Enski boltinn

Gyökeres í flug­vél á leið til London

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Gyökeres og umboðsmaður hans á leið til London í kvöld.
Viktor Gyökeres og umboðsmaður hans á leið til London í kvöld. @fabriziorom

Viktor Gyökeres verður fljótlega orðinn nýr leikmaður Arsenal en sænski framherjinn er á leiðinni til Englands.

Fabrizio Romano birtir mynd af Gyökeres og umboðsmanni hans Hasan Cetinkay þar sem þeir eru komnir um borð í einkaflugvél á leið til London.

Gyökeres fer þar í læknisskoðun og gengur síðan frá samningi við Arsenal.

Það tók sinn tíma hjá Sporting og Arsenal að ganga frá kaupverðinu en þetta snerist aðallega um bónusgreiðslurnar.

Hasan Cetinkaya hjálpaði til að koma samningnum í höfn með því að gefa eftir sinn hlut.

Arsenal hefur vantað framherja síðustu tímabil en liðið hefur endað í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni á þremur tímabilum í röð. Nú er liðið hins vegar komið með einn markahæsta leikmann Evrópu og hefur nú allt til alls til að vinna langþráðan Englandsmeistaratitil sem kom síðast í hús árið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×