Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. júlí 2025 07:39 Það verður spennandi að fylgjast með þróun mála þar til fulltrúadeildin kemur aftur saman eftir sex vikur. Getty Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin héldu áfram um helgina eftir að Mike Johnson, forseti neðri deildar þingsins, sendi þingmenn snemma í sumarfrí til að komast hjá atkvæðagreiðslu um þverpólítískt frumvarp um birtingu gagnanna. Johnson sakaði flokksbróður sinn Thomas Massie, annan flutningsmanna málsins, um að valda Repúblikanaflokknum pólitískum „sársauka“ með því að taka saman höndum með Demókrötum í viðleitni til að fá skjölin birt. „Ég veit ekki af hverju gagnsæi ætti að vera sársaukafullt pólitískt,“ sagði Massie í þættinum Meet The Press í gær. „Er sársaukinn sá að þessi skjöl séu vandræðileg fyrir einhvern í flokknum? Ef svo er þá er það ekki góð afsökun. Er sársaukinn sá að þegar þingmenn ganga til atkvæðagreiðslu þá þurfi þeir að velja á milli þess að vernda hina ríku og valdamiklu frá skömm og þess að ná fram réttlæti til handa þolendum? Ég skil ekki hvað hann meinar,“ sagði Massie. Reps. Khanna and Massie push to release Epstein files ‘for the victims’: Full interview https://t.co/jQ4kAA6vbm— Meet the Press (@MeetThePress) July 27, 2025 Johnson hefur haldið því fram að ekki sé hægt að birta Epstein-skjölin þar sem það kæmi niður á þeim þolendum sem þar koma við sögu. Massie og Demókratinn Ro Khanna, sem einnig er flutningsmaður málsins, segja frumvarpið hins vegar kveða á um vernd til handa þolendunum, meðal annars með útstrikunum, og girða fyrir birtingu mynda eða myndskeiða sem sýna barnaníð. Johnson og Massie greinir einnig á um hvort yfirvöld eigi að náða Ghislaine Maxwell eða stytta dóm hennar gegn frekari upplýsingum um glæpi vinar hennar Jeffrey Epstein. Johnson segist ekki hugnast það, á meðan Massie segist allt vilja gera til að upplýsa málið. Hugmyndir um einhvers konar syndaaflausn fyrir Maxwell hafa verið harðlega gagnrýndar, enda hafi hún beinlínis viljandi vingast við börn til að vinurinn gæti nauðgað þeim, eins og einhver orðaði það. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Johnson sakaði flokksbróður sinn Thomas Massie, annan flutningsmanna málsins, um að valda Repúblikanaflokknum pólitískum „sársauka“ með því að taka saman höndum með Demókrötum í viðleitni til að fá skjölin birt. „Ég veit ekki af hverju gagnsæi ætti að vera sársaukafullt pólitískt,“ sagði Massie í þættinum Meet The Press í gær. „Er sársaukinn sá að þessi skjöl séu vandræðileg fyrir einhvern í flokknum? Ef svo er þá er það ekki góð afsökun. Er sársaukinn sá að þegar þingmenn ganga til atkvæðagreiðslu þá þurfi þeir að velja á milli þess að vernda hina ríku og valdamiklu frá skömm og þess að ná fram réttlæti til handa þolendum? Ég skil ekki hvað hann meinar,“ sagði Massie. Reps. Khanna and Massie push to release Epstein files ‘for the victims’: Full interview https://t.co/jQ4kAA6vbm— Meet the Press (@MeetThePress) July 27, 2025 Johnson hefur haldið því fram að ekki sé hægt að birta Epstein-skjölin þar sem það kæmi niður á þeim þolendum sem þar koma við sögu. Massie og Demókratinn Ro Khanna, sem einnig er flutningsmaður málsins, segja frumvarpið hins vegar kveða á um vernd til handa þolendunum, meðal annars með útstrikunum, og girða fyrir birtingu mynda eða myndskeiða sem sýna barnaníð. Johnson og Massie greinir einnig á um hvort yfirvöld eigi að náða Ghislaine Maxwell eða stytta dóm hennar gegn frekari upplýsingum um glæpi vinar hennar Jeffrey Epstein. Johnson segist ekki hugnast það, á meðan Massie segist allt vilja gera til að upplýsa málið. Hugmyndir um einhvers konar syndaaflausn fyrir Maxwell hafa verið harðlega gagnrýndar, enda hafi hún beinlínis viljandi vingast við börn til að vinurinn gæti nauðgað þeim, eins og einhver orðaði það.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira