Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júlí 2025 14:07 Þjófnaðurinn náðist á myndband. Fraktlausnir Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. Arnar Þór Ólafsson framkvæmdastjóri Fraktlausna segist langþreyttur á athæfi hinna bíræfnu þjófa. Hann grunar sama hópinn um að vera að verki í þau skipti sem díselolíu hefur verið stolið úr bílum fyrirtækisins. DV greindi fyrst frá málinu. Það sem af er ári hafi díselolíu upp á rúma milljón króna verið stolið. Þá hafi fyrirtækið eytt tveimur milljónum króna í öryggisgæslu. „Við erum búin að setja upp myndavélar og verið með næturvörslu. Við höfum meira að segja verið sofandi niðri í vinnu og ætlað að ná þeim,“ segir Arnar Þór í samtali við fréttastofu. Það hafi ekki tekist enn. Fyrirtækið hafi fjárfest í myndavélabúnaði og gervigreindarbúnaði sem sendir út tilkynningar um leið og hann skynjar mannaferðir í kring um bílana. Um skeið hafi sú tækni fælt þjófana í burtu. „Og svo þegar við erum aðeins farnir að slaka á og lækka í tilkynningunum þá gerist þetta,“ segir Arnar Þór. Þrauka til flutninga Þjófnaðirnir síðustu mánuði hafa að sögn Arnars verið tilkynntir til lögreglu en hún takmarkað getað gert. Arnar Þór telur sig vita hvar eigandi Skoda-bílsins, sem sést á myndskeiðinu hér að neðan, á heima. „Það er vitað hvaða gaurar þetta eru en það þarf bara að ná þeim in the act,“ segir Arnar Þór. Bráðlega verður fyrirtækið flutt úr Reykjavík í Hafnarfjörð og Arnar Þór segir að þá verði bílarnir læstir inni í porti með lokuðu öryggishliði á nóttunni. Þangað til þurfi fyrirtækið að þrauka það ástand sem komið er upp. „Þetta er ótrúlega svekkjandi og óþolandi að fá ekki að hafa neitt í friði.“ Lögreglumál Bílar Reykjavík Olíuþjófnaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Arnar Þór Ólafsson framkvæmdastjóri Fraktlausna segist langþreyttur á athæfi hinna bíræfnu þjófa. Hann grunar sama hópinn um að vera að verki í þau skipti sem díselolíu hefur verið stolið úr bílum fyrirtækisins. DV greindi fyrst frá málinu. Það sem af er ári hafi díselolíu upp á rúma milljón króna verið stolið. Þá hafi fyrirtækið eytt tveimur milljónum króna í öryggisgæslu. „Við erum búin að setja upp myndavélar og verið með næturvörslu. Við höfum meira að segja verið sofandi niðri í vinnu og ætlað að ná þeim,“ segir Arnar Þór í samtali við fréttastofu. Það hafi ekki tekist enn. Fyrirtækið hafi fjárfest í myndavélabúnaði og gervigreindarbúnaði sem sendir út tilkynningar um leið og hann skynjar mannaferðir í kring um bílana. Um skeið hafi sú tækni fælt þjófana í burtu. „Og svo þegar við erum aðeins farnir að slaka á og lækka í tilkynningunum þá gerist þetta,“ segir Arnar Þór. Þrauka til flutninga Þjófnaðirnir síðustu mánuði hafa að sögn Arnars verið tilkynntir til lögreglu en hún takmarkað getað gert. Arnar Þór telur sig vita hvar eigandi Skoda-bílsins, sem sést á myndskeiðinu hér að neðan, á heima. „Það er vitað hvaða gaurar þetta eru en það þarf bara að ná þeim in the act,“ segir Arnar Þór. Bráðlega verður fyrirtækið flutt úr Reykjavík í Hafnarfjörð og Arnar Þór segir að þá verði bílarnir læstir inni í porti með lokuðu öryggishliði á nóttunni. Þangað til þurfi fyrirtækið að þrauka það ástand sem komið er upp. „Þetta er ótrúlega svekkjandi og óþolandi að fá ekki að hafa neitt í friði.“
Lögreglumál Bílar Reykjavík Olíuþjófnaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira