Fótbolti

Bíða enn eftir Mbeumo

Siggeir Ævarsson skrifar
Bryan Mbeumo er byrjaður að æfa með United en spilar ekki strax
Bryan Mbeumo er byrjaður að æfa með United en spilar ekki strax Vísir/Getty

Stuðningsmenn Manchester United þurfa að bíða eitthvað lengur eftir að fá að Bryan Mbeumo á vellinum en hann var ekki í leikmannahópi liðsins í gær og verður það ekki heldur gegn Bournemouth á fimmtudaginn.

United er þessa dagana á æfingamóti í Bandaríkjunum, Sumardeild ensku úrvalsdeildarinnar, ásamt West Ham, Everton og Bournemouth. Liðið mætir Bournemouth á fimmtudag og Ruben Amorim, stjóri United, hefur staðfest að Mbeumo sé ekki orðinn leikfær en vonast þó eftir að hann spili leikinn gegn Everton þann 3. ágúst.

Þar sem það tók Manchester United svo til allt sumarið að klára kaupin á Mbeumo er hann í raun tveimur vikum á eftir öðrum leikmönnum félagsins í undirbúningi. Það er því væntanlega ákveðin varúðarráðstöfun og forvörn gegn meiðslum að hann spili ekki þessa fyrstu æfingaleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×