð milljónir dollara, eða rúma 24 milljarða króna, í sáttagreiðslu til ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Forsetinn frysti styrk til skólans sem nota átti í rannsóknarstarfsemi. Ríkisstjórn Trumps tók nokkra háskóla fyrir, þar á meðal Harvard og Columbia, og sakaði þá um andgyðingslega hegðun á skólalóð þeirra. Á skólalóðunum höfðu nemendur mótmælt árásum Ísraela á Gasaströndina. Í mars tilkynnti Trump að Columbia fengi ekki fjögur hundruð milljóna dollara styrk sem nýta átti í rannsóknir skólans en það samsvarar tæplega fimmtíu milljörðum íslenskra króna. „Samkvæmt samkomulagi dagsins í dag verða langflestir alríkisstyrkir sem felldir voru niður eða stöðvaðir í mars 2025 aftur settir upp og mun Columbia aftur fá aðgang að milljörðum dollara í núverandi og framtíðarstyrkjum,“ segir í tilkynningu frá háskólanum. Eftir mótmælin setti Trump bæði Harvard og Columbia ákveðin skilyrði, en sá fyrrnefndi neitaði en síðarnefndi samþykkti. Harvard lögsótti ríkið fyrir ákvörðunina en niðurstaða dómarans liggur ekki fyrir. Í síðustu viku samþykktu forsvarsmenn Columbia háskólans að refsa nemendunum sem tóku þátt í mótmælum á skólalóðinni í maímánuði en fjöldi nemenda var handtekinn þar. „Ímyndaðu þér að svíkja nemendurna þína bara til að geta borgað Trump 221 milljón dollara og haldið áfram að fjármagna þjóðarmorð,“ segir í yfirlýsingu samtaka nemenda sem standa með Palestínubúum samkvæmt umfjöllun Reuters. Með samkomulaginu ætla forsvarsmenn skólans einnig refsa nemendum fyrir að brjóta gegn lögum með alvarlegum truflunum á starfsemi háskólasvæðisins, gera skipulagsbreytingar á deildarþingi sínu og kenna fjölbreyttari sjónarmið í námskeiðum sínum sem fjalla um Mið-Austurlöndunum. Þá samþykktu þau einnig að hætta að ráða og taka inn nemendur eftir kynþáttum og slútta á öllum verkefnum sem tengjast jafnrétti, jafnræði og fjölbreytni. Háskólar Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. 21. júlí 2025 16:51 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Ríkisstjórn Trumps tók nokkra háskóla fyrir, þar á meðal Harvard og Columbia, og sakaði þá um andgyðingslega hegðun á skólalóð þeirra. Á skólalóðunum höfðu nemendur mótmælt árásum Ísraela á Gasaströndina. Í mars tilkynnti Trump að Columbia fengi ekki fjögur hundruð milljóna dollara styrk sem nýta átti í rannsóknir skólans en það samsvarar tæplega fimmtíu milljörðum íslenskra króna. „Samkvæmt samkomulagi dagsins í dag verða langflestir alríkisstyrkir sem felldir voru niður eða stöðvaðir í mars 2025 aftur settir upp og mun Columbia aftur fá aðgang að milljörðum dollara í núverandi og framtíðarstyrkjum,“ segir í tilkynningu frá háskólanum. Eftir mótmælin setti Trump bæði Harvard og Columbia ákveðin skilyrði, en sá fyrrnefndi neitaði en síðarnefndi samþykkti. Harvard lögsótti ríkið fyrir ákvörðunina en niðurstaða dómarans liggur ekki fyrir. Í síðustu viku samþykktu forsvarsmenn Columbia háskólans að refsa nemendunum sem tóku þátt í mótmælum á skólalóðinni í maímánuði en fjöldi nemenda var handtekinn þar. „Ímyndaðu þér að svíkja nemendurna þína bara til að geta borgað Trump 221 milljón dollara og haldið áfram að fjármagna þjóðarmorð,“ segir í yfirlýsingu samtaka nemenda sem standa með Palestínubúum samkvæmt umfjöllun Reuters. Með samkomulaginu ætla forsvarsmenn skólans einnig refsa nemendum fyrir að brjóta gegn lögum með alvarlegum truflunum á starfsemi háskólasvæðisins, gera skipulagsbreytingar á deildarþingi sínu og kenna fjölbreyttari sjónarmið í námskeiðum sínum sem fjalla um Mið-Austurlöndunum. Þá samþykktu þau einnig að hætta að ráða og taka inn nemendur eftir kynþáttum og slútta á öllum verkefnum sem tengjast jafnrétti, jafnræði og fjölbreytni.
Háskólar Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. 21. júlí 2025 16:51 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. 21. júlí 2025 16:51