Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júlí 2025 10:30 Diljá bað ítrekað um myndatöku til að staðfesta beinbrotið. Getty/Manuel Winterberger Landsliðskonan Diljá Ýr Zomers lenti í leiðindameiðslum í vetur, hún vissi sjálf að eitthvað mikið væri að en læknamistök ollu því að meiðslin urðu lengri en þau hefðu þurft að vera. Sprunga myndaðist í beini í fæti Diljár en beinbrotið var ekki greint strax, henni var sagt að hún væri bara bólgin og var látin byrja endurhæfingu. „Og gengur bara mjög brösuglega, en ég er samt með frekar háan sársaukaþröskuld þannig að ég píndi mig í gegnum þetta. Ég fann eitthvað aðeins en bara okei og æfi í heila viku, bara á annarri löppinni í rauninni. Ætlaði að vera klár í leik, er svo að hita upp á hliðarlínuna og þá smellur eitthvað aftur. Ég gat ekki labbað eftir það og þá fannst mér komið gott. Ég bað um beinmyndatöku og þeir sendu mig í CT skanna og þar sást mjög klár sprunga í beininu“ sagði Diljá. Alltaf vont þegar þeir ýttu á beinið Eftir langan tíma tókst því loks að greina beinbrotið en Diljá segist sjálf hafa vitað löngu áður hvað væri að. „Það var alltaf vont þegar þeir ýttu á beinið þannig að ég skildi ekki afhverju þeir vildu ekki tjékka hvort það væri eitthvað brotið þarna, því þannig var tilfinningin við bara að labba… Switzerland v Iceland - UEFA Women's EURO 2025 Group A BERN, SWITZERLAND - JULY 06: Dilja Zomers of Iceland arrives at the stadium prior to the UEFA Women's EURO 2025 Group A match between Switzerland and Iceland at Stadion Wankdorf on July 06, 2025 in Bern, Switzerland. (Photo by Aitor Alcalde - UEFA/UEFA via Getty Images) Þeir voru alltaf að ýta og finna hvar mér var illt og alltaf þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont, en samt sögðu þeir alltaf: Nei þetta er ekki það, þetta er ekki það. Svo voru komnar nokkrar vikur af því að reyna eitthvað annað, þá sagði ég bara: Heyrðu, er ekki hægt að tjékka á þessu? Og þá náttúrulega kom bara í ljós þessi sprunga.“ Sigraðist á meiðslunum og fór á EM Eftir að meiðslin voru rétt greind tók nokkurra mánaða endurhæfing við hjá Diljá en hún náði markmiði sínu, að komast á EM í Sviss með íslenska landsliðinu. Diljá lagði allt í sölurnar til þess að ná Evrópumótinu í Sviss með íslenska landsliðinu. Vísir/Anton Brink Hún skipti svo um félag, fór til Brann í Noregi og horfir nú fram á betri tíma. „Þetta fór svona og ég er bara stolt af því að hafa náð á EM eftir allan þennan tíma. Bæði að hausinn hafi verið klár og líkaminn hafi verið klár í það. Ég set þessi meiðsli bara til hliðar og held áfram núna“ sagði Diljá brosandi að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Diljá Ýr Zomers, landsliðskona í fótbolta, hefur gengið frá félagaskiptum til Brann í Noregi. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Diljá í tilefni af þessum félagsskiptum. 19. júlí 2025 12:32 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjá meira
Sprunga myndaðist í beini í fæti Diljár en beinbrotið var ekki greint strax, henni var sagt að hún væri bara bólgin og var látin byrja endurhæfingu. „Og gengur bara mjög brösuglega, en ég er samt með frekar háan sársaukaþröskuld þannig að ég píndi mig í gegnum þetta. Ég fann eitthvað aðeins en bara okei og æfi í heila viku, bara á annarri löppinni í rauninni. Ætlaði að vera klár í leik, er svo að hita upp á hliðarlínuna og þá smellur eitthvað aftur. Ég gat ekki labbað eftir það og þá fannst mér komið gott. Ég bað um beinmyndatöku og þeir sendu mig í CT skanna og þar sást mjög klár sprunga í beininu“ sagði Diljá. Alltaf vont þegar þeir ýttu á beinið Eftir langan tíma tókst því loks að greina beinbrotið en Diljá segist sjálf hafa vitað löngu áður hvað væri að. „Það var alltaf vont þegar þeir ýttu á beinið þannig að ég skildi ekki afhverju þeir vildu ekki tjékka hvort það væri eitthvað brotið þarna, því þannig var tilfinningin við bara að labba… Switzerland v Iceland - UEFA Women's EURO 2025 Group A BERN, SWITZERLAND - JULY 06: Dilja Zomers of Iceland arrives at the stadium prior to the UEFA Women's EURO 2025 Group A match between Switzerland and Iceland at Stadion Wankdorf on July 06, 2025 in Bern, Switzerland. (Photo by Aitor Alcalde - UEFA/UEFA via Getty Images) Þeir voru alltaf að ýta og finna hvar mér var illt og alltaf þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont, en samt sögðu þeir alltaf: Nei þetta er ekki það, þetta er ekki það. Svo voru komnar nokkrar vikur af því að reyna eitthvað annað, þá sagði ég bara: Heyrðu, er ekki hægt að tjékka á þessu? Og þá náttúrulega kom bara í ljós þessi sprunga.“ Sigraðist á meiðslunum og fór á EM Eftir að meiðslin voru rétt greind tók nokkurra mánaða endurhæfing við hjá Diljá en hún náði markmiði sínu, að komast á EM í Sviss með íslenska landsliðinu. Diljá lagði allt í sölurnar til þess að ná Evrópumótinu í Sviss með íslenska landsliðinu. Vísir/Anton Brink Hún skipti svo um félag, fór til Brann í Noregi og horfir nú fram á betri tíma. „Þetta fór svona og ég er bara stolt af því að hafa náð á EM eftir allan þennan tíma. Bæði að hausinn hafi verið klár og líkaminn hafi verið klár í það. Ég set þessi meiðsli bara til hliðar og held áfram núna“ sagði Diljá brosandi að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Diljá Ýr Zomers, landsliðskona í fótbolta, hefur gengið frá félagaskiptum til Brann í Noregi. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Diljá í tilefni af þessum félagsskiptum. 19. júlí 2025 12:32 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjá meira
„Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Diljá Ýr Zomers, landsliðskona í fótbolta, hefur gengið frá félagaskiptum til Brann í Noregi. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Diljá í tilefni af þessum félagsskiptum. 19. júlí 2025 12:32