Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. júlí 2025 07:02 Til stendur af hálfu Evrópusambandsins að leggja verndartolla á Ísland, Noreg og Liechtenstein þvert á EES-samninginn sem ríkin eiga aðild að ásamt ríkjum sambandsins. Hefur ríkjunum samkvæmt fréttum verið tilkynnt um þetta. Forystumenn Evrópusambandsins gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega fyrir að leggja verndartolla á vinaþjóðir og brjóta með því gegn viðskiptasamningum við þau en hafa nú í hyggju að standa í raun enn verr að málum. Með fyrirhuguðum tollum hyggst Evrópusambandsins þannig bregðast við verndartollum Trumps þrátt fyrir að Ísland, Noregur og Liechtenstein beri enga sök í þeim efnum og hafi þvert á móti einnig orðið fyrir barðinu á bandarískum tollum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa til þessa lagt tolla með beinum hætti á þau ríki sem þau telja sig eiga viðskiptalega sökótt við en ekki ríki sem eiga þar ekki hlut að máli. Til stendur þannig að ganga enn lengra af sambandinu gegn ríkjunum þremur. Forystumenn í Noregi eru æfir yfir áformum Evrópusambandsins en engin gagnrýni hefur heyrzt frá hérlendum ráðamönnum í þeim efnum þrátt fyrir stór orð sömu aðila um tolla Trumps. Málið komst ekki í umræðuna hér á landi fyrr en eftir að fjallað hafði verið um það í norskum fjölmiðlum þrátt fyrir að íslenzk stjórnvöld hefðu vitað af því. Fulltrúar í utanríkismálanefnd Alþingis fréttu fyrst af því í þeim. Öllu skiptir ljóslega hvort um sé að ræða Evrópusambandið eða Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson EES-samningurinn Evrópusambandið Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Til stendur af hálfu Evrópusambandsins að leggja verndartolla á Ísland, Noreg og Liechtenstein þvert á EES-samninginn sem ríkin eiga aðild að ásamt ríkjum sambandsins. Hefur ríkjunum samkvæmt fréttum verið tilkynnt um þetta. Forystumenn Evrópusambandsins gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega fyrir að leggja verndartolla á vinaþjóðir og brjóta með því gegn viðskiptasamningum við þau en hafa nú í hyggju að standa í raun enn verr að málum. Með fyrirhuguðum tollum hyggst Evrópusambandsins þannig bregðast við verndartollum Trumps þrátt fyrir að Ísland, Noregur og Liechtenstein beri enga sök í þeim efnum og hafi þvert á móti einnig orðið fyrir barðinu á bandarískum tollum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa til þessa lagt tolla með beinum hætti á þau ríki sem þau telja sig eiga viðskiptalega sökótt við en ekki ríki sem eiga þar ekki hlut að máli. Til stendur þannig að ganga enn lengra af sambandinu gegn ríkjunum þremur. Forystumenn í Noregi eru æfir yfir áformum Evrópusambandsins en engin gagnrýni hefur heyrzt frá hérlendum ráðamönnum í þeim efnum þrátt fyrir stór orð sömu aðila um tolla Trumps. Málið komst ekki í umræðuna hér á landi fyrr en eftir að fjallað hafði verið um það í norskum fjölmiðlum þrátt fyrir að íslenzk stjórnvöld hefðu vitað af því. Fulltrúar í utanríkismálanefnd Alþingis fréttu fyrst af því í þeim. Öllu skiptir ljóslega hvort um sé að ræða Evrópusambandið eða Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar